Raddir þessara kvenna þurfa að heyrast Guðrún Ansnes skrifar 11. júní 2015 10:30 Hópurinn kom saman í fyrsta skipti á þriðjudag í fangelsinu, sem nú stendur tómt. Á myndina vantar Ólafíu Hrönn. Vísir/Stefán „Umræðan síðustu daga kveikir í okkur, og sýnir okkur enn frekar mikilvægi þess að segja þessa sögu, okkur finnst samfélagslega mikilvægt að gera þetta núna,“ segir Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona sem ásamt leikkonunni Nínu Dögg Filippusdóttur stendur í stórræðum í Kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem tökur á sjónvarpsseríunni Fangar munu fara fram. „Þetta verður sex þátta leikin drama- og spennusería sem við byggjum á sjö ára rannsóknarvinnu, og hefur hún mikið til farið fram innan veggja fangelsisins meðan það var virkt,“ segir Unnur og bætir við að þetta sé í raun mjög innblásinn skáldskapur. „Við tókum okkur góðar pásur inn á milli í þessu sjö ára ferli, þetta fékk að gerjast á sínum hraða, en rannsóknarvinnan tók gríðarlega á. Sögurnar sem konurnar höfðu að segja eru mjög dramatískar og erfiðar. Þetta er allt mjög eldfimt og viðkvæmt,“ útskýrir Unnur og segir að þær Nína, auk hópsins, brenni í skinninu að koma þessu fram í dagsljósið. Hópurinn samanstendur af þeim Ragnari Bragasyni, sem leikstýrði Vaktarseríunum vinsælu og mun hann leikstýra þáttunum, og Margréti Örnólfsdóttur sem skrifar handritið ásamt Ragnari. Það eru svo Árni Filippusson og Davíð Óskar Ólafsson hjá Mystery sem framleiða auk Vesturports.Margrét Örnólfsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Nína Dögg Filipusdóttir.Vísir/Stefán „Í ljósi umræðunnar sem fylgir í kjölfar byltingarinnar #þöggun innan Beauty tips er gríðarlega samfélagslega mikilvægt að varpa ljósi á sögur kvenfanganna, þar sem þessi þöggun spilar stóra rullu í stóra samhenginu, en það var algjört sjokk fyrir okkur að átta okkur á hlutföllum þeirra sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi.“ Tökur eiga að hefjast eftir áramót og er unnið í samstarfi við RÚV, en þættirnir verða sýndir þar. Stórskotalið leikara mun svo prýða þættina en þar má nefna Þorbjörgu Dýrfjörð, Halldóru Geirharðsdóttur, , Kristbjörgu Kjeld, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, Margréti Helgu Jóhannsdóttur, Arndísi Hrönn Egilsdóttur, Kristínu Þóru Haraldsdóttur auk Nínu Daggar, Unnar Aspar og ótal fleiri leikara. Segir Unnur yfirvöld og Fangelsismálastofnun hafa verið afar hjálplega og verið jákvæða gagnvart því að leggja þáttunum lið. „Við eyddum þriðjudeginum í að koma saman í nýtæmdu fangelsinu þar sem Einar Andrésson, fangavörður Kvennafangelsisins til tuttugu ára, og Haukur Einarsson sálfræðingur voru okkur innan handar. Þetta var mögnuð stund og gefur tóninn fyrir það sem koma skal. Raddir þessara kvenna þurfa að heyrast.“ Tengdar fréttir Fortíðin og fjölskylduharmur Ágætur leikur nægir ekki til að kveikja neistann í þessu orkulausa fjölskyldumelódrama. 25. mars 2015 11:30 Það er Nóra í mér og þér Unnur Ösp Stefánsdóttir stóð ein á bak við fortjald andartökin fyrir frumsýningu á Dúkkuheimili og hugsaði með sér að þetta snerist alls ekki um hana. Þetta kvöld væri um allar Nórur heimsins og það sé eflaust eitthvað af Nóru í okkur öllum. 3. janúar 2015 10:00 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
