Hundruð milljóna fóru í ferðir á Ísland-Holland Sæunn Gísladóttir skrifar 4. september 2015 07:00 Um 3.000 Íslendingar lögðu leið sína á leikvanginn í Hollandi til að styðja strákana okkar í landsleiknum í gærkvöldi. Varlega má áætla að stuðningsmennirnir hafi samtals eytt yfir 300 milljónum króna í ferðina. Tekjur af miðasölu til Íslendinga námu 13,5 milljónum króna, en miðinn kostaði 4.500 kr. Um 450 manns bókuðu pakkaferðir með þremur stærstu ferðaskrifstofum landsins fyrir 100-150 þúsund krónur á mann. Tekjur af þeim hafa numið yfir 50 milljónum króna; 100 miðar seldust hjá Úrvali Útsýn en þar kostaði pakkinn án miða á leikinn frá 100 þúsund krónum. Tekjur af því hafa því numið 10 milljónum króna. 150 miðar seldust hjá Vita ferðum, þar sem miðinn var innifalinn, nokkuð jöfn skipting var þar í einbýli og tvíbýli, pakkarnir kostuðu milli 80 og 150 þúsund króna. Tekjur af því hafa því numið 17,3 milljónum króna. Tæplega 200 miðar seldust hjá Gaman ferðum þar sem meðalverð á pakka nam 115 þúsund krónum án miða á leikinn. Tekjur af því hafa því numið 23 milljónum króna. Stærsti hópurinn hefur ferðast á eigin vegum, en miðað er við að kostnaður þeirra sé svipaður og pakkaferðir hjá ferðaskrifstofum. Þar fyrir utan má ætla að kostnaður við fæði, uppihald og samgöngur kosti a.m.k. milli 10-20 þúsund krónur á dag. Þá er algengt verð fyrir stóran bjór á bar í Amsterdam 5 evrur eða um 720 íslenskar krónur. Stuðningsmenn setja þó kostnaðinn ekki fyrir sig. Ingimar Ari Jensson er einn Íslendinganna sem staddir eru í Hollandi. Hann greiddi 104 þúsund krónur fyrir þriggja daga ferð til Amsterdam með Úrvali Útsýn. Hann var umkringdur syngjandi stuðningsmönnum Íslands þegar blaðamaður náði tali af honum. Aðspurður hvort hann setji kostnaðinn fyrir sig segir Ingimar: „Ég fer ekki á hvern leik en þetta er í lagi svona einu sinni og einu sinni.“ Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Um 3.000 Íslendingar lögðu leið sína á leikvanginn í Hollandi til að styðja strákana okkar í landsleiknum í gærkvöldi. Varlega má áætla að stuðningsmennirnir hafi samtals eytt yfir 300 milljónum króna í ferðina. Tekjur af miðasölu til Íslendinga námu 13,5 milljónum króna, en miðinn kostaði 4.500 kr. Um 450 manns bókuðu pakkaferðir með þremur stærstu ferðaskrifstofum landsins fyrir 100-150 þúsund krónur á mann. Tekjur af þeim hafa numið yfir 50 milljónum króna; 100 miðar seldust hjá Úrvali Útsýn en þar kostaði pakkinn án miða á leikinn frá 100 þúsund krónum. Tekjur af því hafa því numið 10 milljónum króna. 150 miðar seldust hjá Vita ferðum, þar sem miðinn var innifalinn, nokkuð jöfn skipting var þar í einbýli og tvíbýli, pakkarnir kostuðu milli 80 og 150 þúsund króna. Tekjur af því hafa því numið 17,3 milljónum króna. Tæplega 200 miðar seldust hjá Gaman ferðum þar sem meðalverð á pakka nam 115 þúsund krónum án miða á leikinn. Tekjur af því hafa því numið 23 milljónum króna. Stærsti hópurinn hefur ferðast á eigin vegum, en miðað er við að kostnaður þeirra sé svipaður og pakkaferðir hjá ferðaskrifstofum. Þar fyrir utan má ætla að kostnaður við fæði, uppihald og samgöngur kosti a.m.k. milli 10-20 þúsund krónur á dag. Þá er algengt verð fyrir stóran bjór á bar í Amsterdam 5 evrur eða um 720 íslenskar krónur. Stuðningsmenn setja þó kostnaðinn ekki fyrir sig. Ingimar Ari Jensson er einn Íslendinganna sem staddir eru í Hollandi. Hann greiddi 104 þúsund krónur fyrir þriggja daga ferð til Amsterdam með Úrvali Útsýn. Hann var umkringdur syngjandi stuðningsmönnum Íslands þegar blaðamaður náði tali af honum. Aðspurður hvort hann setji kostnaðinn fyrir sig segir Ingimar: „Ég fer ekki á hvern leik en þetta er í lagi svona einu sinni og einu sinni.“
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira