Vel tókst að losa hnúfubakinn úr netinu Viktoría Hermannsdóttir skrifar 16. ágúst 2015 19:02 Í morgun tókst að losa grásleppunet af hnúfubak í Faxaflóa en dýrið hafði verið fast í netunum í um tvo mánuði. Hópur á vegum Hvalaskoðunarsamtaka Íslands ásamt erlendum sérfræðingum fóru út eldsnemma í morgun til þess að halda áfram björgunaraðgerðum frá því í gær. „Við fórum út með erlendu aðilunum í fyrsta skipti í gærmorgun, vorum allan gærdaginn að svona meta hegðun dýrsins, komast að því og svoleiðis, svo í morgun komumst við í gott færi og gekk bara ótrúlega vel,“ segir María Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Hvalaskoðunarsamtökum Íslands. Notuð var þekkt aðferð þar sem baujur voru festar á veiðarfærin til þess að hægja á ferð dýrsins til þess að halda því sem næst yfirborðinu. „Síðan skera þeir á rétta staði því þeir þurfa að passa sig að skera ekki bara einhvers staðar og missa ekki þá takið, þannig það í rauninni var lykillinn að þessu,“ segir María. Um var að ræða samstarfsverkefni hvalaskoðunarfyrirtækja og skipstjóri Eldingar var ánægður með hvernig til tókst en búist hafði verið við að það gæti tekið mun lengri tíma að ná netinu af dýrinu. „Í gær komum við bauju á þannig það var auðvelt að finna hvalinn í dag. Svo gekk þetta bara afskaplega vel,“ segir Vignir Sigursveinsson skipstjóri Eldingar. Hluti af veiðarfærunum er enn fast í dýrinu en búist er við að það vaxi úr því ef allt gengur eftir. Talið er að góðar líkur séu á því að dýrið nái sér að fullu. „Það hefði verið miklu betra ef það hefði verið hægt að sinna þessu miklu fyrr en við gáfum honum þau tækifæri sem við gátum og nú er þetta undir dýrinu komið. Svona sár geta verið lengi að gróa en við erum viss um að það nái sér,“ segir Allister Jack, frá samtökunum British Divers Marine Life Rescue. Myndina að ofan tók Guðlaugur Ottesen Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Sjá meira
Í morgun tókst að losa grásleppunet af hnúfubak í Faxaflóa en dýrið hafði verið fast í netunum í um tvo mánuði. Hópur á vegum Hvalaskoðunarsamtaka Íslands ásamt erlendum sérfræðingum fóru út eldsnemma í morgun til þess að halda áfram björgunaraðgerðum frá því í gær. „Við fórum út með erlendu aðilunum í fyrsta skipti í gærmorgun, vorum allan gærdaginn að svona meta hegðun dýrsins, komast að því og svoleiðis, svo í morgun komumst við í gott færi og gekk bara ótrúlega vel,“ segir María Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Hvalaskoðunarsamtökum Íslands. Notuð var þekkt aðferð þar sem baujur voru festar á veiðarfærin til þess að hægja á ferð dýrsins til þess að halda því sem næst yfirborðinu. „Síðan skera þeir á rétta staði því þeir þurfa að passa sig að skera ekki bara einhvers staðar og missa ekki þá takið, þannig það í rauninni var lykillinn að þessu,“ segir María. Um var að ræða samstarfsverkefni hvalaskoðunarfyrirtækja og skipstjóri Eldingar var ánægður með hvernig til tókst en búist hafði verið við að það gæti tekið mun lengri tíma að ná netinu af dýrinu. „Í gær komum við bauju á þannig það var auðvelt að finna hvalinn í dag. Svo gekk þetta bara afskaplega vel,“ segir Vignir Sigursveinsson skipstjóri Eldingar. Hluti af veiðarfærunum er enn fast í dýrinu en búist er við að það vaxi úr því ef allt gengur eftir. Talið er að góðar líkur séu á því að dýrið nái sér að fullu. „Það hefði verið miklu betra ef það hefði verið hægt að sinna þessu miklu fyrr en við gáfum honum þau tækifæri sem við gátum og nú er þetta undir dýrinu komið. Svona sár geta verið lengi að gróa en við erum viss um að það nái sér,“ segir Allister Jack, frá samtökunum British Divers Marine Life Rescue. Myndina að ofan tók Guðlaugur Ottesen
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Sjá meira