Tugir sitja uppi með ónýtta fjárfestingu 19. júní 2015 07:00 Makrílveiðar smábáta víða um land hafa gefist vel. mynd/jónjónsson örn pálsson Kvótasetning á makrílveiðar smábáta þýðir að meirihluti þeirra sjómanna sem hafa veitt makríl hafa ekkert erindi á sjó og sitja þeir uppi með milljóna fjárfestingu ónýtta. Landssamband smábátaeigenda (LS) lýsir yfir fullkomnu vantrausti á embættisfærslu Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra og segir vinnubrögð hans forkastanleg. „Ég er með á skrá makrílafla af 164 bátum frá upphafi veiðanna. Rúmlega helmingur af úthlutuðum kvóta, eða 55%, færi til 24 báta. Fjölmargir eru því með fjárfestingu sem brennur inni, enda ekki farandi af stað á veiðar fyrir einhvern skítaslatta,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, og bætir við: „Það er verið að gefa smábátasjómönnum þau skilaboð að þeir vilji ekki sjá smábáta á makrílveiðum. Þetta er ekkert flókið.“ Frá því makrílveiðar smábáta hófust árið 2010 hefur þeim verið stjórnað með sóknarmarki; að fengnu veiðileyfi eru viðkomandi sjómanni heimilaðar veiðar úr ákveðnum potti sem var í fyrra 4,9% af heildarafla. Nú liggur fyrir frumvarp um stjórn veiða á makríl þar sem byggt er á kvótasetningu allra útgerðarflokka – sóknarmark aflagt og í þess stað úthlutað kvóta á hvern bát samkvæmt veiðireynslu. Reglugerð um makrílveiðar, sem sett var til eins árs, rennur í sama farvegi. Þessum tillögum mótmælti LS frá byrjun. Þetta er nú staðreynd, segir Örn, sem bætir við að öll stjórn LS, sem telur 16 menn frá félögum allt í kringum landið, standi einhuga að baki vantraustsyfirlýsingunni í garð ráðherra – sem sýni alvöru málsins. „Það er enginn að segja að ráðherra hafi ekki lögin sín megin, en þegar menn fara með mikil völd verða menn að fara vel með þau,“ segir Örn. Í upphafi tóku fáir smábátar þátt í makrílveiðum en eftir góða veiði 2012 hefur bátum fjölgað hratt, alls hafði 121 bátur leyfi til veiðanna í fyrra. Því er í mörgum tilfellum staða sjómanna þannig að þeir hafa fjárfest í veiðitækjum en hafa litla veiðireynslu. Áætlar Örn að sú fjárfesting hlaupi á sex til átta milljónum á hverja útgerð – sem nú nýtist ekki og setji sjómenn í mikinn vanda. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
örn pálsson Kvótasetning á makrílveiðar smábáta þýðir að meirihluti þeirra sjómanna sem hafa veitt makríl hafa ekkert erindi á sjó og sitja þeir uppi með milljóna fjárfestingu ónýtta. Landssamband smábátaeigenda (LS) lýsir yfir fullkomnu vantrausti á embættisfærslu Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra og segir vinnubrögð hans forkastanleg. „Ég er með á skrá makrílafla af 164 bátum frá upphafi veiðanna. Rúmlega helmingur af úthlutuðum kvóta, eða 55%, færi til 24 báta. Fjölmargir eru því með fjárfestingu sem brennur inni, enda ekki farandi af stað á veiðar fyrir einhvern skítaslatta,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, og bætir við: „Það er verið að gefa smábátasjómönnum þau skilaboð að þeir vilji ekki sjá smábáta á makrílveiðum. Þetta er ekkert flókið.“ Frá því makrílveiðar smábáta hófust árið 2010 hefur þeim verið stjórnað með sóknarmarki; að fengnu veiðileyfi eru viðkomandi sjómanni heimilaðar veiðar úr ákveðnum potti sem var í fyrra 4,9% af heildarafla. Nú liggur fyrir frumvarp um stjórn veiða á makríl þar sem byggt er á kvótasetningu allra útgerðarflokka – sóknarmark aflagt og í þess stað úthlutað kvóta á hvern bát samkvæmt veiðireynslu. Reglugerð um makrílveiðar, sem sett var til eins árs, rennur í sama farvegi. Þessum tillögum mótmælti LS frá byrjun. Þetta er nú staðreynd, segir Örn, sem bætir við að öll stjórn LS, sem telur 16 menn frá félögum allt í kringum landið, standi einhuga að baki vantraustsyfirlýsingunni í garð ráðherra – sem sýni alvöru málsins. „Það er enginn að segja að ráðherra hafi ekki lögin sín megin, en þegar menn fara með mikil völd verða menn að fara vel með þau,“ segir Örn. Í upphafi tóku fáir smábátar þátt í makrílveiðum en eftir góða veiði 2012 hefur bátum fjölgað hratt, alls hafði 121 bátur leyfi til veiðanna í fyrra. Því er í mörgum tilfellum staða sjómanna þannig að þeir hafa fjárfest í veiðitækjum en hafa litla veiðireynslu. Áætlar Örn að sú fjárfesting hlaupi á sex til átta milljónum á hverja útgerð – sem nú nýtist ekki og setji sjómenn í mikinn vanda.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira