Hundruð milljóna fóru í ferðir á Ísland-Holland Sæunn Gísladóttir skrifar 4. september 2015 07:00 Um 3.000 Íslendingar lögðu leið sína á leikvanginn í Hollandi til að styðja strákana okkar í landsleiknum í gærkvöldi. Varlega má áætla að stuðningsmennirnir hafi samtals eytt yfir 300 milljónum króna í ferðina. Tekjur af miðasölu til Íslendinga námu 13,5 milljónum króna, en miðinn kostaði 4.500 kr. Um 450 manns bókuðu pakkaferðir með þremur stærstu ferðaskrifstofum landsins fyrir 100-150 þúsund krónur á mann. Tekjur af þeim hafa numið yfir 50 milljónum króna; 100 miðar seldust hjá Úrvali Útsýn en þar kostaði pakkinn án miða á leikinn frá 100 þúsund krónum. Tekjur af því hafa því numið 10 milljónum króna. 150 miðar seldust hjá Vita ferðum, þar sem miðinn var innifalinn, nokkuð jöfn skipting var þar í einbýli og tvíbýli, pakkarnir kostuðu milli 80 og 150 þúsund króna. Tekjur af því hafa því numið 17,3 milljónum króna. Tæplega 200 miðar seldust hjá Gaman ferðum þar sem meðalverð á pakka nam 115 þúsund krónum án miða á leikinn. Tekjur af því hafa því numið 23 milljónum króna. Stærsti hópurinn hefur ferðast á eigin vegum, en miðað er við að kostnaður þeirra sé svipaður og pakkaferðir hjá ferðaskrifstofum. Þar fyrir utan má ætla að kostnaður við fæði, uppihald og samgöngur kosti a.m.k. milli 10-20 þúsund krónur á dag. Þá er algengt verð fyrir stóran bjór á bar í Amsterdam 5 evrur eða um 720 íslenskar krónur. Stuðningsmenn setja þó kostnaðinn ekki fyrir sig. Ingimar Ari Jensson er einn Íslendinganna sem staddir eru í Hollandi. Hann greiddi 104 þúsund krónur fyrir þriggja daga ferð til Amsterdam með Úrvali Útsýn. Hann var umkringdur syngjandi stuðningsmönnum Íslands þegar blaðamaður náði tali af honum. Aðspurður hvort hann setji kostnaðinn fyrir sig segir Ingimar: „Ég fer ekki á hvern leik en þetta er í lagi svona einu sinni og einu sinni.“ Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Sjá meira
Um 3.000 Íslendingar lögðu leið sína á leikvanginn í Hollandi til að styðja strákana okkar í landsleiknum í gærkvöldi. Varlega má áætla að stuðningsmennirnir hafi samtals eytt yfir 300 milljónum króna í ferðina. Tekjur af miðasölu til Íslendinga námu 13,5 milljónum króna, en miðinn kostaði 4.500 kr. Um 450 manns bókuðu pakkaferðir með þremur stærstu ferðaskrifstofum landsins fyrir 100-150 þúsund krónur á mann. Tekjur af þeim hafa numið yfir 50 milljónum króna; 100 miðar seldust hjá Úrvali Útsýn en þar kostaði pakkinn án miða á leikinn frá 100 þúsund krónum. Tekjur af því hafa því numið 10 milljónum króna. 150 miðar seldust hjá Vita ferðum, þar sem miðinn var innifalinn, nokkuð jöfn skipting var þar í einbýli og tvíbýli, pakkarnir kostuðu milli 80 og 150 þúsund króna. Tekjur af því hafa því numið 17,3 milljónum króna. Tæplega 200 miðar seldust hjá Gaman ferðum þar sem meðalverð á pakka nam 115 þúsund krónum án miða á leikinn. Tekjur af því hafa því numið 23 milljónum króna. Stærsti hópurinn hefur ferðast á eigin vegum, en miðað er við að kostnaður þeirra sé svipaður og pakkaferðir hjá ferðaskrifstofum. Þar fyrir utan má ætla að kostnaður við fæði, uppihald og samgöngur kosti a.m.k. milli 10-20 þúsund krónur á dag. Þá er algengt verð fyrir stóran bjór á bar í Amsterdam 5 evrur eða um 720 íslenskar krónur. Stuðningsmenn setja þó kostnaðinn ekki fyrir sig. Ingimar Ari Jensson er einn Íslendinganna sem staddir eru í Hollandi. Hann greiddi 104 þúsund krónur fyrir þriggja daga ferð til Amsterdam með Úrvali Útsýn. Hann var umkringdur syngjandi stuðningsmönnum Íslands þegar blaðamaður náði tali af honum. Aðspurður hvort hann setji kostnaðinn fyrir sig segir Ingimar: „Ég fer ekki á hvern leik en þetta er í lagi svona einu sinni og einu sinni.“
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Sjá meira