Nýr flugvöllur í Hvassahrauni gæti tekið við millilandaflugi Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. júní 2015 07:00 Skýrslan kynnt. Ragna Árnadóttir sagði á fundinum að Hvassahraun hefði meiri þróunarmöguleika en önnur svæði. fréttablaðið/ernir samgöngurEin stærsta forsendan fyrir því að stýrihópur um könnun á flugvallarkostum á höfuðborgarsvæðinu mælir með því að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð næsta vetur er að hópurinn telur það svæði hafa meiri þróunarmöguleika en aðrir kostir sem skoðaðir voru. Þetta kom fram í máli Rögnu Árnadóttur, formanns hópsins, í gær. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins gæti þetta þýtt að millilandaflug verði flutt úr Keflavík og í Hvassahraun. Millilandaflugið yrði þá flutt nær höfuðborginni þótt innanlandsflugið yrði fært úr henni. Ólöf Nordal, ráðherra samgöngumála, segir að sá möguleiki að hætta við fyrirhugaða uppbyggingu flugvallarins í Keflavík hafi ekki verið ræddur. Skipulagsvaldið í Vatnsmýrinni liggur hjá Reykjavíkurborg. Nýr flugvöllur yrði aftur á móti varla byggður án aðkomu ríkissjóðs. Tillögur nefndarinnar mælast mjög misjafnlega fyrir á meðal alþingismanna, en það eru þeir sem fara með fjárveitingarvaldið. „Mér finnst óskiljanlegt að þessi tillaga hafi komið fram,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála. Hún segir að betur hefði farið á því að skoða þann möguleika að hafa flugvöllinn í Reykjavík. „Fyrst verið er að fara alla leið til Voga á Vatnsleysuströnd þá hefði mér þótt nefndin geta skoðað þann möguleika að fara með innanlandsflugið til Keflavíkur. En ég tek sérstaklega fram að ég er enginn sérstakur talsmaður þess,“ segir Ragnheiður Elín. En ef ákveðið yrði að innanlandsflugið færi úr Vatnsmýrinni þá væri Keflavík að hennar mati eini raunhæfi möguleikinn, vegna kostnaðarins og þeirrar aðstöðu sem þegar er í Keflavík. Á Facebook-síðu sinni sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra að ekki kæmi til að ríkið greiddi 22 milljarða kostnað fyrir uppbyggingu nýs flugvallar. Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar Alþingis, og Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, eru sammála um að ekki náist pólitísk samstaða um það í þinginu að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. „Ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því að byggja nýjan flugvöll fyrir meira en 25 milljarða króna, ekki svo langt frá öðrum alþjóðaflugvelli,“ segir Höskuldur í samtali við Fréttablaðið. Það sé tímasóun að velta þessum möguleika fyrir sér. „Ég er nú ekki bjartsýnn á að það náist samstaða um þessa lendingu flugvallarmálsins,“ segir Róbert Marshall, fulltrúi Bjartrar framtíðar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Hann leggur áherslu á að ákvörðunin um framtíðarstaðsetningu flugvallarins verði vönduð. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir of snemmt að spá um það hvort einhver sátt geti náðst um málið á Alþingi. „Mér finnst mikilvægt að við byggjum á þessari vinnu, að sveitarfélögin, Alþingi og ráðuneytin setjist yfir þetta og geri tillögur að næstu skrefum.“ Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lögregla leitar manns Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira
samgöngurEin stærsta forsendan fyrir því að stýrihópur um könnun á flugvallarkostum á höfuðborgarsvæðinu mælir með því að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð næsta vetur er að hópurinn telur það svæði hafa meiri þróunarmöguleika en aðrir kostir sem skoðaðir voru. Þetta kom fram í máli Rögnu Árnadóttur, formanns hópsins, í gær. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins gæti þetta þýtt að millilandaflug verði flutt úr Keflavík og í Hvassahraun. Millilandaflugið yrði þá flutt nær höfuðborginni þótt innanlandsflugið yrði fært úr henni. Ólöf Nordal, ráðherra samgöngumála, segir að sá möguleiki að hætta við fyrirhugaða uppbyggingu flugvallarins í Keflavík hafi ekki verið ræddur. Skipulagsvaldið í Vatnsmýrinni liggur hjá Reykjavíkurborg. Nýr flugvöllur yrði aftur á móti varla byggður án aðkomu ríkissjóðs. Tillögur nefndarinnar mælast mjög misjafnlega fyrir á meðal alþingismanna, en það eru þeir sem fara með fjárveitingarvaldið. „Mér finnst óskiljanlegt að þessi tillaga hafi komið fram,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála. Hún segir að betur hefði farið á því að skoða þann möguleika að hafa flugvöllinn í Reykjavík. „Fyrst verið er að fara alla leið til Voga á Vatnsleysuströnd þá hefði mér þótt nefndin geta skoðað þann möguleika að fara með innanlandsflugið til Keflavíkur. En ég tek sérstaklega fram að ég er enginn sérstakur talsmaður þess,“ segir Ragnheiður Elín. En ef ákveðið yrði að innanlandsflugið færi úr Vatnsmýrinni þá væri Keflavík að hennar mati eini raunhæfi möguleikinn, vegna kostnaðarins og þeirrar aðstöðu sem þegar er í Keflavík. Á Facebook-síðu sinni sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra að ekki kæmi til að ríkið greiddi 22 milljarða kostnað fyrir uppbyggingu nýs flugvallar. Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar Alþingis, og Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, eru sammála um að ekki náist pólitísk samstaða um það í þinginu að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. „Ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því að byggja nýjan flugvöll fyrir meira en 25 milljarða króna, ekki svo langt frá öðrum alþjóðaflugvelli,“ segir Höskuldur í samtali við Fréttablaðið. Það sé tímasóun að velta þessum möguleika fyrir sér. „Ég er nú ekki bjartsýnn á að það náist samstaða um þessa lendingu flugvallarmálsins,“ segir Róbert Marshall, fulltrúi Bjartrar framtíðar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Hann leggur áherslu á að ákvörðunin um framtíðarstaðsetningu flugvallarins verði vönduð. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir of snemmt að spá um það hvort einhver sátt geti náðst um málið á Alþingi. „Mér finnst mikilvægt að við byggjum á þessari vinnu, að sveitarfélögin, Alþingi og ráðuneytin setjist yfir þetta og geri tillögur að næstu skrefum.“
Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lögregla leitar manns Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira