Halldór segir mikilvægt að Hanna Birna fái að svara fyrir sig Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2015 12:23 Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tekur ekki undir með Elínu Hirst að Hanna Birna ætti að hætta þingmennsku. Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi gert alvarleg mistök með afskiptum af rannsókn lögreglu á lekamálinu og ekki ráðlegt að hún snúi aftur til þings. Oddviti flokksins í Reykjavík telur hins vegar að Hanna Birna eigi eftir að skýra sína hlið mála og það séu kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem ákveði framtíð hennar. Í áliti sem Umboðsmaður Alþingis birti á föstudag kemur fram að hann telur að þau samskipti sem Hanna Birna Kristjánsdóttir átti við fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á meðan á rannsókn lekamálsins stóð, hafi verið alvarleg og ítrekuð og staðið yfir allan þann tíma sem lögregla rannsakaði lekamálið. Það er mat umboðsmanns að þessi afskipti hafi ekki verið í samræmi við reglur og ítrekaði Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að almenningur yrði að treysta því að samskipti sem þessi ættu sér ekki stað.Elín segir á Facebook síðu sinni í dag að málið sé afar alvarlegt að hennar dómi og hún telji að Hanna Birna hafi gert afdrifarík mistök. „En þau veigamestu voru afskipti hennar af rannsókn málsins eins og fjallað er um í áliti umboðsmanns. Ég tel því ekki ráðlegt að Hanna Birna setjist á þing að nýju að svo komnu máli og tel ennfremur að hún eigi að láta af embætti varaformanns flokksins,“ segir Elín orðrétt. En mikilvægast sé að stjórnmála- og ráðamenn landsins dragi lærdóm af málinu og axli ábyrgð á mistökum sem þessum gagnvart umbjóðendum sínum, almenningi í landinu. Elín er stödd á fundi í Norðurlandaráði á Álandseyjum og var því ekki á þingflokksfundi í gær þar sem þessi mál voru rædd. Hún vildi ekki tjá sig frekar við fréttastofuna. Allt sem hún vildi segja kæmi fram í feisbókarfærslu hennar. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tekur ekki undir þessi sjónarmið Elínar. „Nei. Ég bendi á að við höfum einungis fengið að heyra aðra hlið málsins. Mér finnst að við þurfum að heyra hlið Hönnu Birnu. Þetta er flóknara mál en lítur út í fyrstu,“ segir Halldór. Hanna Birna hefur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl eftir að álit Umboðsmanns kom fram en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd bauð henni skriflega á föstudag að skýra sín mál fyrir nefndinni. „Ég reikna nú bara með því að hún sé að fara yfir þessi mál. Það þarf að gera þetta mjög vel og vandlega áður en við förum að kveða upp einhverja stóra dóma í þessu. Auk þess er það hlutverk kjósenda að dæma stjórnmálamenn af verkum sínum,“ segir Halldór. Og það sé landsfundar Sjálfstæðisflokksins í haust að ákveða hvort hún haldi áfram varaformennsku í flokknum bjóði hún sig á annað borð fram. En auðvitað hafi álit Umboðsmanns veikt hennar pólitísku stöðu. „Jú, jú. Það gerir það auðvitað og þess vegna er svo mikilvægt að við fáum að heyra allar hliðar málsins áður en við förum að taka einhverjar stórar ákvarðanir eða fella einhverja stóra dóma í hennar máli. Mér finnst það algert lágmark,“ segir Halldór Halldórsson. Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Sjá meira
Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi gert alvarleg mistök með afskiptum af rannsókn lögreglu á lekamálinu og ekki ráðlegt að hún snúi aftur til þings. Oddviti flokksins í Reykjavík telur hins vegar að Hanna Birna eigi eftir að skýra sína hlið mála og það séu kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem ákveði framtíð hennar. Í áliti sem Umboðsmaður Alþingis birti á föstudag kemur fram að hann telur að þau samskipti sem Hanna Birna Kristjánsdóttir átti við fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á meðan á rannsókn lekamálsins stóð, hafi verið alvarleg og ítrekuð og staðið yfir allan þann tíma sem lögregla rannsakaði lekamálið. Það er mat umboðsmanns að þessi afskipti hafi ekki verið í samræmi við reglur og ítrekaði Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að almenningur yrði að treysta því að samskipti sem þessi ættu sér ekki stað.Elín segir á Facebook síðu sinni í dag að málið sé afar alvarlegt að hennar dómi og hún telji að Hanna Birna hafi gert afdrifarík mistök. „En þau veigamestu voru afskipti hennar af rannsókn málsins eins og fjallað er um í áliti umboðsmanns. Ég tel því ekki ráðlegt að Hanna Birna setjist á þing að nýju að svo komnu máli og tel ennfremur að hún eigi að láta af embætti varaformanns flokksins,“ segir Elín orðrétt. En mikilvægast sé að stjórnmála- og ráðamenn landsins dragi lærdóm af málinu og axli ábyrgð á mistökum sem þessum gagnvart umbjóðendum sínum, almenningi í landinu. Elín er stödd á fundi í Norðurlandaráði á Álandseyjum og var því ekki á þingflokksfundi í gær þar sem þessi mál voru rædd. Hún vildi ekki tjá sig frekar við fréttastofuna. Allt sem hún vildi segja kæmi fram í feisbókarfærslu hennar. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tekur ekki undir þessi sjónarmið Elínar. „Nei. Ég bendi á að við höfum einungis fengið að heyra aðra hlið málsins. Mér finnst að við þurfum að heyra hlið Hönnu Birnu. Þetta er flóknara mál en lítur út í fyrstu,“ segir Halldór. Hanna Birna hefur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl eftir að álit Umboðsmanns kom fram en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd bauð henni skriflega á föstudag að skýra sín mál fyrir nefndinni. „Ég reikna nú bara með því að hún sé að fara yfir þessi mál. Það þarf að gera þetta mjög vel og vandlega áður en við förum að kveða upp einhverja stóra dóma í þessu. Auk þess er það hlutverk kjósenda að dæma stjórnmálamenn af verkum sínum,“ segir Halldór. Og það sé landsfundar Sjálfstæðisflokksins í haust að ákveða hvort hún haldi áfram varaformennsku í flokknum bjóði hún sig á annað borð fram. En auðvitað hafi álit Umboðsmanns veikt hennar pólitísku stöðu. „Jú, jú. Það gerir það auðvitað og þess vegna er svo mikilvægt að við fáum að heyra allar hliðar málsins áður en við förum að taka einhverjar stórar ákvarðanir eða fella einhverja stóra dóma í hennar máli. Mér finnst það algert lágmark,“ segir Halldór Halldórsson.
Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Sjá meira
Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18