Bæjarstjórar segjast ekki hafa hyglað FH Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. júní 2015 07:00 Fyrrverandi bæjarstjórar Hafnarfjarðarbæjar eru ósammála formanni Hauka um að bærinn hafi hyglað FH. Tveir fyrrverandi bæjarstjórar Hafnarfjarðarbæjar segja bæinn ekki hafa hyglað FH þegar litið er til fjárfestinga bæjarins í mannvirkjum íþróttafélaga bæjarins. Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að Samúel Guðmundssyni, formanni Hauka, finnst bærinn hygla FH en síðustu tíu ár hefur Hafnarfjörður fjárfest í mannvirkjum FH fyrir rúma 2,7 milljarða en fyrir 114 milljónir í mannvirkjum Hauka. „Ég held að maður þurfi að horfa á þetta allt í samhengi. Ef þú værir með samanburð á tölum frá því í kringum síðustu aldamót þá værirðu með skýrari mynd af uppbyggingunni. Stóra verkefnið í kringum síðustu aldamót var að reisa Ásvelli. Næsta verkefni á eftir því var að fara í uppbyggingu Kaplakrika og frjálsíþróttahúss þar,“ segir Lúðvík Geirsson, sem var bæjarstjóri Hafnarfjarðar frá 2002 til 2010 en áður gegndi hann starfi formanns Hauka.Lúðvík GeirssonUppbyggingin á Ásvöllum sem Lúðvík talar um fellur utan þess tíma sem nýbirt skýrsla Hafnarfjarðarbæjar um greiningu á fjármálum íþróttamála fjallar um en henni lauk árið 2002. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir var bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar frá 2012 til 2014. Hún segir bæinn hafa annaðhvort þurft að klára byggingu frjálsíþróttahússins eða rífa á sínum tíma þar sem framkvæmdirnar höfðu setið á hakanum í nokkurn tíma vegna hrunsins. „Hins vegar skil ég að Samúel vilji veg Hauka meiri því það er rétt að engin uppbygging er þar núna,“ segir Guðrún. Lúðvík segir sára þörf vera nú fyrir uppbyggingu á Ásvöllum þar sem íbúafjölgun í bænum hefur mest verið í nærliggjandi hverfi. „Ég held að allir séu sammála um það að næsta stóra verkefni sem þarf að keyra áfram er uppbygging á Ásvöllum. Ég trúi ekki öðru en að það verði næsta forgangsverkefni að halda áfram með verkefni á Ásvöllum sem þegar er hafið og kominn sökkull og teikningar fyrir,“ bætir hann við. „Út frá þessari skýrslu mun ég reyna að vinna með bæjarstjórn. Ég hef ekki skoðun á fortíðinni og ég vil horfa fram á veginn og vinna út frá þessum upplýsingum,“ segir Haraldur Líndal Haraldsson, núverandi bæjarstjóri, um skýrslu bæjarins. Viðar Halldórsson, formaður FH, vildi ekki tjá sig um málið. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Tveir fyrrverandi bæjarstjórar Hafnarfjarðarbæjar segja bæinn ekki hafa hyglað FH þegar litið er til fjárfestinga bæjarins í mannvirkjum íþróttafélaga bæjarins. Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að Samúel Guðmundssyni, formanni Hauka, finnst bærinn hygla FH en síðustu tíu ár hefur Hafnarfjörður fjárfest í mannvirkjum FH fyrir rúma 2,7 milljarða en fyrir 114 milljónir í mannvirkjum Hauka. „Ég held að maður þurfi að horfa á þetta allt í samhengi. Ef þú værir með samanburð á tölum frá því í kringum síðustu aldamót þá værirðu með skýrari mynd af uppbyggingunni. Stóra verkefnið í kringum síðustu aldamót var að reisa Ásvelli. Næsta verkefni á eftir því var að fara í uppbyggingu Kaplakrika og frjálsíþróttahúss þar,“ segir Lúðvík Geirsson, sem var bæjarstjóri Hafnarfjarðar frá 2002 til 2010 en áður gegndi hann starfi formanns Hauka.Lúðvík GeirssonUppbyggingin á Ásvöllum sem Lúðvík talar um fellur utan þess tíma sem nýbirt skýrsla Hafnarfjarðarbæjar um greiningu á fjármálum íþróttamála fjallar um en henni lauk árið 2002. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir var bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar frá 2012 til 2014. Hún segir bæinn hafa annaðhvort þurft að klára byggingu frjálsíþróttahússins eða rífa á sínum tíma þar sem framkvæmdirnar höfðu setið á hakanum í nokkurn tíma vegna hrunsins. „Hins vegar skil ég að Samúel vilji veg Hauka meiri því það er rétt að engin uppbygging er þar núna,“ segir Guðrún. Lúðvík segir sára þörf vera nú fyrir uppbyggingu á Ásvöllum þar sem íbúafjölgun í bænum hefur mest verið í nærliggjandi hverfi. „Ég held að allir séu sammála um það að næsta stóra verkefni sem þarf að keyra áfram er uppbygging á Ásvöllum. Ég trúi ekki öðru en að það verði næsta forgangsverkefni að halda áfram með verkefni á Ásvöllum sem þegar er hafið og kominn sökkull og teikningar fyrir,“ bætir hann við. „Út frá þessari skýrslu mun ég reyna að vinna með bæjarstjórn. Ég hef ekki skoðun á fortíðinni og ég vil horfa fram á veginn og vinna út frá þessum upplýsingum,“ segir Haraldur Líndal Haraldsson, núverandi bæjarstjóri, um skýrslu bæjarins. Viðar Halldórsson, formaður FH, vildi ekki tjá sig um málið.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira