Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. maí 2015 12:31 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að leggi hjúkrunarfræðingar niður störf verði um helmingur starfsfólks spítalans í verkfalli. Vísir/GVA Um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verður lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar verða sendir heim. Forstjóri spítalans segir að leggi hjúkrunarfræðingar niður störf verði um helmingur starfsfólks spítalans í verkfalli. Verkfallsaðgerðir lífeindafræðinga, náttúrufræðinga, geislafræðinga og ljósmæðra á Landspítalanum hefur haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. Nú þegar fjörtíu og sex dagar eru síðan að verkfallið hófst hefur hátt í 55 þúsund blóðtökum verið frestað og rúmlega sex þúsund myndgreiningarrannsóknum. Þá hefur hátt í fjögur hundruð skurðaðgerðum verið frestað og um sautján hundruð komum á dag- og göngudeildir spítalans. Þetta kemur fram í pistli Páls til starfsfólks spítalans á heimasíðu Landspítalans.Nú stefnir í að staðan gæti versnað enn frekar á spítalanum. Nærri fimmtán hundruð hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum hafa boðað ótímabundið verkfall næsta miðvikudag ef ekki verður samið fyrir þann tíma. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ljóst að ef af verður mun það hafa alvarleg áhrif á starfsemi spítalans. „Þar með er næstum því helmingur starfsfólks kominn í verkfall í rauninni þótt auðvitað vinni fólk og sinni bráðaþjónustu eftir undanþágulistum. Á góðum degi þegar að allir eru við vinnu þá er það heilmikið mál að tryggja öryggi sjúklinga og viðundandi þjónustu. Þannig að eins og gefur að skilja þá þegar að fimm fagfélög og næstum því helmingur starfsfólks er komið í verkfall er kominn í verkfall þá er alveg ljóst að það er veruleg ógn við öryggi fólks. Ég held að, með fullri virðingu fyrir efnahagslegum afleiðingum verkfalla, þá er þarna um líf og heilsu fólks að ræða og ég held að það sé það sem við ættum virkilega að hafa áhyggjur af,“ segir Páll. Þá segir Páll um fimmtán prósent af þeim legurýmum sem eru á spítalanum verði lokað ef til verkfalls kemur. „Við þurfum að loka ja að minnsta kosti hundrað rúmum. Einfaldlega vegna þess að okkar undanþágulistar eru þannig að það er ekki hægt að manna meira,“ segir Páll. Þetta felur í sér að sjúklingar verða útskrifaðir fyrr en ella. „Að sjálfsögðu þurfum við að senda fólk heim en við gerum það ekki ef að öryggi er ógnað og það gerir stöðuna flókna. Öll valkvæð starfsemi, allt sem getur beðið, það mun bíða en auðvitað geta hlutirnir ekki beðið endalaust og það er svo margt búið að bíða nú þegar vikum og mánuðum saman að ástandið er orðið býsna slæmt og það er í rauninni grafalvarlegt hvernig þetta ástand er að leika heilbrigðiskerfið,“ segir Páll Matthíasson. Verkfall 2016 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verður lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar verða sendir heim. Forstjóri spítalans segir að leggi hjúkrunarfræðingar niður störf verði um helmingur starfsfólks spítalans í verkfalli. Verkfallsaðgerðir lífeindafræðinga, náttúrufræðinga, geislafræðinga og ljósmæðra á Landspítalanum hefur haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. Nú þegar fjörtíu og sex dagar eru síðan að verkfallið hófst hefur hátt í 55 þúsund blóðtökum verið frestað og rúmlega sex þúsund myndgreiningarrannsóknum. Þá hefur hátt í fjögur hundruð skurðaðgerðum verið frestað og um sautján hundruð komum á dag- og göngudeildir spítalans. Þetta kemur fram í pistli Páls til starfsfólks spítalans á heimasíðu Landspítalans.Nú stefnir í að staðan gæti versnað enn frekar á spítalanum. Nærri fimmtán hundruð hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum hafa boðað ótímabundið verkfall næsta miðvikudag ef ekki verður samið fyrir þann tíma. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ljóst að ef af verður mun það hafa alvarleg áhrif á starfsemi spítalans. „Þar með er næstum því helmingur starfsfólks kominn í verkfall í rauninni þótt auðvitað vinni fólk og sinni bráðaþjónustu eftir undanþágulistum. Á góðum degi þegar að allir eru við vinnu þá er það heilmikið mál að tryggja öryggi sjúklinga og viðundandi þjónustu. Þannig að eins og gefur að skilja þá þegar að fimm fagfélög og næstum því helmingur starfsfólks er komið í verkfall er kominn í verkfall þá er alveg ljóst að það er veruleg ógn við öryggi fólks. Ég held að, með fullri virðingu fyrir efnahagslegum afleiðingum verkfalla, þá er þarna um líf og heilsu fólks að ræða og ég held að það sé það sem við ættum virkilega að hafa áhyggjur af,“ segir Páll. Þá segir Páll um fimmtán prósent af þeim legurýmum sem eru á spítalanum verði lokað ef til verkfalls kemur. „Við þurfum að loka ja að minnsta kosti hundrað rúmum. Einfaldlega vegna þess að okkar undanþágulistar eru þannig að það er ekki hægt að manna meira,“ segir Páll. Þetta felur í sér að sjúklingar verða útskrifaðir fyrr en ella. „Að sjálfsögðu þurfum við að senda fólk heim en við gerum það ekki ef að öryggi er ógnað og það gerir stöðuna flókna. Öll valkvæð starfsemi, allt sem getur beðið, það mun bíða en auðvitað geta hlutirnir ekki beðið endalaust og það er svo margt búið að bíða nú þegar vikum og mánuðum saman að ástandið er orðið býsna slæmt og það er í rauninni grafalvarlegt hvernig þetta ástand er að leika heilbrigðiskerfið,“ segir Páll Matthíasson.
Verkfall 2016 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent