Hótelstjóri á Fáskrúðsfirði ósáttur við útleigu Minjaverndar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. júlí 2015 07:00 Eigandi Hótel Bjargs hefur áhyggjur af samkeppninni við Fosshótel. Mynd/aðsent „Þeir byggðu fyrir skömmu Franska spítalann, ég hef ekkert nema gott um það að segja, og þau eru með hótelaðstöðu þarna, eru með 28 herbergi eða svo. En núna frétti ég að því að þau eru að bæta við 20 eða 40 herbergjum í viðbyggingu sem bætist við þetta,“ segir Karvel Ögmundsson, eigandi Hótel Bjargs á Fáskrúðsfirði. Hótel Bjarg skammt frá hóteli Fosshótela í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði. Karvel er ósáttur við að Minjavernd, sem byggði Franska spítalann, skuli leigja gistiaðstöðu hússins til Fosshótela.Karvel Ögmundsson„Minjavernd er að byggja þetta og Fosshótel er að leigja af þeim. Svo sáu þeir fram á það að Franski spítalinn væri of lítill með 28 herbergi og Minjavernd ákveður að gera þetta stærra. Og það er það sem ég er ósáttur við; að þeir eru komnir út í beina samkeppni við mig.“ Karvel segir erfitt að standa í samkeppni og að ekki bæti úr skák að Fjarðabyggð skuli leigja hluta Franska spítalans, sem safn sem trekki ferðamenn að Fosshótelum. „Það er mun minni velta í ár en í fyrra og ég er meira að segja búinn að lækka verðið til að vera samkeppnishæfur. Ef þetta heldur svona áfram er ég bara búinn að vera,“ segir Karvel.Þorsteinn Bergsson„Minjavernd hefur nú aldeilis leigt húsnæði út og suður og hefur gert það í yfir 30 ár,“ segir Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar. „Hún lifir á því að leigja út húsnæði bæði í Reykjavík og úti á landi.“ Minjavernd er ekki á fjárhagslegu framfæri ríkisins né Reykjavíkurborgar þó að þessir aðilar séu hvor um sig eigendur að Minjavernd. Spurður út í það hvort Minjavernd stundi opin útboð við útleigu á húsnæðum sínum segir Þorsteinn að allur gangur sé á því. Íslandshótel, sem eru eigandi Fosshótela, hafi reynst vel. „Minjavernd hefur átt ágætt samstarf við eigendur Íslandshótela. Þegar þessi hugsun kemur upp austur á landi þá var það einfalt mál. Það var enginn annar sem hafði áhuga á að reka hótel á þeim tíma á þeim stað. Við eigum alveg prýðisgóða sögu með Íslandshótelum.“ Þorsteinn segir að kynning á Franska spítalanum hafi farið fram innan Fjarðabyggðar löngu áður en gengið var til samninga við Fosshótel. „Þannig að ef aðrir hefðu haft áhuga þá hefðu þeir getað látið í sér heyra.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Sjá meira
„Þeir byggðu fyrir skömmu Franska spítalann, ég hef ekkert nema gott um það að segja, og þau eru með hótelaðstöðu þarna, eru með 28 herbergi eða svo. En núna frétti ég að því að þau eru að bæta við 20 eða 40 herbergjum í viðbyggingu sem bætist við þetta,“ segir Karvel Ögmundsson, eigandi Hótel Bjargs á Fáskrúðsfirði. Hótel Bjarg skammt frá hóteli Fosshótela í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði. Karvel er ósáttur við að Minjavernd, sem byggði Franska spítalann, skuli leigja gistiaðstöðu hússins til Fosshótela.Karvel Ögmundsson„Minjavernd er að byggja þetta og Fosshótel er að leigja af þeim. Svo sáu þeir fram á það að Franski spítalinn væri of lítill með 28 herbergi og Minjavernd ákveður að gera þetta stærra. Og það er það sem ég er ósáttur við; að þeir eru komnir út í beina samkeppni við mig.“ Karvel segir erfitt að standa í samkeppni og að ekki bæti úr skák að Fjarðabyggð skuli leigja hluta Franska spítalans, sem safn sem trekki ferðamenn að Fosshótelum. „Það er mun minni velta í ár en í fyrra og ég er meira að segja búinn að lækka verðið til að vera samkeppnishæfur. Ef þetta heldur svona áfram er ég bara búinn að vera,“ segir Karvel.Þorsteinn Bergsson„Minjavernd hefur nú aldeilis leigt húsnæði út og suður og hefur gert það í yfir 30 ár,“ segir Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar. „Hún lifir á því að leigja út húsnæði bæði í Reykjavík og úti á landi.“ Minjavernd er ekki á fjárhagslegu framfæri ríkisins né Reykjavíkurborgar þó að þessir aðilar séu hvor um sig eigendur að Minjavernd. Spurður út í það hvort Minjavernd stundi opin útboð við útleigu á húsnæðum sínum segir Þorsteinn að allur gangur sé á því. Íslandshótel, sem eru eigandi Fosshótela, hafi reynst vel. „Minjavernd hefur átt ágætt samstarf við eigendur Íslandshótela. Þegar þessi hugsun kemur upp austur á landi þá var það einfalt mál. Það var enginn annar sem hafði áhuga á að reka hótel á þeim tíma á þeim stað. Við eigum alveg prýðisgóða sögu með Íslandshótelum.“ Þorsteinn segir að kynning á Franska spítalanum hafi farið fram innan Fjarðabyggðar löngu áður en gengið var til samninga við Fosshótel. „Þannig að ef aðrir hefðu haft áhuga þá hefðu þeir getað látið í sér heyra.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Sjá meira