„Umræðan síðustu daga kveikir í okkur, og sýnir okkur enn frekar mikilvægi þess að segja þessa sögu, okkur finnst samfélagslega mikilvægt að gera þetta núna,“ segir Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona sem ásamt leikkonunni Nínu Dögg Filippusdóttur stendur í stórræðum í Kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem tökur á sjónvarpsseríunni Fangar munu fara fram. „Þetta verður sex þátta leikin drama- og spennusería sem við byggjum á sjö ára rannsóknarvinnu, og hefur hún mikið til farið fram innan veggja fangelsisins meðan það var virkt,“ segir Unnur og bætir við að þetta sé í raun mjög innblásinn skáldskapur. „Við tókum okkur góðar pásur inn á milli í þessu sjö ára ferli, þetta fékk að gerjast á sínum hraða, en rannsóknarvinnan tók gríðarlega á. Sögurnar sem konurnar höfðu að segja eru mjög dramatískar og erfiðar. Þetta er allt mjög eldfimt og viðkvæmt,“ útskýrir Unnur og segir að þær Nína, auk hópsins, brenni í skinninu að koma þessu fram í dagsljósið. Hópurinn samanstendur af þeim Ragnari Bragasyni, sem leikstýrði Vaktarseríunum vinsælu og mun hann leikstýra þáttunum, og Margréti Örnólfsdóttur sem skrifar handritið ásamt Ragnari. Það eru svo Árni Filippusson og Davíð Óskar Ólafsson hjá Mystery sem framleiða auk Vesturports.Margrét Örnólfsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Nína Dögg Filipusdóttir.Vísir/Stefán „Í ljósi umræðunnar sem fylgir í kjölfar byltingarinnar #þöggun innan Beauty tips er gríðarlega samfélagslega mikilvægt að varpa ljósi á sögur kvenfanganna, þar sem þessi þöggun spilar stóra rullu í stóra samhenginu, en það var algjört sjokk fyrir okkur að átta okkur á hlutföllum þeirra sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi.“ Tökur eiga að hefjast eftir áramót og er unnið í samstarfi við RÚV, en þættirnir verða sýndir þar. Stórskotalið leikara mun svo prýða þættina en þar má nefna Þorbjörgu Dýrfjörð, Halldóru Geirharðsdóttur, , Kristbjörgu Kjeld, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, Margréti Helgu Jóhannsdóttur, Arndísi Hrönn Egilsdóttur, Kristínu Þóru Haraldsdóttur auk Nínu Daggar, Unnar Aspar og ótal fleiri leikara. Segir Unnur yfirvöld og Fangelsismálastofnun hafa verið afar hjálplega og verið jákvæða gagnvart því að leggja þáttunum lið. „Við eyddum þriðjudeginum í að koma saman í nýtæmdu fangelsinu þar sem Einar Andrésson, fangavörður Kvennafangelsisins til tuttugu ára, og Haukur Einarsson sálfræðingur voru okkur innan handar. Þetta var mögnuð stund og gefur tóninn fyrir það sem koma skal. Raddir þessara kvenna þurfa að heyrast.“
Tengdar fréttir Fortíðin og fjölskylduharmur Ágætur leikur nægir ekki til að kveikja neistann í þessu orkulausa fjölskyldumelódrama. 25. mars 2015 11:30 Það er Nóra í mér og þér Unnur Ösp Stefánsdóttir stóð ein á bak við fortjald andartökin fyrir frumsýningu á Dúkkuheimili og hugsaði með sér að þetta snerist alls ekki um hana. Þetta kvöld væri um allar Nórur heimsins og það sé eflaust eitthvað af Nóru í okkur öllum. 3. janúar 2015 10:00 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Fortíðin og fjölskylduharmur Ágætur leikur nægir ekki til að kveikja neistann í þessu orkulausa fjölskyldumelódrama. 25. mars 2015 11:30
Það er Nóra í mér og þér Unnur Ösp Stefánsdóttir stóð ein á bak við fortjald andartökin fyrir frumsýningu á Dúkkuheimili og hugsaði með sér að þetta snerist alls ekki um hana. Þetta kvöld væri um allar Nórur heimsins og það sé eflaust eitthvað af Nóru í okkur öllum. 3. janúar 2015 10:00