Sendir úr landi án fyrirvara Snærós Sindradóttir skrifar 24. júlí 2015 07:00 Þrettán lögreglumenn fylgdu hópnum með flugi frá landinu. FRONTEX greiðir fyrir gistingu þeirra ytra. Sjö albanskir hælisleitendur, þar af þriggja manna fjölskylda, voru fluttir aftur til Albaníu með flugi á miðvikudagskvöld. Flugvél var leigð undir flutninginn. „Minn umbjóðandi fékk ekki að vita þetta fyrr en honum var birt niðurstaða kærunefndar útlendingamála. Við vorum boðuð þangað með klukkutíma fyrirvara,“ segir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður eins mannsins. Maðurinn hafði verið hér á landi í tæpt ár. Manninum var synjað um frestun réttaráhrifa og handtekinn á staðnum. Honum var greint frá því að þá um kvöldið yrði flogið með hann aftur til heimalands hans, Albaníu. „Minn umbjóðandi var handtekinn því þeir treystu því ekki að hann skilaði sér í flugið.“ Kolbrún heldur að allir albönsku hælisleitendurnir sem voru staddir hér á landi hafi verið fluttir samtímis með fluginu. „Ég hef á tilfinningunni að kærunefnd útlendingamála hafi flýtt sér að græja öll málin svo hægt væri að safna þeim öllum saman í eina vél.“Kolbrún GarðarsdóttirInnanríkisráðuneytið og Útlendingastofnun óskuðu eftir því að embætti ríkislögreglustjóra sæi um flutning hælisleitendanna. Frávísunin var unnin í samstarfi við FRONTEX, landamærastofnun Evrópusambandsins. Flogið var með fólkið frá Litháen og þaðan til borgarinnar Dusseldorf í Þýskalandi. Þaðan var svo flogið með fólkið til Tirana, höfuðborgar Albaníu. FRONTEX greiðir að fullu kostnaðinn af því að leigja flugvél fyrir hópinn. Aðgerðin var skipulögð af spænsku lögreglunni sem heldur utan um, fyrir hönd FRONTEX, samvinnu á milli ríkja sem vilja vísa fólki frá og senda til sama lands. Spánn leggur út fyrir kostnaðinum en FRONTEX endurgreiðir þann kostnað að endingu. Eins og áður segir voru Albanarnir sjö. Fjórir einstaklingar voru í hópnum og svo þriggja manna fjölskylda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var um að ræða foreldra og barn. Með hópnum fóru þrettán íslenskir lögreglumenn, frá þremur lögregluembættum, sem sjá til þess að hópurinn komist á leiðarenda. Landamærastofnun Evrópusambandsins greiðir allan kostnað við hótelgistingu lögreglumannanna erlendis. Fréttir af flugi Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sjá meira
Sjö albanskir hælisleitendur, þar af þriggja manna fjölskylda, voru fluttir aftur til Albaníu með flugi á miðvikudagskvöld. Flugvél var leigð undir flutninginn. „Minn umbjóðandi fékk ekki að vita þetta fyrr en honum var birt niðurstaða kærunefndar útlendingamála. Við vorum boðuð þangað með klukkutíma fyrirvara,“ segir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður eins mannsins. Maðurinn hafði verið hér á landi í tæpt ár. Manninum var synjað um frestun réttaráhrifa og handtekinn á staðnum. Honum var greint frá því að þá um kvöldið yrði flogið með hann aftur til heimalands hans, Albaníu. „Minn umbjóðandi var handtekinn því þeir treystu því ekki að hann skilaði sér í flugið.“ Kolbrún heldur að allir albönsku hælisleitendurnir sem voru staddir hér á landi hafi verið fluttir samtímis með fluginu. „Ég hef á tilfinningunni að kærunefnd útlendingamála hafi flýtt sér að græja öll málin svo hægt væri að safna þeim öllum saman í eina vél.“Kolbrún GarðarsdóttirInnanríkisráðuneytið og Útlendingastofnun óskuðu eftir því að embætti ríkislögreglustjóra sæi um flutning hælisleitendanna. Frávísunin var unnin í samstarfi við FRONTEX, landamærastofnun Evrópusambandsins. Flogið var með fólkið frá Litháen og þaðan til borgarinnar Dusseldorf í Þýskalandi. Þaðan var svo flogið með fólkið til Tirana, höfuðborgar Albaníu. FRONTEX greiðir að fullu kostnaðinn af því að leigja flugvél fyrir hópinn. Aðgerðin var skipulögð af spænsku lögreglunni sem heldur utan um, fyrir hönd FRONTEX, samvinnu á milli ríkja sem vilja vísa fólki frá og senda til sama lands. Spánn leggur út fyrir kostnaðinum en FRONTEX endurgreiðir þann kostnað að endingu. Eins og áður segir voru Albanarnir sjö. Fjórir einstaklingar voru í hópnum og svo þriggja manna fjölskylda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var um að ræða foreldra og barn. Með hópnum fóru þrettán íslenskir lögreglumenn, frá þremur lögregluembættum, sem sjá til þess að hópurinn komist á leiðarenda. Landamærastofnun Evrópusambandsins greiðir allan kostnað við hótelgistingu lögreglumannanna erlendis.
Fréttir af flugi Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sjá meira