Nýr flugvöllur í Hvassahrauni gæti tekið við millilandaflugi Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. júní 2015 07:00 Skýrslan kynnt. Ragna Árnadóttir sagði á fundinum að Hvassahraun hefði meiri þróunarmöguleika en önnur svæði. fréttablaðið/ernir samgöngurEin stærsta forsendan fyrir því að stýrihópur um könnun á flugvallarkostum á höfuðborgarsvæðinu mælir með því að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð næsta vetur er að hópurinn telur það svæði hafa meiri þróunarmöguleika en aðrir kostir sem skoðaðir voru. Þetta kom fram í máli Rögnu Árnadóttur, formanns hópsins, í gær. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins gæti þetta þýtt að millilandaflug verði flutt úr Keflavík og í Hvassahraun. Millilandaflugið yrði þá flutt nær höfuðborginni þótt innanlandsflugið yrði fært úr henni. Ólöf Nordal, ráðherra samgöngumála, segir að sá möguleiki að hætta við fyrirhugaða uppbyggingu flugvallarins í Keflavík hafi ekki verið ræddur. Skipulagsvaldið í Vatnsmýrinni liggur hjá Reykjavíkurborg. Nýr flugvöllur yrði aftur á móti varla byggður án aðkomu ríkissjóðs. Tillögur nefndarinnar mælast mjög misjafnlega fyrir á meðal alþingismanna, en það eru þeir sem fara með fjárveitingarvaldið. „Mér finnst óskiljanlegt að þessi tillaga hafi komið fram,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála. Hún segir að betur hefði farið á því að skoða þann möguleika að hafa flugvöllinn í Reykjavík. „Fyrst verið er að fara alla leið til Voga á Vatnsleysuströnd þá hefði mér þótt nefndin geta skoðað þann möguleika að fara með innanlandsflugið til Keflavíkur. En ég tek sérstaklega fram að ég er enginn sérstakur talsmaður þess,“ segir Ragnheiður Elín. En ef ákveðið yrði að innanlandsflugið færi úr Vatnsmýrinni þá væri Keflavík að hennar mati eini raunhæfi möguleikinn, vegna kostnaðarins og þeirrar aðstöðu sem þegar er í Keflavík. Á Facebook-síðu sinni sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra að ekki kæmi til að ríkið greiddi 22 milljarða kostnað fyrir uppbyggingu nýs flugvallar. Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar Alþingis, og Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, eru sammála um að ekki náist pólitísk samstaða um það í þinginu að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. „Ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því að byggja nýjan flugvöll fyrir meira en 25 milljarða króna, ekki svo langt frá öðrum alþjóðaflugvelli,“ segir Höskuldur í samtali við Fréttablaðið. Það sé tímasóun að velta þessum möguleika fyrir sér. „Ég er nú ekki bjartsýnn á að það náist samstaða um þessa lendingu flugvallarmálsins,“ segir Róbert Marshall, fulltrúi Bjartrar framtíðar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Hann leggur áherslu á að ákvörðunin um framtíðarstaðsetningu flugvallarins verði vönduð. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir of snemmt að spá um það hvort einhver sátt geti náðst um málið á Alþingi. „Mér finnst mikilvægt að við byggjum á þessari vinnu, að sveitarfélögin, Alþingi og ráðuneytin setjist yfir þetta og geri tillögur að næstu skrefum.“ Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
samgöngurEin stærsta forsendan fyrir því að stýrihópur um könnun á flugvallarkostum á höfuðborgarsvæðinu mælir með því að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð næsta vetur er að hópurinn telur það svæði hafa meiri þróunarmöguleika en aðrir kostir sem skoðaðir voru. Þetta kom fram í máli Rögnu Árnadóttur, formanns hópsins, í gær. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins gæti þetta þýtt að millilandaflug verði flutt úr Keflavík og í Hvassahraun. Millilandaflugið yrði þá flutt nær höfuðborginni þótt innanlandsflugið yrði fært úr henni. Ólöf Nordal, ráðherra samgöngumála, segir að sá möguleiki að hætta við fyrirhugaða uppbyggingu flugvallarins í Keflavík hafi ekki verið ræddur. Skipulagsvaldið í Vatnsmýrinni liggur hjá Reykjavíkurborg. Nýr flugvöllur yrði aftur á móti varla byggður án aðkomu ríkissjóðs. Tillögur nefndarinnar mælast mjög misjafnlega fyrir á meðal alþingismanna, en það eru þeir sem fara með fjárveitingarvaldið. „Mér finnst óskiljanlegt að þessi tillaga hafi komið fram,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála. Hún segir að betur hefði farið á því að skoða þann möguleika að hafa flugvöllinn í Reykjavík. „Fyrst verið er að fara alla leið til Voga á Vatnsleysuströnd þá hefði mér þótt nefndin geta skoðað þann möguleika að fara með innanlandsflugið til Keflavíkur. En ég tek sérstaklega fram að ég er enginn sérstakur talsmaður þess,“ segir Ragnheiður Elín. En ef ákveðið yrði að innanlandsflugið færi úr Vatnsmýrinni þá væri Keflavík að hennar mati eini raunhæfi möguleikinn, vegna kostnaðarins og þeirrar aðstöðu sem þegar er í Keflavík. Á Facebook-síðu sinni sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra að ekki kæmi til að ríkið greiddi 22 milljarða kostnað fyrir uppbyggingu nýs flugvallar. Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar Alþingis, og Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, eru sammála um að ekki náist pólitísk samstaða um það í þinginu að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. „Ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því að byggja nýjan flugvöll fyrir meira en 25 milljarða króna, ekki svo langt frá öðrum alþjóðaflugvelli,“ segir Höskuldur í samtali við Fréttablaðið. Það sé tímasóun að velta þessum möguleika fyrir sér. „Ég er nú ekki bjartsýnn á að það náist samstaða um þessa lendingu flugvallarmálsins,“ segir Róbert Marshall, fulltrúi Bjartrar framtíðar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Hann leggur áherslu á að ákvörðunin um framtíðarstaðsetningu flugvallarins verði vönduð. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir of snemmt að spá um það hvort einhver sátt geti náðst um málið á Alþingi. „Mér finnst mikilvægt að við byggjum á þessari vinnu, að sveitarfélögin, Alþingi og ráðuneytin setjist yfir þetta og geri tillögur að næstu skrefum.“
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira