Ísland eftirbátur í málefnum fatlaðra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. júní 2015 07:00 Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks tekur á málum fatlaðra sem mannréttindamáli frekar en velferðarmáli. Fréttablaðið/Anton „Ég hef tekið dæmi af setningarhátíð 17. júní á Austurvelli,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, um þá mismunun sem fatlaðir þurfa að þola. Ellen sgir stundina hafa verið hátíðlega fyrir þátttakendur og marga sem fylgdust með í sjónvarpi. „En þarna vantaði alveg túlk og engin textun var í sjónvarpi. Upplifunin fyrir heyrnarlaust fólk, hvort sem það sat heima eða var á Austurvelli, var þrúgandi útilokun. 17. júní er ekki skyndiviðburður og því ætti að vera auðvelt að sjá til þess að túlkun og textun sé klár fyrir daginn.“Væri samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fullgiltur á Alþingi segir Ellen að mætti koma í veg fyrir að fötluðu fólki yrði úthýst úr samfélaginu með þessum hætti. Öryrkjabandalagið berst fyrir því að Alþingi fullgildi samninginn á haustþingi sínu. „Við höfum safnað undirskriftum síðan í haust og stefnum á þrjátíu þúsund.“ Ísland undirritaði samninginn í mars árið 2007 en hefur enn ekki fullgilt hann. 155 önnur ríki hafa undirritað samninginn og þar af hafa 132 ríki fullgilt hann. Í ályktun Alþingis um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 er kveðið á um að samningurinn skyldi fullgiltur eigi síðar en á vorþingi 2013. „Við vitum að þetta er til meðferðar í innanríkisráðuneytinu en því miður er tilfinningin sú að mannréttindi fatlaðs fólks séu ekki sett í forgang,“ segir Ellen. Ísland sé eitt af fjórum löndum í Evrópu sem ekki hafi fullgilt samninginn. Auk Íslands séu þetta Írland, Holland og Finnland, en Finnar klári ferlið í haust.Rannveig TraustadóttirRannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræði, segir samninginn afar víðtækan sáttmála um réttindi fatlaðra. „Rannsóknir hafa sýnt að aðrir sambærilegir mannréttindasáttmálar hafi ekki náð til fatlaðs fólks og fatlað fólk er 15 prósent jarðarbúa þannig að það er stærsti minnihlutahópurinn í heiminum.“ Sáttmálinn tekur á málefnum fatlaðra sem mannréttindamáli en ekki velferðarmáli. Rannveig segir það vera nýjung í sáttmálum af þessum toga. „Sáttmálinn myndi hafa miklar breytingar í för með sér. Þar er kveðið stíft á um að fatlað fólk eigi að ráða sér sjálft og ef það er í erfiðri aðstöðu til að geta nýtt sér þau réttindi þá er það skylda samfélagsins að aðstoða fólkið við það svo það eigi rétt á að lifa án aðgreiningar.“ Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Sjá meira
„Ég hef tekið dæmi af setningarhátíð 17. júní á Austurvelli,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, um þá mismunun sem fatlaðir þurfa að þola. Ellen sgir stundina hafa verið hátíðlega fyrir þátttakendur og marga sem fylgdust með í sjónvarpi. „En þarna vantaði alveg túlk og engin textun var í sjónvarpi. Upplifunin fyrir heyrnarlaust fólk, hvort sem það sat heima eða var á Austurvelli, var þrúgandi útilokun. 17. júní er ekki skyndiviðburður og því ætti að vera auðvelt að sjá til þess að túlkun og textun sé klár fyrir daginn.“Væri samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fullgiltur á Alþingi segir Ellen að mætti koma í veg fyrir að fötluðu fólki yrði úthýst úr samfélaginu með þessum hætti. Öryrkjabandalagið berst fyrir því að Alþingi fullgildi samninginn á haustþingi sínu. „Við höfum safnað undirskriftum síðan í haust og stefnum á þrjátíu þúsund.“ Ísland undirritaði samninginn í mars árið 2007 en hefur enn ekki fullgilt hann. 155 önnur ríki hafa undirritað samninginn og þar af hafa 132 ríki fullgilt hann. Í ályktun Alþingis um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 er kveðið á um að samningurinn skyldi fullgiltur eigi síðar en á vorþingi 2013. „Við vitum að þetta er til meðferðar í innanríkisráðuneytinu en því miður er tilfinningin sú að mannréttindi fatlaðs fólks séu ekki sett í forgang,“ segir Ellen. Ísland sé eitt af fjórum löndum í Evrópu sem ekki hafi fullgilt samninginn. Auk Íslands séu þetta Írland, Holland og Finnland, en Finnar klári ferlið í haust.Rannveig TraustadóttirRannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræði, segir samninginn afar víðtækan sáttmála um réttindi fatlaðra. „Rannsóknir hafa sýnt að aðrir sambærilegir mannréttindasáttmálar hafi ekki náð til fatlaðs fólks og fatlað fólk er 15 prósent jarðarbúa þannig að það er stærsti minnihlutahópurinn í heiminum.“ Sáttmálinn tekur á málefnum fatlaðra sem mannréttindamáli en ekki velferðarmáli. Rannveig segir það vera nýjung í sáttmálum af þessum toga. „Sáttmálinn myndi hafa miklar breytingar í för með sér. Þar er kveðið stíft á um að fatlað fólk eigi að ráða sér sjálft og ef það er í erfiðri aðstöðu til að geta nýtt sér þau réttindi þá er það skylda samfélagsins að aðstoða fólkið við það svo það eigi rétt á að lifa án aðgreiningar.“
Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Sjá meira