Hrútar unnu þrenn stór verðlaun á Spáni um helgina Stefán Árni Pálsson skrifar 2. nóvember 2015 10:02 Hrútar hefur slegið í gegn. vísir Aðstandendur kvikmyndarinnar Hrúta hlutu alls þrenn verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á laugardagskvöldið og var því sigursælust af miklum fjölda kvikmynda. Semana, alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Valladolid á Spáni, er ein stærsta hátíðin á Spáni og var haldin í sextugasta sinn í ár. Hrútar hlutu Gullna gaddinn fyrir bestu mynd hátíðarinnar og fengu áhorfendaverðlaun æskunnar. Að lokum deildi Grímur Hákonarson verðlaunum fyrir besta nýja leikstjórann með tyrkneska leikstjóranum Deniz Gamze Ergüven. Aðalverðlaununum fylgir ríflegur fjárstyrkur til að kynna myndina fyrir frumsýningu í um 40 spænskum kvikmyndahúsum á næstu vikum. Grímar Jónsson framleiðandi var á staðnum á laugardagskvöldið og tók við verðlaununum. Grímur Hákonarson leikstjóri er staddur á kvikmyndahátíðinni í Sao Paulo í Brasilíu þessa dagana. Grímar segir verðlaunin mikla viðurkenningu. „Dreifingaraðilinn á Spáni sem er að fara að frumsýna myndina eftir tvær vikur fær níu milljónir í peningum til að kynna myndina betur. Ég vona að það breyti einhverju. Það hlýtur að vera.“Þegar Spánverjar neituðu að kaupa saltfisk Grímar flutti þakkarræðu á spænsku, þrátt fyrir að skilja vart orð í því tungumáli. „Ég fékk smá hjálp við að halda ræðu á spænsku. Ég kann ekkert í spænsku. Ég talaði um það þegar Spánverjar neituðu að kaupa saltfisk af okkur nema við keyptum vín af þeim meðan áfengisbannið var í gildi.“ Grímar segist ekki vita hversu vel hafi tekist við flutninginn en fólk hafi alla vega hlegið að sögunni og borgarstjórinn í Valladolid hafi hrósað honum bak og fyrir fyrir flutninginn. Verðlaunaafhendingunni var varpað beint út í ríkissjónvarpi Spánar og eftir athöfnina beið fjöldinn allur af ljósmyndurunum og aðdáendum Hrúta eftir Grímari. Hrútar hafa sankað að sér verðlaunum síðustu mánuðina, síðan myndin hlaut hin eftirsóknarverðu Un Certain Regard verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Verðlaunin á laugardagskvöldið voru 11. verðlaunin sem hún hlýtur. Það voru ekki aðeins aðstandendur Hrúta sem unnu til verðlauna í Valladolid fyrir hönd Íslendinga. Gunnar Jónsson fékk verðlaun fyrir bestan leik fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Fúsi. Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Aðstandendur kvikmyndarinnar Hrúta hlutu alls þrenn verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á laugardagskvöldið og var því sigursælust af miklum fjölda kvikmynda. Semana, alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Valladolid á Spáni, er ein stærsta hátíðin á Spáni og var haldin í sextugasta sinn í ár. Hrútar hlutu Gullna gaddinn fyrir bestu mynd hátíðarinnar og fengu áhorfendaverðlaun æskunnar. Að lokum deildi Grímur Hákonarson verðlaunum fyrir besta nýja leikstjórann með tyrkneska leikstjóranum Deniz Gamze Ergüven. Aðalverðlaununum fylgir ríflegur fjárstyrkur til að kynna myndina fyrir frumsýningu í um 40 spænskum kvikmyndahúsum á næstu vikum. Grímar Jónsson framleiðandi var á staðnum á laugardagskvöldið og tók við verðlaununum. Grímur Hákonarson leikstjóri er staddur á kvikmyndahátíðinni í Sao Paulo í Brasilíu þessa dagana. Grímar segir verðlaunin mikla viðurkenningu. „Dreifingaraðilinn á Spáni sem er að fara að frumsýna myndina eftir tvær vikur fær níu milljónir í peningum til að kynna myndina betur. Ég vona að það breyti einhverju. Það hlýtur að vera.“Þegar Spánverjar neituðu að kaupa saltfisk Grímar flutti þakkarræðu á spænsku, þrátt fyrir að skilja vart orð í því tungumáli. „Ég fékk smá hjálp við að halda ræðu á spænsku. Ég kann ekkert í spænsku. Ég talaði um það þegar Spánverjar neituðu að kaupa saltfisk af okkur nema við keyptum vín af þeim meðan áfengisbannið var í gildi.“ Grímar segist ekki vita hversu vel hafi tekist við flutninginn en fólk hafi alla vega hlegið að sögunni og borgarstjórinn í Valladolid hafi hrósað honum bak og fyrir fyrir flutninginn. Verðlaunaafhendingunni var varpað beint út í ríkissjónvarpi Spánar og eftir athöfnina beið fjöldinn allur af ljósmyndurunum og aðdáendum Hrúta eftir Grímari. Hrútar hafa sankað að sér verðlaunum síðustu mánuðina, síðan myndin hlaut hin eftirsóknarverðu Un Certain Regard verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Verðlaunin á laugardagskvöldið voru 11. verðlaunin sem hún hlýtur. Það voru ekki aðeins aðstandendur Hrúta sem unnu til verðlauna í Valladolid fyrir hönd Íslendinga. Gunnar Jónsson fékk verðlaun fyrir bestan leik fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Fúsi.
Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira