Níu ára einhverfur drengur skilinn eftir á bílaplani af ferðaþjónustu fatlaðra Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. september 2015 19:15 Ferðaþjónusta fatlaðra skildi níu ára gamlan einhverfan dreng eftir á bílaplani við matvöruverslun í nágrenni við heimili hans í síðustu viku, í stað þess að honum væri ekið beint heim eftir skóla. Framkvæmdastjóri Strætó segir ástæðuna að skráningu um drenginn hafi verið ábótavant í kerfi ferðaþjónustunnar. Jafet getur ekki gengið í venjulegan grunnskóla heldur er hann í Vogaskóla þar sem er sérstök einhverfudeild. Til að komast í og úr skóla frá heimili sínu í Árbæ nýtir hann sér ferðaþjónustu fatlaðra. Í gögnum Strætó stendur skýrt að aka eigi drengum til og frá heimili hans, enda hefur hann aldrei fyrr verið keyrður á vitlausan stað. Atvikið tók nokkuð á drenginn en á ferðalaginu týndi hann síma sem hann hafði nýlega fengið. Bílstjórinn sem keyrði Jafet viðurkennir að hafa látið hann út á planinu við Krónuna, en segist hafa séð hann ganga inn um dyrnar heima hjá sér. Á myndum sem Stöð 2 tók í dag sést þó að nánast ómögulegt sé að bílstjórinn hafi séð drenginn fara inn til sín frá bílastæðinu á Krónunni. Raunar hefði hann þurft að fylgja honum langleiðina heim til að sjá hann fara inn um dyrnar. „Hann segist hafa séð hann ganga inn um dyrnar. Og samkvæmt okkar skráningum þá eru engar sérstakar skráningar um þennan aðila. Það var ekkert um að hann ætti að fara í hendurnar á einhverjum fylgdarmanni eða forráðamanni. En við höfum lagt á það áherslu við bílstjóra að krakkar séu helst ekki látnir af hendi nema einhver taki á móti þeim,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, En liggur ekki ljóst fyrir að það þurfi að skutla börnum bara heim að dyrum? „Jújú, það má svo sem segja það ef það er hægt. En sem betur fer er hann þó ekki meira einhverfur en það að hann getur þó allavega ratað heim,“ segir Jóhannes. Ljóst er þó að drengnum var ekið á vitlausan stað. „En nú er búið að bæta úr þessu þannig að þetta kemur ekki fyrir aftur,“ segir Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó. Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Ferðaþjónusta fatlaðra skildi níu ára gamlan einhverfan dreng eftir á bílaplani við matvöruverslun í nágrenni við heimili hans í síðustu viku, í stað þess að honum væri ekið beint heim eftir skóla. Framkvæmdastjóri Strætó segir ástæðuna að skráningu um drenginn hafi verið ábótavant í kerfi ferðaþjónustunnar. Jafet getur ekki gengið í venjulegan grunnskóla heldur er hann í Vogaskóla þar sem er sérstök einhverfudeild. Til að komast í og úr skóla frá heimili sínu í Árbæ nýtir hann sér ferðaþjónustu fatlaðra. Í gögnum Strætó stendur skýrt að aka eigi drengum til og frá heimili hans, enda hefur hann aldrei fyrr verið keyrður á vitlausan stað. Atvikið tók nokkuð á drenginn en á ferðalaginu týndi hann síma sem hann hafði nýlega fengið. Bílstjórinn sem keyrði Jafet viðurkennir að hafa látið hann út á planinu við Krónuna, en segist hafa séð hann ganga inn um dyrnar heima hjá sér. Á myndum sem Stöð 2 tók í dag sést þó að nánast ómögulegt sé að bílstjórinn hafi séð drenginn fara inn til sín frá bílastæðinu á Krónunni. Raunar hefði hann þurft að fylgja honum langleiðina heim til að sjá hann fara inn um dyrnar. „Hann segist hafa séð hann ganga inn um dyrnar. Og samkvæmt okkar skráningum þá eru engar sérstakar skráningar um þennan aðila. Það var ekkert um að hann ætti að fara í hendurnar á einhverjum fylgdarmanni eða forráðamanni. En við höfum lagt á það áherslu við bílstjóra að krakkar séu helst ekki látnir af hendi nema einhver taki á móti þeim,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, En liggur ekki ljóst fyrir að það þurfi að skutla börnum bara heim að dyrum? „Jújú, það má svo sem segja það ef það er hægt. En sem betur fer er hann þó ekki meira einhverfur en það að hann getur þó allavega ratað heim,“ segir Jóhannes. Ljóst er þó að drengnum var ekið á vitlausan stað. „En nú er búið að bæta úr þessu þannig að þetta kemur ekki fyrir aftur,“ segir Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó.
Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira