Gestir Þingvalla kasti af sér vatni fyrir komu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2015 07:00 Skólpvatn sytrar úr þróm í þjóðgarðinum út í Þingvallavatn. vísir/Pjetur Forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands segir að bregðast verði strax við álagi á Þingvallavatn vegna skólpvatns sem leitar í vatnið. Hilmar J. Malmquist forstöðumaður leggur til að gestir þjóðgarðsins verði hvattir til að létta á sér heima, á hóteli eða í skipi áður en komið sé á Þingvöll. Þetta skrifar Hilmar í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. „Á meðan ekki er búið að bæta úr ástandinu við salernin þarna, þá er það bara sniðugt fyrir ferðaþjónustuaðila að hvetja gesti sína til þessa. Það þarf að minna á að þetta er þjóðgarður og svæði sem er mjög viðkvæmt,“ segir Hilmar í samtali við Fréttablaðið. Hann segir tillöguna aðallega setta fram til að vekja fólk til vitundar.Einar Á.E. SæmundsenÍ grein Hilmars kemur fram að skólpvatn sytri úr þróm í þjóðgarðinum og á vatnasviði Þingvallavatns. „Vegna þess hve gropin hraun eru víða á svæðinu og lítið um jarðveg á skólpvatnið greiðan aðgang í grunnvatn sem berst fyrr en seinna í Þingvallavatn. Þá er skaðinn skeður.“ Hilmar segist ekki gera sér grein fyrir hversu raunhæf tillaga hans sé en segir þó allt hjálpa til. „Það skiptir raunverulega máli að fólk geri sér grein fyrir hvað er að gerast þarna varðandi þessa úrgangslosun.“ Einar Á.E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins, segir að kerfið sem sjái um skólpið í þjóðgarðinum nái því miður ekki að afkasta því sem í það fer. „En við keyrum seyruna sem verður eftir í burtu að mestu. Niðri við Silfru, niðri við Valhallarreitinn og á þessum viðkvæmustu svæðum erum við að keyra þetta burt.“ Einar segir að það sé í raun aðeins við salernin hjá tjaldsvæðunum og þjónustumiðstöðinni þar sem seyran er ekki keyrð í burtu. „Það er gert ráð fyrir að þessu verði ekið úr öllum salernum sem verða byggð hér úr þessu,“ segir Einar. Hann tekur fram að þessu fylgi ærinn kostnaður. „En það væri náttúrulega yndislegt ef menn gætu haldið í sér meðan þeir fara hérna í gegn,“ segir Einar léttur um tillögu Hilmars. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Sjá meira
Forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands segir að bregðast verði strax við álagi á Þingvallavatn vegna skólpvatns sem leitar í vatnið. Hilmar J. Malmquist forstöðumaður leggur til að gestir þjóðgarðsins verði hvattir til að létta á sér heima, á hóteli eða í skipi áður en komið sé á Þingvöll. Þetta skrifar Hilmar í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. „Á meðan ekki er búið að bæta úr ástandinu við salernin þarna, þá er það bara sniðugt fyrir ferðaþjónustuaðila að hvetja gesti sína til þessa. Það þarf að minna á að þetta er þjóðgarður og svæði sem er mjög viðkvæmt,“ segir Hilmar í samtali við Fréttablaðið. Hann segir tillöguna aðallega setta fram til að vekja fólk til vitundar.Einar Á.E. SæmundsenÍ grein Hilmars kemur fram að skólpvatn sytri úr þróm í þjóðgarðinum og á vatnasviði Þingvallavatns. „Vegna þess hve gropin hraun eru víða á svæðinu og lítið um jarðveg á skólpvatnið greiðan aðgang í grunnvatn sem berst fyrr en seinna í Þingvallavatn. Þá er skaðinn skeður.“ Hilmar segist ekki gera sér grein fyrir hversu raunhæf tillaga hans sé en segir þó allt hjálpa til. „Það skiptir raunverulega máli að fólk geri sér grein fyrir hvað er að gerast þarna varðandi þessa úrgangslosun.“ Einar Á.E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins, segir að kerfið sem sjái um skólpið í þjóðgarðinum nái því miður ekki að afkasta því sem í það fer. „En við keyrum seyruna sem verður eftir í burtu að mestu. Niðri við Silfru, niðri við Valhallarreitinn og á þessum viðkvæmustu svæðum erum við að keyra þetta burt.“ Einar segir að það sé í raun aðeins við salernin hjá tjaldsvæðunum og þjónustumiðstöðinni þar sem seyran er ekki keyrð í burtu. „Það er gert ráð fyrir að þessu verði ekið úr öllum salernum sem verða byggð hér úr þessu,“ segir Einar. Hann tekur fram að þessu fylgi ærinn kostnaður. „En það væri náttúrulega yndislegt ef menn gætu haldið í sér meðan þeir fara hérna í gegn,“ segir Einar léttur um tillögu Hilmars.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Sjá meira