Innlent

Skattakóngur aldrei borgað meira

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Þórður Rafn Sigurðsson er skattakóngurinn í ár.
Þórður Rafn Sigurðsson er skattakóngurinn í ár. Óskar P. Friðriksson
Útgerðarmaðurinn Þórður Rafn Sigurðsson greiddi mest í skatt á Íslandi á síðasta ári og er því skattakóngur ársins eftir að hafa selt útgerð sína, Dala-Rafn, til Ísfélags Vestmannaeyja. Þórður Rafn greiddi alls tæplega 672 milljónir króna í skatt á árinu og er því sá sem greitt hefur hæstu skatta í manna minnum.

Næstmest greiddi Þorsteinn Sigurðsson, kenndur við Stálskip, sem seldi útgerð sína í upphafi síðasta árs.

Aðeins þrjár konur eru á lista yfir þau tuttugu sem mest greiddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×