Eltingarleikur lögreglu við neyslu ungmenna sagður fyndinn ef hann væri ekki svona sorglegur Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2015 15:49 Helgi Hrafn segir tölur yfir haldlögð fíkniefni vandræðalegar, Grímur segir bannstefnan engu skila og Pétur reiknast svo til að 82 einstaklingar hafi verið færðir á sakaskrá fyrir innan við 2 grömm að meðaltali. Vísir greindi nú fyrir stundu frá svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar alþingismanns, sem sneri meðal annars að því hversu mikið af fíkniefnum lögreglan hafi gert upptæk á tónlistarhátíðunum Secret Solstice, Sónar og Þjóðhátíð í Eyjum. Flest fíkniefnabrot komu upp á Sónarhátíðinni en fast þar á hæla kemur Þjóðhátíð í Eyjum og Secret Solstice. Fyrirsögn fréttar Vísis er sú að um verulegt magn hafi verið að ræða, en þeir þrír sem Vísir ræddi við í leit að viðbrögðum telja það fráleita nálgun: Hér er um vandræðalega lítið magn að ræða, ekki síst ef miðað er við umfangsmiklar aðgerðirnar sem raunar má telja stórskaðlegar.Helgi Hrafn telur hina opinberu stefnu í vímuefnamálum einkennast af hræsni.Vandræðalegar tölur „Þessar tölur eru næstum því vandræðalegar. Allt þetta umstang og þessi víðtæka innrás í einkalíf fólks leiddi af sér að tveir sölumenn voru böstaðir á einni hátíðinni, enginn á hinum tveimur. Restin samanstendur af neyslubrotum. Tveir dílerar á þremur hátíðum, sem er minna en einn per hátíð að meðaltali,“ segir Helgi Hrafn spurður hvað hann lesi úr svari innanríkisráðherra. „Í allri umræðu um vímuefnamál keppa heilbrigðiskerfið og lögreglan hinsvegar við að hafna því að þau vilji refsa neytendum, en sú orðræða er einfaldlega ekki í neinu samræmi við staðreyndir. Þetta er víst eltingarleikur við neytendur og hann skilar sannanlega litlum sem engum árangri. Það þýðir ekkert fyrir lögregluna að segja að hún targeti ekki neytendur þegar svona staðreyndir blasa við. Það er ekki trúverðugt.“ Píratar hafa barist gegn bann- og refsistefnu í fíknefnamálum og verður ekki betur séð en þessar upplýsingar séu fremur til að herða Helga Hrafn í þeirri afstöðu, en hitt.Grímur telur steríótýpískar aðgerðir lögreglunnar stórskaðlegar.Bannmennska og höft skila engu Grímur Atlason tónleikahaldari og framkvæmdastjóri Iceland Airwaves segist persónulega á móti áfengi og fíkniefnum: „Þau hafa eyðilagt gríðarlega mikið í kringum um mig og er ég þar ekki undanskilinn. En bannmennska og höft hafa engu skilað öðru en svartamarkaði og glæpastarfsemi. Síðan eltir lögreglan steríótýpiskt með miklum tilkostnaði neytendur „ólöglegu“ efnanna á tónlistarhátíðum. Mér segir svo hugur ef lögreglan hefði mætt til Eyja í sumar með jafn marga hunda og menn per höfðatölu og hún gerði á Chillinu í sumar þá væru glæpamennirnir ekki 51 heldur taldir í þúsundum. Er þetta leiðin? Viljum við þetta? Nei er mitt svar. Við gætum allt eins handtekið 10000 manns hverja helgi fyrir lögbrotið ölvun á almanna færi. Afglæpavæðum þessa neyslu og gerum dílerana atvinnulausa. Forræðishyggjan skilar engu.“Pétur hefur hina mestu skömm á þessum aðgerðum.Fjöldi hunda og her lögreglumanna til að skrapa saman þetta lítilræði Pétur Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri á Kópaskeri og nú formaður Snarrótarinnar var að skoða svarið þegar Vísir hafði samband við hann. „Mér reiknast svo til að 82 einstaklingar hafi verið færðir á sakaskrá fyrir innan við 2 grömm að meðaltali. Til þess að skrapa saman þetta lítilræði þurfti her af lögreglumönnum og fjölda hunda,“ segir Pétur og heldur áfram: „Það sem vantar átakanlega í fyrirspurnina, og þar með svarið, er fjöldinn sem leitað var á, hvort sem eitthvað fannst eða fannst ekki. Þeir skipta örugglega hundruðum og þúsundum ef allir eru taldir sem hundarnir þefuðu af. Þetta væri afar fyndið ef þetta væri ekki svona sorglegt. Svar ráðherra sýnir að fíkniefnaeftirlit á tónlistarhátíðum ungs fólks er fyrst og síðast kjarabót fyrir lögreglumenn.“ Tengdar fréttir Veruleg fíkniefnaneysla á hátíðum ársins Flest fíkniefnabrot komu upp á Secret Solstice en þar fast þar á hæla kemur Þjóðhátíð í Eyjum og Sónar. 2. september 2015 14:41 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira
Vísir greindi nú fyrir stundu frá svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar alþingismanns, sem sneri meðal annars að því hversu mikið af fíkniefnum lögreglan hafi gert upptæk á tónlistarhátíðunum Secret Solstice, Sónar og Þjóðhátíð í Eyjum. Flest fíkniefnabrot komu upp á Sónarhátíðinni en fast þar á hæla kemur Þjóðhátíð í Eyjum og Secret Solstice. Fyrirsögn fréttar Vísis er sú að um verulegt magn hafi verið að ræða, en þeir þrír sem Vísir ræddi við í leit að viðbrögðum telja það fráleita nálgun: Hér er um vandræðalega lítið magn að ræða, ekki síst ef miðað er við umfangsmiklar aðgerðirnar sem raunar má telja stórskaðlegar.Helgi Hrafn telur hina opinberu stefnu í vímuefnamálum einkennast af hræsni.Vandræðalegar tölur „Þessar tölur eru næstum því vandræðalegar. Allt þetta umstang og þessi víðtæka innrás í einkalíf fólks leiddi af sér að tveir sölumenn voru böstaðir á einni hátíðinni, enginn á hinum tveimur. Restin samanstendur af neyslubrotum. Tveir dílerar á þremur hátíðum, sem er minna en einn per hátíð að meðaltali,“ segir Helgi Hrafn spurður hvað hann lesi úr svari innanríkisráðherra. „Í allri umræðu um vímuefnamál keppa heilbrigðiskerfið og lögreglan hinsvegar við að hafna því að þau vilji refsa neytendum, en sú orðræða er einfaldlega ekki í neinu samræmi við staðreyndir. Þetta er víst eltingarleikur við neytendur og hann skilar sannanlega litlum sem engum árangri. Það þýðir ekkert fyrir lögregluna að segja að hún targeti ekki neytendur þegar svona staðreyndir blasa við. Það er ekki trúverðugt.“ Píratar hafa barist gegn bann- og refsistefnu í fíknefnamálum og verður ekki betur séð en þessar upplýsingar séu fremur til að herða Helga Hrafn í þeirri afstöðu, en hitt.Grímur telur steríótýpískar aðgerðir lögreglunnar stórskaðlegar.Bannmennska og höft skila engu Grímur Atlason tónleikahaldari og framkvæmdastjóri Iceland Airwaves segist persónulega á móti áfengi og fíkniefnum: „Þau hafa eyðilagt gríðarlega mikið í kringum um mig og er ég þar ekki undanskilinn. En bannmennska og höft hafa engu skilað öðru en svartamarkaði og glæpastarfsemi. Síðan eltir lögreglan steríótýpiskt með miklum tilkostnaði neytendur „ólöglegu“ efnanna á tónlistarhátíðum. Mér segir svo hugur ef lögreglan hefði mætt til Eyja í sumar með jafn marga hunda og menn per höfðatölu og hún gerði á Chillinu í sumar þá væru glæpamennirnir ekki 51 heldur taldir í þúsundum. Er þetta leiðin? Viljum við þetta? Nei er mitt svar. Við gætum allt eins handtekið 10000 manns hverja helgi fyrir lögbrotið ölvun á almanna færi. Afglæpavæðum þessa neyslu og gerum dílerana atvinnulausa. Forræðishyggjan skilar engu.“Pétur hefur hina mestu skömm á þessum aðgerðum.Fjöldi hunda og her lögreglumanna til að skrapa saman þetta lítilræði Pétur Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri á Kópaskeri og nú formaður Snarrótarinnar var að skoða svarið þegar Vísir hafði samband við hann. „Mér reiknast svo til að 82 einstaklingar hafi verið færðir á sakaskrá fyrir innan við 2 grömm að meðaltali. Til þess að skrapa saman þetta lítilræði þurfti her af lögreglumönnum og fjölda hunda,“ segir Pétur og heldur áfram: „Það sem vantar átakanlega í fyrirspurnina, og þar með svarið, er fjöldinn sem leitað var á, hvort sem eitthvað fannst eða fannst ekki. Þeir skipta örugglega hundruðum og þúsundum ef allir eru taldir sem hundarnir þefuðu af. Þetta væri afar fyndið ef þetta væri ekki svona sorglegt. Svar ráðherra sýnir að fíkniefnaeftirlit á tónlistarhátíðum ungs fólks er fyrst og síðast kjarabót fyrir lögreglumenn.“
Tengdar fréttir Veruleg fíkniefnaneysla á hátíðum ársins Flest fíkniefnabrot komu upp á Secret Solstice en þar fast þar á hæla kemur Þjóðhátíð í Eyjum og Sónar. 2. september 2015 14:41 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira
Veruleg fíkniefnaneysla á hátíðum ársins Flest fíkniefnabrot komu upp á Secret Solstice en þar fast þar á hæla kemur Þjóðhátíð í Eyjum og Sónar. 2. september 2015 14:41