Mótmæltu styrkjum til þróunaraðstoðar 18. júní 2015 08:00 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Jafnréttissjóðurinn er stofnaður í tilefni þessara tímamóta. VÍSIR/STEFÁN Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir „Þessir málaflokkar eru báðir svo mikilvægir að þeim er enginn greiði gerður að hafa þá samankrullaða í einum sjóð,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Félagið gagnrýndi harkalega þingsályktunartillögu á Alþingi þess efnis að úr hundrað milljóna króna Jafnréttissjóði ætti allt að helmingur að renna til kvenna í þróunarlöndum. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar, formenn allra flokka á Alþingi, brugðust við gagnrýni Kvenréttindafélagsins með því að breyta þingsályktunartillögunni og gera orðalag hennar almennara. Í stað þess að gert sé ráð fyrir að allt að helmingur renni til verkefna sem tengjast konum í þróunarlöndum er nú gert ráð fyrir að verulegur hluti renni til jafnréttismála á alþjóðavísu. „Það var ákveðið í samstarfi flokkanna að gera ákveðnar breytingar sem mönnum þótti gera málið betra. Niðurstaðan var að hafa þetta aðeins opnara þannig að það sé bara úrlausnarefni fyrir stjórnina sem er kjörin að velja bestu umsóknirnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og meðflutningsmaður að tillögunni.Katrín JakobsdóttirÍ gagnrýni Kvenréttindafélagsins sagði meðal annars: „Það er óviðeigandi að á degi þegar við fögnum jafnrétti kynjanna á Íslandi að stofnaður sé sjóður sem er með þeim reglum að allt að helmingur fjárveitinga falli til verkefna sem unnin eru utan landsteinanna.“ Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir segir að brýn verkefni bíði í jafnréttismálum hérlendis. „Það hefur lengi verið þörf fyrir svona sjóð. Frjáls félagasamtök og kvennasamtök sem starfa að jafnréttismálum berjast í bökkum á hverju ári við að fjármagna okkur. Bara það að hafa jafnréttissjóð sem við getum leitað til, til að styrkja okkar verkefni og okkar starfsemi, á eftir að verða verulega mikil búbót.“ Aðspurð um mikilvægi Kvenréttindafélagsins og sams konar félaga nú þegar ungar konur, sem ekki starfa undir neinum fána, halda kvenfrelsisbaráttunni á lofti segir Brynhildur: „Fjórða bylgja femínismans er að skella á landinu. Þetta er yndislegt. Það hefur sýnt sig í gegnum söguna að svona bylting byrjar í grasrótinni en ef hún á að halda áfram þá verða félagasamtök að koma að henni.“ Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Sjá meira
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir „Þessir málaflokkar eru báðir svo mikilvægir að þeim er enginn greiði gerður að hafa þá samankrullaða í einum sjóð,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Félagið gagnrýndi harkalega þingsályktunartillögu á Alþingi þess efnis að úr hundrað milljóna króna Jafnréttissjóði ætti allt að helmingur að renna til kvenna í þróunarlöndum. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar, formenn allra flokka á Alþingi, brugðust við gagnrýni Kvenréttindafélagsins með því að breyta þingsályktunartillögunni og gera orðalag hennar almennara. Í stað þess að gert sé ráð fyrir að allt að helmingur renni til verkefna sem tengjast konum í þróunarlöndum er nú gert ráð fyrir að verulegur hluti renni til jafnréttismála á alþjóðavísu. „Það var ákveðið í samstarfi flokkanna að gera ákveðnar breytingar sem mönnum þótti gera málið betra. Niðurstaðan var að hafa þetta aðeins opnara þannig að það sé bara úrlausnarefni fyrir stjórnina sem er kjörin að velja bestu umsóknirnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og meðflutningsmaður að tillögunni.Katrín JakobsdóttirÍ gagnrýni Kvenréttindafélagsins sagði meðal annars: „Það er óviðeigandi að á degi þegar við fögnum jafnrétti kynjanna á Íslandi að stofnaður sé sjóður sem er með þeim reglum að allt að helmingur fjárveitinga falli til verkefna sem unnin eru utan landsteinanna.“ Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir segir að brýn verkefni bíði í jafnréttismálum hérlendis. „Það hefur lengi verið þörf fyrir svona sjóð. Frjáls félagasamtök og kvennasamtök sem starfa að jafnréttismálum berjast í bökkum á hverju ári við að fjármagna okkur. Bara það að hafa jafnréttissjóð sem við getum leitað til, til að styrkja okkar verkefni og okkar starfsemi, á eftir að verða verulega mikil búbót.“ Aðspurð um mikilvægi Kvenréttindafélagsins og sams konar félaga nú þegar ungar konur, sem ekki starfa undir neinum fána, halda kvenfrelsisbaráttunni á lofti segir Brynhildur: „Fjórða bylgja femínismans er að skella á landinu. Þetta er yndislegt. Það hefur sýnt sig í gegnum söguna að svona bylting byrjar í grasrótinni en ef hún á að halda áfram þá verða félagasamtök að koma að henni.“
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Sjá meira