„Hann fékk aldrei að njóta sín í lífinu“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. mars 2015 13:45 Á síðustu árum hefur vitundarvakning átt sér stað í málefnum þolenda kynferðislegs ofbeldis. Æ fleiri þolendur og aðstandendur þeirra leita til hjálparsamtaka á borð við Stígamóta og Drekaslóðar í Reykjavík, Sólstafa á Vestfjörðum og Aflsins á Akureyri og greina frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi. Í yfirgnæfandi meirihluta tilfella eru það kvenkyns þolendur sem greina frá þessari reynslu og lengi vel var kynferðislegt ofbeldi beinlínis skilgreint sem það þegar karl níðist á konu eða barni. Staðreyndin er aftur á móti sú að konur brjóta einnig kynferðislega gegn öðrum. Í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Bresta, sem verður til sýninga á Stöð 2 klukkan 20:30, er fjallað um konur sem brjóta kynferðislega gegn ungum drengjum.Andvaraleysi fræðasamfélagsins Örfáar tíðnirannsóknir hafa verið gerðar hér á landi til að meta umfang kynferðislegs ofbeldis gagnart börnum. Engu að síður áætla fræðimenn að um 17% barna hafi verið beitt slíku ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Talið er að konur séu gerendur í 7% prósent tilfella. Í lokaverkefni sínu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands bendir Hilmar Jón Stefánsson á að kynferðislegt ofbeldi, þar sem gerandinn var kona, var talið svo sjaldgæft að lengi vel var litið framhjá því af vísindasamfélaginu. Ingólfur Harðarson, frumkvöðlafræðingur, hefur árum saman aðstoðað karla við að vinna úr reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi. Hann segir skort á rannsóknum á umfangi málaflokksins vera ólíðandi. „Þetta er ákveðin þöggun,“ segir Ingólfur. „Og þetta viðheldur ástandinu. Kvenkyns gerendur geta í raun stundað þetta í þessari þöggun og fá frið til þess.“Mýtan sem drepur Ingólfur bendir á að kenningar og hugmyndir um þolendur sem verða að gerendum hafi aðeins orðið til þess að draka kjarkinn úr þolendum sem íhuga að stíga fram. Eins og Hilmar Jón bendir á í lokaverkefni sínu þá á þessi hugmynd ekki stoð í raunveruleikanum. Ítrekað hafa rannsóknir sýnt að langflestir þolendur eiga ekki eftir að misnota aðra kynferðislega. „Þetta er mýta sem drepur,“ segir Ingólfur. Þolandi kynferðislegs ofbeldis sem Brestir ræða við í kvöld segir þessa mýtu hafa haft veruleg áhrif á sig og komið í veg fyrir að hann tjáði sig um reynslu sína af því þegar kona nauðgaði honum þegar hann var 11 ára gamall. Hann vildi ekki koma fram undir nafni og kallaður er Guðmundur til einföldunar. „Þetta var eitt af stóru málunum. Að stíga fram og þurfa þá að bera þennan kross. Ég opnaði á mín mál við félagsráðgjafa. Það fyrsta sem hún spurði mig var hvort að ég hafi girnd til barna,“ segir Guðmundur. „Ég get ekki sagt að fræðingarnir hafi hjálpað mér mikið.“17 ára þögn Sonur þeirra Maríu og Hafþórs (dulefni) var beittur kynferðislegu ofbeldi á BUGL þegar hann var á tólfta aldursári. Hann sagði engum frá reynslu sinni í 17 ár. Sonurinn náði aldrei að vinna úr þessari reynslu en sagði foreldrum sínum frá ofbeldinu þegar hann var 28 ára gamall. Hann svipti sig lífi fyrir rétt rúmu ári. Sonur hjónanna átti árum saman við vímuefnavanda að stríða. Ítrekaðar vímuefnameðferðir skiluðu ekki árangri. Foreldrar hans eru sannfærð um að rekja megi misheppnaðar meðferðartilraunir til þessa stóra undirliggjandi vandamáls. „Þetta finnst mér sárast af öllu,“ segir María. „Að vita til þess að hann er farinn og fékk aldrei að njóta sín í lífinu. Aldrei nokkrun tímann.“ María og Hafþór hvetja þá sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi — karla, konur og börn — að segja frá reynslu sinni. „Það er fyrsta skrefið í átt að bata,“ segir María.Saga Guðmundar og hjónanna Maríu og Hafþórs verður sögn í Brestum á Stöð 2 í kvöld klukkan 20:30. Brestir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira
Á síðustu árum hefur vitundarvakning átt sér stað í málefnum þolenda kynferðislegs ofbeldis. Æ fleiri þolendur og aðstandendur þeirra leita til hjálparsamtaka á borð við Stígamóta og Drekaslóðar í Reykjavík, Sólstafa á Vestfjörðum og Aflsins á Akureyri og greina frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi. Í yfirgnæfandi meirihluta tilfella eru það kvenkyns þolendur sem greina frá þessari reynslu og lengi vel var kynferðislegt ofbeldi beinlínis skilgreint sem það þegar karl níðist á konu eða barni. Staðreyndin er aftur á móti sú að konur brjóta einnig kynferðislega gegn öðrum. Í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Bresta, sem verður til sýninga á Stöð 2 klukkan 20:30, er fjallað um konur sem brjóta kynferðislega gegn ungum drengjum.Andvaraleysi fræðasamfélagsins Örfáar tíðnirannsóknir hafa verið gerðar hér á landi til að meta umfang kynferðislegs ofbeldis gagnart börnum. Engu að síður áætla fræðimenn að um 17% barna hafi verið beitt slíku ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Talið er að konur séu gerendur í 7% prósent tilfella. Í lokaverkefni sínu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands bendir Hilmar Jón Stefánsson á að kynferðislegt ofbeldi, þar sem gerandinn var kona, var talið svo sjaldgæft að lengi vel var litið framhjá því af vísindasamfélaginu. Ingólfur Harðarson, frumkvöðlafræðingur, hefur árum saman aðstoðað karla við að vinna úr reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi. Hann segir skort á rannsóknum á umfangi málaflokksins vera ólíðandi. „Þetta er ákveðin þöggun,“ segir Ingólfur. „Og þetta viðheldur ástandinu. Kvenkyns gerendur geta í raun stundað þetta í þessari þöggun og fá frið til þess.“Mýtan sem drepur Ingólfur bendir á að kenningar og hugmyndir um þolendur sem verða að gerendum hafi aðeins orðið til þess að draka kjarkinn úr þolendum sem íhuga að stíga fram. Eins og Hilmar Jón bendir á í lokaverkefni sínu þá á þessi hugmynd ekki stoð í raunveruleikanum. Ítrekað hafa rannsóknir sýnt að langflestir þolendur eiga ekki eftir að misnota aðra kynferðislega. „Þetta er mýta sem drepur,“ segir Ingólfur. Þolandi kynferðislegs ofbeldis sem Brestir ræða við í kvöld segir þessa mýtu hafa haft veruleg áhrif á sig og komið í veg fyrir að hann tjáði sig um reynslu sína af því þegar kona nauðgaði honum þegar hann var 11 ára gamall. Hann vildi ekki koma fram undir nafni og kallaður er Guðmundur til einföldunar. „Þetta var eitt af stóru málunum. Að stíga fram og þurfa þá að bera þennan kross. Ég opnaði á mín mál við félagsráðgjafa. Það fyrsta sem hún spurði mig var hvort að ég hafi girnd til barna,“ segir Guðmundur. „Ég get ekki sagt að fræðingarnir hafi hjálpað mér mikið.“17 ára þögn Sonur þeirra Maríu og Hafþórs (dulefni) var beittur kynferðislegu ofbeldi á BUGL þegar hann var á tólfta aldursári. Hann sagði engum frá reynslu sinni í 17 ár. Sonurinn náði aldrei að vinna úr þessari reynslu en sagði foreldrum sínum frá ofbeldinu þegar hann var 28 ára gamall. Hann svipti sig lífi fyrir rétt rúmu ári. Sonur hjónanna átti árum saman við vímuefnavanda að stríða. Ítrekaðar vímuefnameðferðir skiluðu ekki árangri. Foreldrar hans eru sannfærð um að rekja megi misheppnaðar meðferðartilraunir til þessa stóra undirliggjandi vandamáls. „Þetta finnst mér sárast af öllu,“ segir María. „Að vita til þess að hann er farinn og fékk aldrei að njóta sín í lífinu. Aldrei nokkrun tímann.“ María og Hafþór hvetja þá sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi — karla, konur og börn — að segja frá reynslu sinni. „Það er fyrsta skrefið í átt að bata,“ segir María.Saga Guðmundar og hjónanna Maríu og Hafþórs verður sögn í Brestum á Stöð 2 í kvöld klukkan 20:30.
Brestir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira