Málaskráin skemmdi fyrir: Vitni í sakamáli fékk neikvæða umsögn Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2015 07:00 Katrín Oddsdóttir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt þá ákvörðun ríkislögreglustjóra að veita ungum manni neikvæða umsögn vegna umsóknar hans um aðgang að haftasvæði flugverndar. Maðurinn sótti um aðganginn í tengslum við starf sitt fyrir ISAVIA við flugstjórnar- og flugnám. Umsögn ríkislögreglustjóra var neikvæð með vísan til fyrirliggjandi upplýsinga um manninn úr málaskrá lögreglunnar. Maðurinn var með hreint sakavottorð, en hafði komið við sögu lögreglu, meðal annars sem vitni og við skýrslugjöf. „Þetta er fyrst og fremst staðfesting á því að notkun á málaskrá lögreglu er oft og tíðum því miður mjög vafasöm. Það verður að búa til skýrar reglur um hvað megi geyma þar, hvenær því ber að eyða og með hvaða hætti megi nota það sem þar stendur,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður mannsins. Í dóminum segir að ríkislögreglustjóri hafi á engan hátt rökstutt með hvaða hætti staða mannsins sem vitni í sakamáli gerði það að verkum að umsögnin ætti að vera neikvæð. Staðhæfing lögreglustjórans um að ítrekaðar skráningar í lögreglukerfinu séu almenns eðlis og sýni ekki fram á að tilgreindar skráningar eða upplýsingar um manninn séu til þess fallnar að draga megi í efa hæfi hans til að njóta aðgangs að haftasvæði flugverndar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í mars að því hvort gangskör hafi verið gerð að því að setja ákvæði um eyðingu gagna úr gagnagrunninum og lét þess getið að samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefðu hvorki meira né minna en 19.621 fyrirtæki og 325.003 einstaklingar verið skráðir hjá lögreglu, þar af 19.754 látnir. „Gagnagrunnurinn þarf að vera settur þannig upp að ef einhver kemur að einhverju máli þá safnist ekki upp einhver slóð sem síðan er hægt að nota gegn viðkomandi án samhengis. Ég hef ekki fengið nægilega skýr svör um þetta en ég veit að þetta kerfi er bara ónothæft. Ég hef ítrekað rætt þetta niðri á þingi en svo gerist ekki neitt. Ég mun halda áfram að beita mér fyrir því að þessi mál verði sett í viðunandi horf,“ segir Birgitta. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt þá ákvörðun ríkislögreglustjóra að veita ungum manni neikvæða umsögn vegna umsóknar hans um aðgang að haftasvæði flugverndar. Maðurinn sótti um aðganginn í tengslum við starf sitt fyrir ISAVIA við flugstjórnar- og flugnám. Umsögn ríkislögreglustjóra var neikvæð með vísan til fyrirliggjandi upplýsinga um manninn úr málaskrá lögreglunnar. Maðurinn var með hreint sakavottorð, en hafði komið við sögu lögreglu, meðal annars sem vitni og við skýrslugjöf. „Þetta er fyrst og fremst staðfesting á því að notkun á málaskrá lögreglu er oft og tíðum því miður mjög vafasöm. Það verður að búa til skýrar reglur um hvað megi geyma þar, hvenær því ber að eyða og með hvaða hætti megi nota það sem þar stendur,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður mannsins. Í dóminum segir að ríkislögreglustjóri hafi á engan hátt rökstutt með hvaða hætti staða mannsins sem vitni í sakamáli gerði það að verkum að umsögnin ætti að vera neikvæð. Staðhæfing lögreglustjórans um að ítrekaðar skráningar í lögreglukerfinu séu almenns eðlis og sýni ekki fram á að tilgreindar skráningar eða upplýsingar um manninn séu til þess fallnar að draga megi í efa hæfi hans til að njóta aðgangs að haftasvæði flugverndar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í mars að því hvort gangskör hafi verið gerð að því að setja ákvæði um eyðingu gagna úr gagnagrunninum og lét þess getið að samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefðu hvorki meira né minna en 19.621 fyrirtæki og 325.003 einstaklingar verið skráðir hjá lögreglu, þar af 19.754 látnir. „Gagnagrunnurinn þarf að vera settur þannig upp að ef einhver kemur að einhverju máli þá safnist ekki upp einhver slóð sem síðan er hægt að nota gegn viðkomandi án samhengis. Ég hef ekki fengið nægilega skýr svör um þetta en ég veit að þetta kerfi er bara ónothæft. Ég hef ítrekað rætt þetta niðri á þingi en svo gerist ekki neitt. Ég mun halda áfram að beita mér fyrir því að þessi mál verði sett í viðunandi horf,“ segir Birgitta.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira