Ísland eftirbátur í málefnum fatlaðra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. júní 2015 07:00 Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks tekur á málum fatlaðra sem mannréttindamáli frekar en velferðarmáli. Fréttablaðið/Anton „Ég hef tekið dæmi af setningarhátíð 17. júní á Austurvelli,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, um þá mismunun sem fatlaðir þurfa að þola. Ellen sgir stundina hafa verið hátíðlega fyrir þátttakendur og marga sem fylgdust með í sjónvarpi. „En þarna vantaði alveg túlk og engin textun var í sjónvarpi. Upplifunin fyrir heyrnarlaust fólk, hvort sem það sat heima eða var á Austurvelli, var þrúgandi útilokun. 17. júní er ekki skyndiviðburður og því ætti að vera auðvelt að sjá til þess að túlkun og textun sé klár fyrir daginn.“Væri samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fullgiltur á Alþingi segir Ellen að mætti koma í veg fyrir að fötluðu fólki yrði úthýst úr samfélaginu með þessum hætti. Öryrkjabandalagið berst fyrir því að Alþingi fullgildi samninginn á haustþingi sínu. „Við höfum safnað undirskriftum síðan í haust og stefnum á þrjátíu þúsund.“ Ísland undirritaði samninginn í mars árið 2007 en hefur enn ekki fullgilt hann. 155 önnur ríki hafa undirritað samninginn og þar af hafa 132 ríki fullgilt hann. Í ályktun Alþingis um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 er kveðið á um að samningurinn skyldi fullgiltur eigi síðar en á vorþingi 2013. „Við vitum að þetta er til meðferðar í innanríkisráðuneytinu en því miður er tilfinningin sú að mannréttindi fatlaðs fólks séu ekki sett í forgang,“ segir Ellen. Ísland sé eitt af fjórum löndum í Evrópu sem ekki hafi fullgilt samninginn. Auk Íslands séu þetta Írland, Holland og Finnland, en Finnar klári ferlið í haust.Rannveig TraustadóttirRannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræði, segir samninginn afar víðtækan sáttmála um réttindi fatlaðra. „Rannsóknir hafa sýnt að aðrir sambærilegir mannréttindasáttmálar hafi ekki náð til fatlaðs fólks og fatlað fólk er 15 prósent jarðarbúa þannig að það er stærsti minnihlutahópurinn í heiminum.“ Sáttmálinn tekur á málefnum fatlaðra sem mannréttindamáli en ekki velferðarmáli. Rannveig segir það vera nýjung í sáttmálum af þessum toga. „Sáttmálinn myndi hafa miklar breytingar í för með sér. Þar er kveðið stíft á um að fatlað fólk eigi að ráða sér sjálft og ef það er í erfiðri aðstöðu til að geta nýtt sér þau réttindi þá er það skylda samfélagsins að aðstoða fólkið við það svo það eigi rétt á að lifa án aðgreiningar.“ Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Sjá meira
„Ég hef tekið dæmi af setningarhátíð 17. júní á Austurvelli,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, um þá mismunun sem fatlaðir þurfa að þola. Ellen sgir stundina hafa verið hátíðlega fyrir þátttakendur og marga sem fylgdust með í sjónvarpi. „En þarna vantaði alveg túlk og engin textun var í sjónvarpi. Upplifunin fyrir heyrnarlaust fólk, hvort sem það sat heima eða var á Austurvelli, var þrúgandi útilokun. 17. júní er ekki skyndiviðburður og því ætti að vera auðvelt að sjá til þess að túlkun og textun sé klár fyrir daginn.“Væri samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fullgiltur á Alþingi segir Ellen að mætti koma í veg fyrir að fötluðu fólki yrði úthýst úr samfélaginu með þessum hætti. Öryrkjabandalagið berst fyrir því að Alþingi fullgildi samninginn á haustþingi sínu. „Við höfum safnað undirskriftum síðan í haust og stefnum á þrjátíu þúsund.“ Ísland undirritaði samninginn í mars árið 2007 en hefur enn ekki fullgilt hann. 155 önnur ríki hafa undirritað samninginn og þar af hafa 132 ríki fullgilt hann. Í ályktun Alþingis um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 er kveðið á um að samningurinn skyldi fullgiltur eigi síðar en á vorþingi 2013. „Við vitum að þetta er til meðferðar í innanríkisráðuneytinu en því miður er tilfinningin sú að mannréttindi fatlaðs fólks séu ekki sett í forgang,“ segir Ellen. Ísland sé eitt af fjórum löndum í Evrópu sem ekki hafi fullgilt samninginn. Auk Íslands séu þetta Írland, Holland og Finnland, en Finnar klári ferlið í haust.Rannveig TraustadóttirRannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræði, segir samninginn afar víðtækan sáttmála um réttindi fatlaðra. „Rannsóknir hafa sýnt að aðrir sambærilegir mannréttindasáttmálar hafi ekki náð til fatlaðs fólks og fatlað fólk er 15 prósent jarðarbúa þannig að það er stærsti minnihlutahópurinn í heiminum.“ Sáttmálinn tekur á málefnum fatlaðra sem mannréttindamáli en ekki velferðarmáli. Rannveig segir það vera nýjung í sáttmálum af þessum toga. „Sáttmálinn myndi hafa miklar breytingar í för með sér. Þar er kveðið stíft á um að fatlað fólk eigi að ráða sér sjálft og ef það er í erfiðri aðstöðu til að geta nýtt sér þau réttindi þá er það skylda samfélagsins að aðstoða fólkið við það svo það eigi rétt á að lifa án aðgreiningar.“
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Sjá meira