Óbærilegur hávaði sem fáir fundu fyrir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. júní 2015 07:00 Meirihluti viðmælenda kannaðist ekki við óbærilegan hávaða frá Secret Solstice sem minnihlutinn kvartaði yfir. Fréttablaðið/Andri Marínó Skiptar skoðanir eru meðal nágranna tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum síðustu helgi. Meirihluti nágranna sem blaðamaður náði tali af voru þó jákvæðir í garð hátíðarinnar. Um fjórðungur þeirra var ósáttur við hátíðina og nefndi hávaða sem helstu orsökina. Þá nefndi einn nágranni áhyggjur sínar af dýrunum í Húsdýragarðinum. Sá taldi hávaðann sem barst frá hátíðinni ógna heilsu dýranna. „Mér fannst þetta bara alveg hræðilegt í einu orði sagt. Frá hádegi á föstudegi til miðnættis á sunnudegi glumdi allt húsið,“ segir Margrét K. Sigurðardóttir, nágranni, sem var mjög óánægð með hátíðina. „Það er gengið á okkar persónulega rétt í hverfinu. Þetta á ekki heima hér,“ bætir hún við.Margrét K. SigurðardóttirMargrét var að sama skapi óánægð með niðurstöðu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur en það komst að þeirri niðurstöðu að hljóðstyrkur á hátíðinni hafi ekki farið yfir sett mörk. Margrét segir það fráleitt. Heimili í grennd við hátíðarsvæðið fengu miða á hátíðina með afslætti. Tveir viðmælendur sögðust óánægðir með að fá einungis einn miða með afslætti og sögðu það lélegar skaðabætur. Meirihluti nágrannanna kvartaði ekki yfir hávaða. Nágrannarnir sögðust ánægðir með hátíðina. Flestir sögðust ekki hafa fundið fyrir neinum hávaða og margir sögðust ánægðir með að fá líf í dalinn. „Maður nýtur þessa dals alla daga og mér finnst allt í lagi að fleiri fái að gera það,“ segir Inga Kjartansdóttir, nágranni.Víðir Helgi HelgasonAðrir sögðu hávaðann ekki svo mikinn að hann væri óbærilegur en sögðust samt hafa heyrt tónlistina að einhverju leyti heim til sín. „Það var fínt að geta verið heima og heyrt í tónlistinni. Ég hafði mjög gaman af þessu,“ segir Víðir Helgi Helgason, sem hafði þar að auki keypt sér miða á hátíðina en komst ekki vegna hálskirtlatöku. „Ég var virkilega ánægð með framkvæmd hátíðarinnar. Mér fannst tímamörkin alltaf standast,“ segir Rósa Björk Sveinsdóttir, nágranni. Dagskrá á stóra sviðinu lauk fyrir miðnætti alla daga. Margir nágrannanna sögðust ánægðir með að hátíðin hefði minnkað hávaðann frá því í fyrra og nefndu til dæmis að ekki hefði verið staðið í hljóðprufum snemma morguns líkt og í fyrra. Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal nágranna tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum síðustu helgi. Meirihluti nágranna sem blaðamaður náði tali af voru þó jákvæðir í garð hátíðarinnar. Um fjórðungur þeirra var ósáttur við hátíðina og nefndi hávaða sem helstu orsökina. Þá nefndi einn nágranni áhyggjur sínar af dýrunum í Húsdýragarðinum. Sá taldi hávaðann sem barst frá hátíðinni ógna heilsu dýranna. „Mér fannst þetta bara alveg hræðilegt í einu orði sagt. Frá hádegi á föstudegi til miðnættis á sunnudegi glumdi allt húsið,“ segir Margrét K. Sigurðardóttir, nágranni, sem var mjög óánægð með hátíðina. „Það er gengið á okkar persónulega rétt í hverfinu. Þetta á ekki heima hér,“ bætir hún við.Margrét K. SigurðardóttirMargrét var að sama skapi óánægð með niðurstöðu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur en það komst að þeirri niðurstöðu að hljóðstyrkur á hátíðinni hafi ekki farið yfir sett mörk. Margrét segir það fráleitt. Heimili í grennd við hátíðarsvæðið fengu miða á hátíðina með afslætti. Tveir viðmælendur sögðust óánægðir með að fá einungis einn miða með afslætti og sögðu það lélegar skaðabætur. Meirihluti nágrannanna kvartaði ekki yfir hávaða. Nágrannarnir sögðust ánægðir með hátíðina. Flestir sögðust ekki hafa fundið fyrir neinum hávaða og margir sögðust ánægðir með að fá líf í dalinn. „Maður nýtur þessa dals alla daga og mér finnst allt í lagi að fleiri fái að gera það,“ segir Inga Kjartansdóttir, nágranni.Víðir Helgi HelgasonAðrir sögðu hávaðann ekki svo mikinn að hann væri óbærilegur en sögðust samt hafa heyrt tónlistina að einhverju leyti heim til sín. „Það var fínt að geta verið heima og heyrt í tónlistinni. Ég hafði mjög gaman af þessu,“ segir Víðir Helgi Helgason, sem hafði þar að auki keypt sér miða á hátíðina en komst ekki vegna hálskirtlatöku. „Ég var virkilega ánægð með framkvæmd hátíðarinnar. Mér fannst tímamörkin alltaf standast,“ segir Rósa Björk Sveinsdóttir, nágranni. Dagskrá á stóra sviðinu lauk fyrir miðnætti alla daga. Margir nágrannanna sögðust ánægðir með að hátíðin hefði minnkað hávaðann frá því í fyrra og nefndu til dæmis að ekki hefði verið staðið í hljóðprufum snemma morguns líkt og í fyrra.
Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira