Helmingur telur refsingar í al-Thani málinu of vægar Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. júní 2015 07:00 Prófessor Helgi Gunnlaugsson segir niðurstöður rannsóknarinnar koma nokkuð á óvart Fréttablaðið/vilhelm Fjörutíu og sex prósent landsmanna telja að sakborningar í al-Thani málinu hafi fengið of væga dóma. Þetta kemur fram í rannsókn sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, vinnur að ásamt Jónasi Orra Jónassyni félagsfræðingi. Í al-Thani málinu voru þrír stjórnendur Kaupþings og einn aðaleigandinn dæmdir í fangelsi fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Þyngsta refsingin var fangelsi í fimm og hálft ár og sú vægasta fjögurra ára. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd rannsóknarinnar.„Þetta kom mér á óvart. Ég bjóst við því að margir myndu segja að þetta væru hæfilega þungir dómar,“ segir Helgi. Hann bendir á að einstaklingarnir sem þarna um ræðir hafi mátt þola ýmislegt í íslensku samfélagi. Þeir hafi orðið fyrir miklum álitshnekki sem megi líta á sem refsingu. „Þeir hafa þurft að búa við það í næstum sjö ár og síðan loksins eftir rúmlega sex ár þá kemur dómur upp á fleiri ár í fangelsi. Það sýnir að það er reiði í samfélaginu og menn kenna þessum toppum í bönkunum um hvers vegna svona illa fór fyrir okkur Íslendingum.“ Menn fókuseri svolítið á það að bankamennirnir hafi verið ráðandi í því hversu illa fór fyrir okkur árið 2008. Helgi segist hafa búist við því að fleiri myndu segja að dómarnir væru hæfilega þungir og jafnvel að einhverjir myndu segja að þetta væri of þungt. Hann segir þessa dóma þunga í alþjóðlegu samhengi. „Ísland er að stíga þarna skref sem aðrar þjóðir hafa ekki gert í sama mæli,“ segir hann. Hann tekur Norðurlöndin sem dæmi, þar sem miklar bankakrísur voru upp úr 1990.Eftirtekt á alþjóðavísu Helgi segir dómana vekja eftirtekt á alþjóðavísu og búast megi við fleiri dómsuppsögum. Mál á hendur stjórnendum Glitnis og Landsbankans bíði eftir afgreiðslu í dómskerfinu. „Og þarna er komið fordæmi sem fer væntanlega yfir á Glitni og Landsbankann,“ segir hann. Þá segir Helgi að það hafi líka komið á óvart að flestir, eða um 36 prósent aðspurðra, telji efnahagsbrot vera alvarlegustu brotin. Helgi segir að lengst af frá árinu 1989, þegar hann gerði fyrst slíka rannsókn, hafi fíkniefnabrot verið alin alvarlegust. „Árið 2013 voru miklar áhyggjur af kynferðisbrotum gagnvart börnum en efnahagsbrotin voru þarna líka.“ Þessi mæling, árið 2015, sé sú fyrsta þar sem flestir hafi áhyggjur af efnahagsbrotum. Helgi segir að mun fleiri nefni efnahagsbrot sem alvarlegustu brot eftir hrun en fyrir bankahrunið. „Þetta byrjar að stíga eftir hrun og núna eru flestir sem nefna það.“Aðferðafræði rannsóknarinnar Mælingin var gerð í apríl 2015 af Félagsvísindastofnun HÍ fyrir Helga Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Stuðst var við úrtak um 1.200 manns úr þjóðskrá, 18 ára og eldri, og svörun var um 60 prósent. Þess var gætt að svörin endurspegluðu samsetningu þjóðarinnar á fullnægjandi hátt eftir kyni, aldri og búsetu og því er hægt að alhæfa um niðurstöðurnar á þjóðina alla 18 ára og eldri. Tengdar fréttir Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Fjörutíu og sex prósent landsmanna telja að sakborningar í al-Thani málinu hafi fengið of væga dóma. Þetta kemur fram í rannsókn sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, vinnur að ásamt Jónasi Orra Jónassyni félagsfræðingi. Í al-Thani málinu voru þrír stjórnendur Kaupþings og einn aðaleigandinn dæmdir í fangelsi fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Þyngsta refsingin var fangelsi í fimm og hálft ár og sú vægasta fjögurra ára. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd rannsóknarinnar.„Þetta kom mér á óvart. Ég bjóst við því að margir myndu segja að þetta væru hæfilega þungir dómar,“ segir Helgi. Hann bendir á að einstaklingarnir sem þarna um ræðir hafi mátt þola ýmislegt í íslensku samfélagi. Þeir hafi orðið fyrir miklum álitshnekki sem megi líta á sem refsingu. „Þeir hafa þurft að búa við það í næstum sjö ár og síðan loksins eftir rúmlega sex ár þá kemur dómur upp á fleiri ár í fangelsi. Það sýnir að það er reiði í samfélaginu og menn kenna þessum toppum í bönkunum um hvers vegna svona illa fór fyrir okkur Íslendingum.“ Menn fókuseri svolítið á það að bankamennirnir hafi verið ráðandi í því hversu illa fór fyrir okkur árið 2008. Helgi segist hafa búist við því að fleiri myndu segja að dómarnir væru hæfilega þungir og jafnvel að einhverjir myndu segja að þetta væri of þungt. Hann segir þessa dóma þunga í alþjóðlegu samhengi. „Ísland er að stíga þarna skref sem aðrar þjóðir hafa ekki gert í sama mæli,“ segir hann. Hann tekur Norðurlöndin sem dæmi, þar sem miklar bankakrísur voru upp úr 1990.Eftirtekt á alþjóðavísu Helgi segir dómana vekja eftirtekt á alþjóðavísu og búast megi við fleiri dómsuppsögum. Mál á hendur stjórnendum Glitnis og Landsbankans bíði eftir afgreiðslu í dómskerfinu. „Og þarna er komið fordæmi sem fer væntanlega yfir á Glitni og Landsbankann,“ segir hann. Þá segir Helgi að það hafi líka komið á óvart að flestir, eða um 36 prósent aðspurðra, telji efnahagsbrot vera alvarlegustu brotin. Helgi segir að lengst af frá árinu 1989, þegar hann gerði fyrst slíka rannsókn, hafi fíkniefnabrot verið alin alvarlegust. „Árið 2013 voru miklar áhyggjur af kynferðisbrotum gagnvart börnum en efnahagsbrotin voru þarna líka.“ Þessi mæling, árið 2015, sé sú fyrsta þar sem flestir hafi áhyggjur af efnahagsbrotum. Helgi segir að mun fleiri nefni efnahagsbrot sem alvarlegustu brot eftir hrun en fyrir bankahrunið. „Þetta byrjar að stíga eftir hrun og núna eru flestir sem nefna það.“Aðferðafræði rannsóknarinnar Mælingin var gerð í apríl 2015 af Félagsvísindastofnun HÍ fyrir Helga Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Stuðst var við úrtak um 1.200 manns úr þjóðskrá, 18 ára og eldri, og svörun var um 60 prósent. Þess var gætt að svörin endurspegluðu samsetningu þjóðarinnar á fullnægjandi hátt eftir kyni, aldri og búsetu og því er hægt að alhæfa um niðurstöðurnar á þjóðina alla 18 ára og eldri.
Tengdar fréttir Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00