Ráðist á málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2015 15:59 Halldór Baldursson efast um að til sé það land sem flaggi skopmyndum jafn mikið og Frakkland. Vísir/GVA „Ég er í hálfgerði sjokki Ég er enn að melta þetta. Að einhver skuli ráðast með svona svívirðilegum hætti á sjálft málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd, skopmyndateikningar... Ég er enn að melta þetta,“ segir Halldór Baldursson, skopmyndateiknari Fréttablaðsins, í samtali við Vísi. „Að einhverjum skuli detta þetta í hug – og ekki í fyrsta sinn þar sem þetta kemur í beinu framhaldi af atburðunum tengdum Jyllands-Posten árið 2005 – og þetta skuli hafa sprungið út í þessu voðaverki. Ég er enn að melta það, hvernig það geti gerst,“ segir Halldór. Halldór segist ekki hafa þekkt persónulega til þessara teiknara sem létust í árásinni. „En þetta eru einhverjir þekktustu teiknararnir í Frakklandi og þarna ríkir mikil hefð fyrir skopmyndatekningum. Ég efast um að til sé land sem flaggi skopmyndum jafn mikið og Frakkland, þar sem hefðin er jafn rík og hvar meiri virðing sé borin fyrir þessum tjáningarmiðli. Það er þá kannski ekki tilviljun að svona tilræði komi einmitt þarna fram. Ég skal ekki segja.“ Halldór segist draga þá ályktun að árásin tengist á einhvern hátt trúarbrögðum og að það sé alveg skýrt í hans huga að trúarbrögð falli undir málaflokk sem má gagnrýna. „Þetta eru samfélagslegar stofnanir og nátengdar pólitík og lífi fólks. Auðvitað eiga skopmyndir að fjalla um trúarbrögð og gagnrýna. Það var eiginlega sorglegt í eftirmála Jyllands Posten-málsins að fólk skyldi ekki standa einhuga á bakvið teiknarana sem þar voru. Við sjáum nú hvað er mikilvægt að standa vörð um tjáningarfrelsið og fá að skopast með hvaða opinbert og samfélagslegt mál sem er.“Ertu sjálfur byrjaður að huga að þeirri mynd sem mun birtast í Fréttablaðinu á morgun?„Já, ég er komin með myndina í kollinn. Við skulum bara bíða og sjá til. Kannski skipti ég um skoðun.“ Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
„Ég er í hálfgerði sjokki Ég er enn að melta þetta. Að einhver skuli ráðast með svona svívirðilegum hætti á sjálft málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd, skopmyndateikningar... Ég er enn að melta þetta,“ segir Halldór Baldursson, skopmyndateiknari Fréttablaðsins, í samtali við Vísi. „Að einhverjum skuli detta þetta í hug – og ekki í fyrsta sinn þar sem þetta kemur í beinu framhaldi af atburðunum tengdum Jyllands-Posten árið 2005 – og þetta skuli hafa sprungið út í þessu voðaverki. Ég er enn að melta það, hvernig það geti gerst,“ segir Halldór. Halldór segist ekki hafa þekkt persónulega til þessara teiknara sem létust í árásinni. „En þetta eru einhverjir þekktustu teiknararnir í Frakklandi og þarna ríkir mikil hefð fyrir skopmyndatekningum. Ég efast um að til sé land sem flaggi skopmyndum jafn mikið og Frakkland, þar sem hefðin er jafn rík og hvar meiri virðing sé borin fyrir þessum tjáningarmiðli. Það er þá kannski ekki tilviljun að svona tilræði komi einmitt þarna fram. Ég skal ekki segja.“ Halldór segist draga þá ályktun að árásin tengist á einhvern hátt trúarbrögðum og að það sé alveg skýrt í hans huga að trúarbrögð falli undir málaflokk sem má gagnrýna. „Þetta eru samfélagslegar stofnanir og nátengdar pólitík og lífi fólks. Auðvitað eiga skopmyndir að fjalla um trúarbrögð og gagnrýna. Það var eiginlega sorglegt í eftirmála Jyllands Posten-málsins að fólk skyldi ekki standa einhuga á bakvið teiknarana sem þar voru. Við sjáum nú hvað er mikilvægt að standa vörð um tjáningarfrelsið og fá að skopast með hvaða opinbert og samfélagslegt mál sem er.“Ertu sjálfur byrjaður að huga að þeirri mynd sem mun birtast í Fréttablaðinu á morgun?„Já, ég er komin með myndina í kollinn. Við skulum bara bíða og sjá til. Kannski skipti ég um skoðun.“
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira