Leitar tækifæra í Úsbekistan Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júlí 2015 08:00 Forseti Lokomotiv Tashkent sýnir Grétari Rafni aðstæður hjá félaginu. mynd/heimasíða lokomotiv Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í fótbolta, sagði ekki skilið við íþróttina þegar hann þurfti að hætta vegna meiðsla fyrir tveimur árum. Hann ákvað að skipta út treyjunni fyrir jakkaföt og takkaskónum fyrir lakkskó og vera áfram í boltanum – hinum megin við borðið. Hann útskrifaðist úr fótboltastjórnunarskóla Johans Cruyff í Hollandi, tók starfsnám hjá gamla liðinu sínu AZ Alkmaar og var svo ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá enska C-deildarliðinu Fleetwood Town fyrr á árinu.Evrópska leiðin „Ég gerði kynningu sem ég kynnti svo fyrir félaginu fyrir rétt rúmu ári þegar ég var í náminu. Ég útskýrði hvað ég vildi gera og hver mínar áætlanir væru. Mig langaði að fara evrópsku leiðina á Englandi þar sem knattspyrnustjórar vanalega ráða öllu. Svona starf eins og ég er í hefur oft verið litið hornauga,“ segir Grétar Rafn í viðtali við Fréttablaðið. „Eigandi liðsins [Andrew Pilley, ríkur viðskiptajöfur, innsk. blm] er mikill aðdáandi þess að fara óhefðbundnar leiðir. Fleetwood er frábær vettvangur til að starfa á, því hér er mikill uppgangur og mikill metnaður. Þetta er líka starf sem ég stefndi á,“ segir Grétar.Munur á liði og félagi Uppgangur Fleetwood hefur verið hraður á síðustu árum, en liðið var í utandeildinni fyrir fjórum árum. Það fór upp um tvær deildir á tveimur árum og stóð sig svo mjög vel sem nýliði í C-deildinni á síðustu leiktíð þar sem það hafnaði í 10. sæti. „Metnaður þessa félags passar mjög vel við það sem mig langar að gera. Hér er verið að byggja sjö milljóna punda æfingasvæði og eigandinn á hótel þar sem ungir leikmenn sem koma til okkar gista með fjölskyldu. Þótt við séum lítið félag í C-deild er mikill uppgangur,“ segir Grétar Rafn. Þar sem bakvörðurinn fyrrverandi var einnig leikmaður þekkir hann vel til þeim megin og veit hvað þarf til að lifa af í þessum harða fótboltabransa. „Fótboltalið og fótboltafélag er tvennt ólíkt þótt aðalatriðið sé alltaf að vinna leiki. Ef þú vinnur ekki leiki skiptir ekkert annað máli. Þó getur verið með mesta skipulagið og allt flottast á bak við tjöldin en ef liðið vinnur ekki leiki er félagið lélegt. En svo geturðu verið með allt í rúst á bak við liðið en unnið leiki og þá skiptir það engu máli. Við viljum gera Fleetwood að sjálfbæru fótboltafélagi og því þarf þetta allt að haldast í hendur,“ segir hann.Samningur í Úsbekistan Grétar Rafn fór í langa ferð frá Englandi til Úsbekistan í síðustu viku þar sem hann var að ganga frá samstarfssamningi við félagið Lokomotiv Tashkent. Félagið er í eigu járnbrautarlestafyrirtækis ríkisins og hafnaði í öðru sæti í deildinni á síðustu leiktíð. „Þetta tengist viðskiptamöguleikum okkar sem og fótboltanum. Við skoðuðum aðstæður þarna og einnig munum við skiptast á upplýsingum og þekkingu og væntanlega fara í æfingaferðalag þangað í framtíðinni,“ segir Grétar Rafn.Samstarfið kynnt Grétar Rafn ásamt forráðamönnum Lokomotiv og framkvæmdastjóra Fleetwood á blaðamannafundi í Úsbekistan. mynd/heimasíða lokomotivHann tók með sér tvo unga leikmenn liðsins heim sem munu æfa með varaliði Fleetwood og spila með varaliðinu. Þeir gista á hóteli eigandans með fjölskyldu og hafa það því gott á erlendri grundu. „Þarna er spilaður hörkufótbolti. Þetta er lið sem er að spila í Meistaradeildinni í Asíu og uppgangur landsliðsins er mikill. Svo munum við kannski í framtíðinni vera þarna með alþjóðlegan fótboltaskóla eins og ég hef verið með heima á Siglufirði og á Akureyri. Þar kannski getum við búið til einstakt prógramm þar sem því besta frá Englandi og Asíu er blandað saman,“ segir Grétar Rafn.Bítast um sömu bitana En af hverju Úsbekistan af öllum stöðum? Jú, þegar lítið félag eins og Fleetwood er með upp undir 20 þekkt félög á Englandi í öllum deildum í kringum sig; lið á borð við Blackpool, Blackburn, Wigan, Bolton, Liverpool, Everton og Manchester-liðin, þarf að hugsa út fyrir kassann. „Við erum öll að keppast um sömu hlutina; stuðningsmenn, leikmenn og styrktaraðila. Mörg þessara stóru félaga fara í kynningar- og æfingaferðir út í heim þar sem fólk kemur að sjá þau og vonandi að finna styrktaraðila,“ segir Grétar Rafn og heldur áfram: „Þetta er ekki að fara að gerast fyrir okkur á Indlandi eða í Kína eða Japan þannig að við þurfum að finna markað sem tekur á móti okkur og vill vinna með okkur. Það kostar mikinn pening að byggja upp fótboltafélag og því þurfum við á góðu fólki og góðum styrktaraðilum að halda. Við verðum að leita inn á aðra markaði og vonandi getur þetta hjálpað okkur til frambúðar,“ segir Grétar Rafn. Gallinn, segir hann, auðvitað vera að Úsbekistan er langt í burtu. „Að því sögðu er þetta heillandi og kannski ekki markaður sem aðrir nenna að fara inn á. Þetta getur líka verið heillandi fyrir okkar leikmenn,“ segir Grétar Rafn Steinsson. Enski boltinn Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira
Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í fótbolta, sagði ekki skilið við íþróttina þegar hann þurfti að hætta vegna meiðsla fyrir tveimur árum. Hann ákvað að skipta út treyjunni fyrir jakkaföt og takkaskónum fyrir lakkskó og vera áfram í boltanum – hinum megin við borðið. Hann útskrifaðist úr fótboltastjórnunarskóla Johans Cruyff í Hollandi, tók starfsnám hjá gamla liðinu sínu AZ Alkmaar og var svo ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá enska C-deildarliðinu Fleetwood Town fyrr á árinu.Evrópska leiðin „Ég gerði kynningu sem ég kynnti svo fyrir félaginu fyrir rétt rúmu ári þegar ég var í náminu. Ég útskýrði hvað ég vildi gera og hver mínar áætlanir væru. Mig langaði að fara evrópsku leiðina á Englandi þar sem knattspyrnustjórar vanalega ráða öllu. Svona starf eins og ég er í hefur oft verið litið hornauga,“ segir Grétar Rafn í viðtali við Fréttablaðið. „Eigandi liðsins [Andrew Pilley, ríkur viðskiptajöfur, innsk. blm] er mikill aðdáandi þess að fara óhefðbundnar leiðir. Fleetwood er frábær vettvangur til að starfa á, því hér er mikill uppgangur og mikill metnaður. Þetta er líka starf sem ég stefndi á,“ segir Grétar.Munur á liði og félagi Uppgangur Fleetwood hefur verið hraður á síðustu árum, en liðið var í utandeildinni fyrir fjórum árum. Það fór upp um tvær deildir á tveimur árum og stóð sig svo mjög vel sem nýliði í C-deildinni á síðustu leiktíð þar sem það hafnaði í 10. sæti. „Metnaður þessa félags passar mjög vel við það sem mig langar að gera. Hér er verið að byggja sjö milljóna punda æfingasvæði og eigandinn á hótel þar sem ungir leikmenn sem koma til okkar gista með fjölskyldu. Þótt við séum lítið félag í C-deild er mikill uppgangur,“ segir Grétar Rafn. Þar sem bakvörðurinn fyrrverandi var einnig leikmaður þekkir hann vel til þeim megin og veit hvað þarf til að lifa af í þessum harða fótboltabransa. „Fótboltalið og fótboltafélag er tvennt ólíkt þótt aðalatriðið sé alltaf að vinna leiki. Ef þú vinnur ekki leiki skiptir ekkert annað máli. Þó getur verið með mesta skipulagið og allt flottast á bak við tjöldin en ef liðið vinnur ekki leiki er félagið lélegt. En svo geturðu verið með allt í rúst á bak við liðið en unnið leiki og þá skiptir það engu máli. Við viljum gera Fleetwood að sjálfbæru fótboltafélagi og því þarf þetta allt að haldast í hendur,“ segir hann.Samningur í Úsbekistan Grétar Rafn fór í langa ferð frá Englandi til Úsbekistan í síðustu viku þar sem hann var að ganga frá samstarfssamningi við félagið Lokomotiv Tashkent. Félagið er í eigu járnbrautarlestafyrirtækis ríkisins og hafnaði í öðru sæti í deildinni á síðustu leiktíð. „Þetta tengist viðskiptamöguleikum okkar sem og fótboltanum. Við skoðuðum aðstæður þarna og einnig munum við skiptast á upplýsingum og þekkingu og væntanlega fara í æfingaferðalag þangað í framtíðinni,“ segir Grétar Rafn.Samstarfið kynnt Grétar Rafn ásamt forráðamönnum Lokomotiv og framkvæmdastjóra Fleetwood á blaðamannafundi í Úsbekistan. mynd/heimasíða lokomotivHann tók með sér tvo unga leikmenn liðsins heim sem munu æfa með varaliði Fleetwood og spila með varaliðinu. Þeir gista á hóteli eigandans með fjölskyldu og hafa það því gott á erlendri grundu. „Þarna er spilaður hörkufótbolti. Þetta er lið sem er að spila í Meistaradeildinni í Asíu og uppgangur landsliðsins er mikill. Svo munum við kannski í framtíðinni vera þarna með alþjóðlegan fótboltaskóla eins og ég hef verið með heima á Siglufirði og á Akureyri. Þar kannski getum við búið til einstakt prógramm þar sem því besta frá Englandi og Asíu er blandað saman,“ segir Grétar Rafn.Bítast um sömu bitana En af hverju Úsbekistan af öllum stöðum? Jú, þegar lítið félag eins og Fleetwood er með upp undir 20 þekkt félög á Englandi í öllum deildum í kringum sig; lið á borð við Blackpool, Blackburn, Wigan, Bolton, Liverpool, Everton og Manchester-liðin, þarf að hugsa út fyrir kassann. „Við erum öll að keppast um sömu hlutina; stuðningsmenn, leikmenn og styrktaraðila. Mörg þessara stóru félaga fara í kynningar- og æfingaferðir út í heim þar sem fólk kemur að sjá þau og vonandi að finna styrktaraðila,“ segir Grétar Rafn og heldur áfram: „Þetta er ekki að fara að gerast fyrir okkur á Indlandi eða í Kína eða Japan þannig að við þurfum að finna markað sem tekur á móti okkur og vill vinna með okkur. Það kostar mikinn pening að byggja upp fótboltafélag og því þurfum við á góðu fólki og góðum styrktaraðilum að halda. Við verðum að leita inn á aðra markaði og vonandi getur þetta hjálpað okkur til frambúðar,“ segir Grétar Rafn. Gallinn, segir hann, auðvitað vera að Úsbekistan er langt í burtu. „Að því sögðu er þetta heillandi og kannski ekki markaður sem aðrir nenna að fara inn á. Þetta getur líka verið heillandi fyrir okkar leikmenn,“ segir Grétar Rafn Steinsson.
Enski boltinn Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira