Hinsegin dagar hófust í gær Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 09:00 Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, stjórnarmaður Hinsegin daga, Gunnlaugur Bragi gjaldkeri, Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Jón Kjartan Ágústsson varaformaður og Ásta Kristín Benediktsdóttir. Ritari og formaður göngustjórnar máluðu regnboga á Skólavörðustíg. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga, máluðu regnboga á Skólavörðustíginn í gær. Viðburðurinn var hluti af setningarathöfn Hinsegin daga en þeir standa yfir til sunnudags og verður Gleðigangan farin á laugardaginn og er hátíðin nú haldin í sautjánda sinn. „Maður á bara einhvern veginn ekki orð yfir hvað þetta var fallegur og skemmtilegur viðburður. Veðrið gæti ekki hafa verið betra og skemmtilegur hópur af fólki sem kom á staðinn. Dagur í banastuði með okkur og brosandi börn að taka þátt í að mála Skólavörðustíginn,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga, glaður í bragði. Götumálunin er hluti af verkefninu Sumargötur í Reykjavíkurborg og var unnin í samstarfi við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og hófst setningarathöfnin á því að opnuð var sýning á 24 ljósmyndum sem ljósmyndarinn Geirax hefur tekið á ýmsum viðburðum á Hinsegin dögum á síðustu árum. „Við erum bara með tárin í augunum af að sjá þetta rúlla svona fallega af stað, svo maður leyfi sér að vera væminn,“ segir Gunnlaugur, en þetta var í fyrsta sinn sem götumálun er hluti af Hinsegin dögum. „Það er spurning, ég ætla ekki að fara að lofa upp í ermina á mér alveg strax,“ segir hann þegar hann er spurður að því hvort þetta verði mögulega fastur hluti af hátíðarhöldum komandi ára. „Miðað við ánægjuna innan okkar raða með þennan viðburð væri gaman að sjá þetta verða árlegt, hvort sem það væri á Skólavörðustíg eða einhvers staðar annars staðar í miðbænum,“ segir Gunnlaugur að lokum. Nánari upplýsingar um dagskrána má nálgast á vefsíðunni Hinsegindagar.is.Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir frá viðburðinum:Eva María Þórarinsdóttir Lange og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri settu hátíðina.Vísir/VilhelmVeðrið lék við viðstadda í gær þegar regnbogi var málaður á Skólavörðustíg.Vísir/VilhelmÞað gekk vel að mála regnbogann á Skólavörðustíg í gær.Vísir/Vilhelm Hinsegin Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga, máluðu regnboga á Skólavörðustíginn í gær. Viðburðurinn var hluti af setningarathöfn Hinsegin daga en þeir standa yfir til sunnudags og verður Gleðigangan farin á laugardaginn og er hátíðin nú haldin í sautjánda sinn. „Maður á bara einhvern veginn ekki orð yfir hvað þetta var fallegur og skemmtilegur viðburður. Veðrið gæti ekki hafa verið betra og skemmtilegur hópur af fólki sem kom á staðinn. Dagur í banastuði með okkur og brosandi börn að taka þátt í að mála Skólavörðustíginn,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga, glaður í bragði. Götumálunin er hluti af verkefninu Sumargötur í Reykjavíkurborg og var unnin í samstarfi við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og hófst setningarathöfnin á því að opnuð var sýning á 24 ljósmyndum sem ljósmyndarinn Geirax hefur tekið á ýmsum viðburðum á Hinsegin dögum á síðustu árum. „Við erum bara með tárin í augunum af að sjá þetta rúlla svona fallega af stað, svo maður leyfi sér að vera væminn,“ segir Gunnlaugur, en þetta var í fyrsta sinn sem götumálun er hluti af Hinsegin dögum. „Það er spurning, ég ætla ekki að fara að lofa upp í ermina á mér alveg strax,“ segir hann þegar hann er spurður að því hvort þetta verði mögulega fastur hluti af hátíðarhöldum komandi ára. „Miðað við ánægjuna innan okkar raða með þennan viðburð væri gaman að sjá þetta verða árlegt, hvort sem það væri á Skólavörðustíg eða einhvers staðar annars staðar í miðbænum,“ segir Gunnlaugur að lokum. Nánari upplýsingar um dagskrána má nálgast á vefsíðunni Hinsegindagar.is.Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir frá viðburðinum:Eva María Þórarinsdóttir Lange og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri settu hátíðina.Vísir/VilhelmVeðrið lék við viðstadda í gær þegar regnbogi var málaður á Skólavörðustíg.Vísir/VilhelmÞað gekk vel að mála regnbogann á Skólavörðustíg í gær.Vísir/Vilhelm
Hinsegin Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira