Rangt að skólpvatn leki í Þingvallavatn Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2015 08:00 Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir það aulabrandara að leggja til að gestir Þingvalla létti á sér áður en þeir koma. visir/pjetur „Það sem Hilmar Malmquist setur fram í grein sinni og í viðtali við Fréttablaðið í gær er þvættingur,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ólafur vísar þar til aðsendrar greinar Hilmars, forstöðumanns Náttúruminjastofnunar Íslands, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, þar sem hann segir að ráða þurfi bót á fráveitu skólps við Þingvallavatn. Þar sytri skólpvatn úr þróm út í umhverfið og í Þingvallavatn. Niturmagn aukist þannig í vatninu sem kunni að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir allt lífríki vatnsins og hrein- og tærleika þess. „Vísbendingar um þessa þróun í Þingvallavatni eru því miður nú þegar fyrir hendi,“ skrifaði Hilmar. Hilmar lagði til að gestir sem heimsækja garðinn verði hvattir til að létta á sér heima, á hóteli eða í skipi áður en þeir mæta. Ólafur segir málflutning Hilmars spilla ásýnd þjóðgarðsins.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður„Hann hefur ekkert fyrir sér í þessu og engar upplýsingar til að styðja sitt mál. Það sem er rétt er að öllu skólpi og frárennsli er ekið í burtu og fer ekki út í jarðveginn. Einu staðirnir sem það gerist er á tjaldsvæðunum þar sem jarðvegurinn er fimm metra þykkur og þar er fullgildur viðtakari þannig að það leitar ekkert út í Þingvallavatn,“ segir Ólafur. Þjóðgarðsvörður bætir við að allt annað frárennsli í þjóðgarðinum sé keyrt í burtu sem kosti magar milljónir króna. Ólafur segir þær upplýsingar sem Hilmar byggi grein sína á séu margra ára gamlar og ekkert til í þeim. „Hann hefur engar mælingar hjá sér og veit ekkert hversu mikið kemur inn eða fer út.“ Ólafur segir að þjóðgarðurinn hafi verið í forystu um að bæta frárennslismál við Þingvallavatn. „Ekki bara hjá okkur heldur við allt vatnið. Við höfum hvatt til þess að það væri allt lagfært og haft forystu um að fá sveitarfélögin til að taka á þessum málum hjá sumarbústöðum.“ Ólafur segir tillögu Hilmars um að ferðamenn létti á sér fyrir komu í garðinn aulabrandara. „Maður segir ekki fólki að fara á klósettið áður en það fer í ferðalag. Hilmar er vísindamaður sem við höfum stutt mjög rækilega við bakið á og svona aulabrandarar um jafn alvarlegt mál eru mjög óviðeigandi,“ segir Ólafur að lokum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Það sem Hilmar Malmquist setur fram í grein sinni og í viðtali við Fréttablaðið í gær er þvættingur,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ólafur vísar þar til aðsendrar greinar Hilmars, forstöðumanns Náttúruminjastofnunar Íslands, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, þar sem hann segir að ráða þurfi bót á fráveitu skólps við Þingvallavatn. Þar sytri skólpvatn úr þróm út í umhverfið og í Þingvallavatn. Niturmagn aukist þannig í vatninu sem kunni að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir allt lífríki vatnsins og hrein- og tærleika þess. „Vísbendingar um þessa þróun í Þingvallavatni eru því miður nú þegar fyrir hendi,“ skrifaði Hilmar. Hilmar lagði til að gestir sem heimsækja garðinn verði hvattir til að létta á sér heima, á hóteli eða í skipi áður en þeir mæta. Ólafur segir málflutning Hilmars spilla ásýnd þjóðgarðsins.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður„Hann hefur ekkert fyrir sér í þessu og engar upplýsingar til að styðja sitt mál. Það sem er rétt er að öllu skólpi og frárennsli er ekið í burtu og fer ekki út í jarðveginn. Einu staðirnir sem það gerist er á tjaldsvæðunum þar sem jarðvegurinn er fimm metra þykkur og þar er fullgildur viðtakari þannig að það leitar ekkert út í Þingvallavatn,“ segir Ólafur. Þjóðgarðsvörður bætir við að allt annað frárennsli í þjóðgarðinum sé keyrt í burtu sem kosti magar milljónir króna. Ólafur segir þær upplýsingar sem Hilmar byggi grein sína á séu margra ára gamlar og ekkert til í þeim. „Hann hefur engar mælingar hjá sér og veit ekkert hversu mikið kemur inn eða fer út.“ Ólafur segir að þjóðgarðurinn hafi verið í forystu um að bæta frárennslismál við Þingvallavatn. „Ekki bara hjá okkur heldur við allt vatnið. Við höfum hvatt til þess að það væri allt lagfært og haft forystu um að fá sveitarfélögin til að taka á þessum málum hjá sumarbústöðum.“ Ólafur segir tillögu Hilmars um að ferðamenn létti á sér fyrir komu í garðinn aulabrandara. „Maður segir ekki fólki að fara á klósettið áður en það fer í ferðalag. Hilmar er vísindamaður sem við höfum stutt mjög rækilega við bakið á og svona aulabrandarar um jafn alvarlegt mál eru mjög óviðeigandi,“ segir Ólafur að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira