Hvernig liti kvennaþingið út? Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 4. júní 2015 07:00 Ef litið er til síðustu kosninga og karlarnir fjarlægðir af framboðslistum þá liti kvennaþingið svona út. Óhætt er að segja að Ragnheiður Ríkharðsdóttir hafi hrist hressilega upp í þingheimi á þriðjudag. Þá lagði hún til að á næsta kjörtímabili yrði málum þannig komið fyrir að í tvö ár sætu aðeins konur á Alþingi. Með því yrði þess minnst rækilega að 100 ár væru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. „Konur fá þá tækifæri til að sýna fram á hvort það sé í raun satt, sem haldið er fram, að vinnubrögð kvenna séu með öðrum hætti en vinnubrögð karla. Þingið yrði stutt, það yrði tvö ár, og að loknu því þingi gæti þjóðin sjálf að sjálfsögðu og þeir sem að kosningu koma velt því fyrir sér hvort skynsamlegra væri að hafa kvennaþing,“ sagði Ragnheiður í pontu og konur í salnum hrópuðu heyr, heyr. Fréttablaðið spurði Ragnheiði hvort henni væri full alvara með tillögu sinni um kvennaþingið. „Mér er full alvara með að leggja þessa tillögu fram með það að leiðarljósi að við veltum því fyrir okkur hvernig við breytum vinnulagi, starfsháttum og umræðuhefð í þinginu. Þannig að ég kem ekki með þetta fram af því að það sé sniðugt – eða eitthvert grín. Þetta er ein hugmynd sem ég vil leggja inn til að fá umræðu um með hvaða hætti getum við, viljum við og treystum okkur til að gjörbylta þeirri átakapólitík sem við erum að stunda hér á þingi,“ segir Ragnheiður. Spurð hvort þjóðþingið eigi ekki að endurspegla einhvers konar þverskurð af okkur sem þjóð segir Ragnheiður að hún sé því sammála í grunninn. „Ég geri mér grein fyrir að það er ekkert jafnrétti til í þessu en konur geta alveg verið þverskurður af samfélaginu eins og 60 prósent karlar geta verið það. Þannig að þverskurður af samfélaginu getur birst þó kynið sé aðeins eitt, með tilliti til menntunar, búsetu og svo framvegis. En þetta er fyrst og síðast hugmynd til að vekja okkur til umhugsunar um að breyta hér taktík. Þetta er framlag til umræðunnar,“ segir Ragnheiður. Fréttablaðið ákvað að skoða hvernig Alþingi væri skipað í dag ef aðeins sætu þar konur. Horft var á framboðslista við síðustu kosningar og karlarnir einfaldlega fjarlægðir þar til eftir stóðu jafn margar konur og þingmenn hvers flokks í hverju kjördæmi fyrir sig. Alþingi Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Óhætt er að segja að Ragnheiður Ríkharðsdóttir hafi hrist hressilega upp í þingheimi á þriðjudag. Þá lagði hún til að á næsta kjörtímabili yrði málum þannig komið fyrir að í tvö ár sætu aðeins konur á Alþingi. Með því yrði þess minnst rækilega að 100 ár væru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. „Konur fá þá tækifæri til að sýna fram á hvort það sé í raun satt, sem haldið er fram, að vinnubrögð kvenna séu með öðrum hætti en vinnubrögð karla. Þingið yrði stutt, það yrði tvö ár, og að loknu því þingi gæti þjóðin sjálf að sjálfsögðu og þeir sem að kosningu koma velt því fyrir sér hvort skynsamlegra væri að hafa kvennaþing,“ sagði Ragnheiður í pontu og konur í salnum hrópuðu heyr, heyr. Fréttablaðið spurði Ragnheiði hvort henni væri full alvara með tillögu sinni um kvennaþingið. „Mér er full alvara með að leggja þessa tillögu fram með það að leiðarljósi að við veltum því fyrir okkur hvernig við breytum vinnulagi, starfsháttum og umræðuhefð í þinginu. Þannig að ég kem ekki með þetta fram af því að það sé sniðugt – eða eitthvert grín. Þetta er ein hugmynd sem ég vil leggja inn til að fá umræðu um með hvaða hætti getum við, viljum við og treystum okkur til að gjörbylta þeirri átakapólitík sem við erum að stunda hér á þingi,“ segir Ragnheiður. Spurð hvort þjóðþingið eigi ekki að endurspegla einhvers konar þverskurð af okkur sem þjóð segir Ragnheiður að hún sé því sammála í grunninn. „Ég geri mér grein fyrir að það er ekkert jafnrétti til í þessu en konur geta alveg verið þverskurður af samfélaginu eins og 60 prósent karlar geta verið það. Þannig að þverskurður af samfélaginu getur birst þó kynið sé aðeins eitt, með tilliti til menntunar, búsetu og svo framvegis. En þetta er fyrst og síðast hugmynd til að vekja okkur til umhugsunar um að breyta hér taktík. Þetta er framlag til umræðunnar,“ segir Ragnheiður. Fréttablaðið ákvað að skoða hvernig Alþingi væri skipað í dag ef aðeins sætu þar konur. Horft var á framboðslista við síðustu kosningar og karlarnir einfaldlega fjarlægðir þar til eftir stóðu jafn margar konur og þingmenn hvers flokks í hverju kjördæmi fyrir sig.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent