Heppin að ekki komu upp alvarlegri atvik Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2015 19:49 Félagsmálaráðherra segir að þakka megi fyrir að ekki hafi alvarlegri atvik komið upp í ferðaþjónustu fatlaðra, miðað við þann fjölda mistaka sem tilkynnt hafi verið til ráðuneytisins. Hún muni fylgjast vel með störfum nýskipaðrar neyðarstjórnar á höfuðborgarsvæðinu og hugsanlega þurfi að setja lög til að efla eftirlit með þjónustu sem þessari. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu þessara mála og fékk borgarstjórann í Reykjavík, bæjarstjórann í Hafnarfirði og fulltrúa Þroskahjálpar á fund sinn í dag til að ræða þessi mál. „Við höfum haft áhyggjur af stöðunni um hríð. Við höfum fengið fjölmargar ábendingar í gegnum réttindagæsluna um að hlutirnir hafi einfaldlega ekki verið í lagi,“ segir Eygló. Á fundi ráðherra með borgarstjóra í dag fór hann yfir þær áætlanir sem sveitarfélögin fimm sem standa að Strætó samþykktu í gær með stofnun neyðarstjórnar fyrir þjónustuna við fatlaða. Hún hefur einnig farið yfir málin með velferðanefnd Alþingis, formanni þroskahjálpar og síðdegis kom Haraldur Líndal bæjarstjóri í Hafnarfirði á fund ráðherra. Eygló ætlar síðan að hitta oddvita hinna sveitarfélaganna eftir helgi og fylgjast náið með þróun mála. „Ég held að þarna séu menn að horfast í augu við það hversu alvarleg staðan er. Það lýsir sér náttúrlega í því að hér er búið að skipa neyðarstjórn og menn eru að grípa til aðgerða. Við munum fylgjast með þessum aðgerðum og munum senda formlegt erindi með þeim ábendingum sem við höfum fengið. Óska eftir skriflegum svörum og óskum eftir því að við séum reglulega upplýst um hvernig gengur að koma á þessum umbótum,“ segir félagsmálaráðherra. Eygló segir þau mistök sem gerð hafi verið að undanförnu, þegar til stóð að bæta þjónustuna, hafi verið alvarleg. „Ég held að við getum verið þakklát fyrir það að ekki skuli ekki hafa komið upp ennþá alvarlegri atvik. Þau hafa verið nógu alvarleg og nú þurfum við að vinna í því saman að tryggja að þetta gerist ekki aftur,“ segir Eygló. Þá fylgist ráðuneytið með þessum málum utan höfuðborgarsvæðisins þar sem telji að víða megi bæta úr þótt sveitarstjórnarmenn reyni stöðugt að gera betur. „Hvað snýr að okkur hér í ráðuneytinu, að þá munum við fara yfir það sem er að gerast og síðan skoða í framhaldinu hvort nauðsynlegt sé að grípa þá til einhverra lagabreytinga til að tryggja að eftirlit með hlutunum sé með betri hætti en hefur verið," segir Eygló Harðardóttir. Tengdar fréttir Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. 5. febrúar 2015 15:04 Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04 Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir að þakka megi fyrir að ekki hafi alvarlegri atvik komið upp í ferðaþjónustu fatlaðra, miðað við þann fjölda mistaka sem tilkynnt hafi verið til ráðuneytisins. Hún muni fylgjast vel með störfum nýskipaðrar neyðarstjórnar á höfuðborgarsvæðinu og hugsanlega þurfi að setja lög til að efla eftirlit með þjónustu sem þessari. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu þessara mála og fékk borgarstjórann í Reykjavík, bæjarstjórann í Hafnarfirði og fulltrúa Þroskahjálpar á fund sinn í dag til að ræða þessi mál. „Við höfum haft áhyggjur af stöðunni um hríð. Við höfum fengið fjölmargar ábendingar í gegnum réttindagæsluna um að hlutirnir hafi einfaldlega ekki verið í lagi,“ segir Eygló. Á fundi ráðherra með borgarstjóra í dag fór hann yfir þær áætlanir sem sveitarfélögin fimm sem standa að Strætó samþykktu í gær með stofnun neyðarstjórnar fyrir þjónustuna við fatlaða. Hún hefur einnig farið yfir málin með velferðanefnd Alþingis, formanni þroskahjálpar og síðdegis kom Haraldur Líndal bæjarstjóri í Hafnarfirði á fund ráðherra. Eygló ætlar síðan að hitta oddvita hinna sveitarfélaganna eftir helgi og fylgjast náið með þróun mála. „Ég held að þarna séu menn að horfast í augu við það hversu alvarleg staðan er. Það lýsir sér náttúrlega í því að hér er búið að skipa neyðarstjórn og menn eru að grípa til aðgerða. Við munum fylgjast með þessum aðgerðum og munum senda formlegt erindi með þeim ábendingum sem við höfum fengið. Óska eftir skriflegum svörum og óskum eftir því að við séum reglulega upplýst um hvernig gengur að koma á þessum umbótum,“ segir félagsmálaráðherra. Eygló segir þau mistök sem gerð hafi verið að undanförnu, þegar til stóð að bæta þjónustuna, hafi verið alvarleg. „Ég held að við getum verið þakklát fyrir það að ekki skuli ekki hafa komið upp ennþá alvarlegri atvik. Þau hafa verið nógu alvarleg og nú þurfum við að vinna í því saman að tryggja að þetta gerist ekki aftur,“ segir Eygló. Þá fylgist ráðuneytið með þessum málum utan höfuðborgarsvæðisins þar sem telji að víða megi bæta úr þótt sveitarstjórnarmenn reyni stöðugt að gera betur. „Hvað snýr að okkur hér í ráðuneytinu, að þá munum við fara yfir það sem er að gerast og síðan skoða í framhaldinu hvort nauðsynlegt sé að grípa þá til einhverra lagabreytinga til að tryggja að eftirlit með hlutunum sé með betri hætti en hefur verið," segir Eygló Harðardóttir.
Tengdar fréttir Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. 5. febrúar 2015 15:04 Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04 Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. 5. febrúar 2015 15:04
Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04
Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04