Ísland eftirbátur í málefnum fatlaðra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. júní 2015 07:00 Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks tekur á málum fatlaðra sem mannréttindamáli frekar en velferðarmáli. Fréttablaðið/Anton „Ég hef tekið dæmi af setningarhátíð 17. júní á Austurvelli,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, um þá mismunun sem fatlaðir þurfa að þola. Ellen sgir stundina hafa verið hátíðlega fyrir þátttakendur og marga sem fylgdust með í sjónvarpi. „En þarna vantaði alveg túlk og engin textun var í sjónvarpi. Upplifunin fyrir heyrnarlaust fólk, hvort sem það sat heima eða var á Austurvelli, var þrúgandi útilokun. 17. júní er ekki skyndiviðburður og því ætti að vera auðvelt að sjá til þess að túlkun og textun sé klár fyrir daginn.“Væri samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fullgiltur á Alþingi segir Ellen að mætti koma í veg fyrir að fötluðu fólki yrði úthýst úr samfélaginu með þessum hætti. Öryrkjabandalagið berst fyrir því að Alþingi fullgildi samninginn á haustþingi sínu. „Við höfum safnað undirskriftum síðan í haust og stefnum á þrjátíu þúsund.“ Ísland undirritaði samninginn í mars árið 2007 en hefur enn ekki fullgilt hann. 155 önnur ríki hafa undirritað samninginn og þar af hafa 132 ríki fullgilt hann. Í ályktun Alþingis um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 er kveðið á um að samningurinn skyldi fullgiltur eigi síðar en á vorþingi 2013. „Við vitum að þetta er til meðferðar í innanríkisráðuneytinu en því miður er tilfinningin sú að mannréttindi fatlaðs fólks séu ekki sett í forgang,“ segir Ellen. Ísland sé eitt af fjórum löndum í Evrópu sem ekki hafi fullgilt samninginn. Auk Íslands séu þetta Írland, Holland og Finnland, en Finnar klári ferlið í haust.Rannveig TraustadóttirRannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræði, segir samninginn afar víðtækan sáttmála um réttindi fatlaðra. „Rannsóknir hafa sýnt að aðrir sambærilegir mannréttindasáttmálar hafi ekki náð til fatlaðs fólks og fatlað fólk er 15 prósent jarðarbúa þannig að það er stærsti minnihlutahópurinn í heiminum.“ Sáttmálinn tekur á málefnum fatlaðra sem mannréttindamáli en ekki velferðarmáli. Rannveig segir það vera nýjung í sáttmálum af þessum toga. „Sáttmálinn myndi hafa miklar breytingar í för með sér. Þar er kveðið stíft á um að fatlað fólk eigi að ráða sér sjálft og ef það er í erfiðri aðstöðu til að geta nýtt sér þau réttindi þá er það skylda samfélagsins að aðstoða fólkið við það svo það eigi rétt á að lifa án aðgreiningar.“ Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
„Ég hef tekið dæmi af setningarhátíð 17. júní á Austurvelli,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, um þá mismunun sem fatlaðir þurfa að þola. Ellen sgir stundina hafa verið hátíðlega fyrir þátttakendur og marga sem fylgdust með í sjónvarpi. „En þarna vantaði alveg túlk og engin textun var í sjónvarpi. Upplifunin fyrir heyrnarlaust fólk, hvort sem það sat heima eða var á Austurvelli, var þrúgandi útilokun. 17. júní er ekki skyndiviðburður og því ætti að vera auðvelt að sjá til þess að túlkun og textun sé klár fyrir daginn.“Væri samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fullgiltur á Alþingi segir Ellen að mætti koma í veg fyrir að fötluðu fólki yrði úthýst úr samfélaginu með þessum hætti. Öryrkjabandalagið berst fyrir því að Alþingi fullgildi samninginn á haustþingi sínu. „Við höfum safnað undirskriftum síðan í haust og stefnum á þrjátíu þúsund.“ Ísland undirritaði samninginn í mars árið 2007 en hefur enn ekki fullgilt hann. 155 önnur ríki hafa undirritað samninginn og þar af hafa 132 ríki fullgilt hann. Í ályktun Alþingis um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 er kveðið á um að samningurinn skyldi fullgiltur eigi síðar en á vorþingi 2013. „Við vitum að þetta er til meðferðar í innanríkisráðuneytinu en því miður er tilfinningin sú að mannréttindi fatlaðs fólks séu ekki sett í forgang,“ segir Ellen. Ísland sé eitt af fjórum löndum í Evrópu sem ekki hafi fullgilt samninginn. Auk Íslands séu þetta Írland, Holland og Finnland, en Finnar klári ferlið í haust.Rannveig TraustadóttirRannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræði, segir samninginn afar víðtækan sáttmála um réttindi fatlaðra. „Rannsóknir hafa sýnt að aðrir sambærilegir mannréttindasáttmálar hafi ekki náð til fatlaðs fólks og fatlað fólk er 15 prósent jarðarbúa þannig að það er stærsti minnihlutahópurinn í heiminum.“ Sáttmálinn tekur á málefnum fatlaðra sem mannréttindamáli en ekki velferðarmáli. Rannveig segir það vera nýjung í sáttmálum af þessum toga. „Sáttmálinn myndi hafa miklar breytingar í för með sér. Þar er kveðið stíft á um að fatlað fólk eigi að ráða sér sjálft og ef það er í erfiðri aðstöðu til að geta nýtt sér þau réttindi þá er það skylda samfélagsins að aðstoða fólkið við það svo það eigi rétt á að lifa án aðgreiningar.“
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira