Stemningin var hreint út sagt mögnuð og viðmælendur fréttastofu hafa flestir verið á einu máli um að gleðin hafi verið allsráðandi yfir helgina.
Þeir sem ekki komust í ár, eða þeir sem vilja endurlifa hátíðina, geta reitt sig á þessi þrjú myndbönd sem gera þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum góð skil.
Brennan, flugeldasýningin, blysin, brekkusöngurinn, listamennirnir og þúsundir þjóðhátíðargesta eru meðal þess sem þar bregður fyrir.
Myndböndin eru framleidd af Mint Productions fyrir Tuborg.