Samningar smullu með skattalækkun Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 30. maí 2015 07:00 Þorsteini Víglundssyni, formanni Samtaka atvinnulífsins, er létt eftir nýgerða kjarasamninga. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir skattabreytingar hafa skipt máli í því að tryggja lágmarkslaun. Fréttablaðið/Vilhelm Aðkoma stjórnvalda til að liðka fyrir gerð kjarasamninga skipti miklu máli að sögn forystumanna þeirra félaga sem skrifuðu undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins í gær. Þar má fyrst nefna fyrirhugaðar heildarlækkanir á tekjuskatti einstaklinga sem eiga að auka ráðstöfunartekjur um 50-100 þúsund krónur á ári. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eiga að stuðla að bættum kjörum almennings. „Útspil ríkisstjórnarinnar var jákvætt en hafði ekki úrslitaáhrif. Fleiri félagslegar íbúðir og lækkun lækniskostnaðar skiptir félagsmenn okkar máli og er ágætis innlegg,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, SGS. „Auðvitað hefðum við viljað sjá aukinn persónuafslátt líka en hann hækkar áfram eins og lög gera ráð fyrir með hækkandi verðlagi.“ Strax í upphafi viðræðna fór SGS fram með skýra kröfu um að lágmarkslaun yrðu 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Björn segir deiluna hafa verið erfiða, samninganefnd hafi talið að lengra yrði ekki komist eftir átökin, aðalmarkmiðinu hafi verið náð og kjarasamningar gagnist vel fólki á taxta. „Okkur finnst stór áfangi að ná lágmarkslaunum í þrjú hundruð þúsund krónur, þetta er sigur fyrir fólk sem vinnur á taxta.“ Kjarasamningarnir gilda til 1. maí árið 2018 og fela í sér blöndu krónutöluhækkana fyrir lægstu launahópana og stiglækkandi prósentuhækkana til þeirra sem eru í millitekjuhópunum. Í lok samningstímans verða lágmarkslaun orðin 300 þúsund krónur á mánuði. Næstu tvær vikurnar verður samningurinn kynntur í aðildarfélögum SGS og skal niðurstaða atkvæðagreiðslu liggja fyrir 22. júní. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir það hafa kostað átak að tryggja lágmarkslaunin og skattabreytingar ríkisstjórnarinnar hafi liðkað til við samningagerðina. „Það sem er mér efst í huga er að ég tel að það hafi náðst að tryggja kaupmáttaraukningu, líka að ná stórum hópi að samningaborðinu. Útspil ríkisstjórnarinnar skipti máli, sérstaklega hvað varðar skattabreytingar. Við tryggðum lágmarkslaunin með þessum hætti.“ Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á kynningarfundum næstu daga og vikur til samþykktar. Þorsteinn Víglundsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir töluverðan kostnað felast í nýgerðum kjarasamningum en að á sama tíma sé ákveðinn léttir að hafa komist að niðurstöðu. „Það er ákveðinn léttir að það hafi náðst að landa þessum samningum með farsælum hætti. Það er ljóst að það er töluverður kostnaður sem í þeim felst, í þeim eru miklar launahækkanir sem geta reynt á þol fyrirtækja. Við bindum vonir við það að vegna þess að það er samið til langs tíma ráði fyrirtæki betur við kostnaðaraukann. Það er annars engin leið að meta með hvaða hætti fyrirtæki bregðast við þeim kostnaðarauka sem felst í kjarasamningum. Hér er verið að hækka lægstu laun um liðlega 30% en ýtrustu kröfur voru 50%-70% hækkun allra launa, verðbólguáhrifin verða því minni en ella.“ Hann segir útspil ríkisstjórnar skipta miklu máli og lofar sérstaklega aukið framboð félagslegs húsnæðis. „Það þurfti að bregðast við því að fjöldi fólks á við verulega erfiðleika að etja á húsnæðismarkaði. Þá finnst mér vera góður samhljómur með skattabreytingum ríkisstjórnar og þeim áherslum sem eru í þessum samningum. Við vonum að þegar upp er staðið þá leiði þeir til kaupmáttaraukningar fyrir launafólk og að okkur auðnist að halda þeim stöðugleika sem hefur náðst. Ef við höldum vel á spilunum þá getur þetta orðið farsælt,“ segir Þorsteinn sem segir deiluna hafa verið þá alhörðustu síðustu áratugi. Deila ríkis og BHM er hins vegar enn í hnút. Félagið hafnaði tilboði ríkisins í gær og taldi mikið bera á milli. Verkfall 2016 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Aðkoma stjórnvalda til að liðka fyrir gerð kjarasamninga skipti miklu máli að sögn forystumanna þeirra félaga sem skrifuðu undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins í gær. Þar má fyrst nefna fyrirhugaðar heildarlækkanir á tekjuskatti einstaklinga sem eiga að auka ráðstöfunartekjur um 50-100 þúsund krónur á ári. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eiga að stuðla að bættum kjörum almennings. „Útspil ríkisstjórnarinnar var jákvætt en hafði ekki úrslitaáhrif. Fleiri félagslegar íbúðir og lækkun lækniskostnaðar skiptir félagsmenn okkar máli og er ágætis innlegg,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, SGS. „Auðvitað hefðum við viljað sjá aukinn persónuafslátt líka en hann hækkar áfram eins og lög gera ráð fyrir með hækkandi verðlagi.“ Strax í upphafi viðræðna fór SGS fram með skýra kröfu um að lágmarkslaun yrðu 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Björn segir deiluna hafa verið erfiða, samninganefnd hafi talið að lengra yrði ekki komist eftir átökin, aðalmarkmiðinu hafi verið náð og kjarasamningar gagnist vel fólki á taxta. „Okkur finnst stór áfangi að ná lágmarkslaunum í þrjú hundruð þúsund krónur, þetta er sigur fyrir fólk sem vinnur á taxta.“ Kjarasamningarnir gilda til 1. maí árið 2018 og fela í sér blöndu krónutöluhækkana fyrir lægstu launahópana og stiglækkandi prósentuhækkana til þeirra sem eru í millitekjuhópunum. Í lok samningstímans verða lágmarkslaun orðin 300 þúsund krónur á mánuði. Næstu tvær vikurnar verður samningurinn kynntur í aðildarfélögum SGS og skal niðurstaða atkvæðagreiðslu liggja fyrir 22. júní. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir það hafa kostað átak að tryggja lágmarkslaunin og skattabreytingar ríkisstjórnarinnar hafi liðkað til við samningagerðina. „Það sem er mér efst í huga er að ég tel að það hafi náðst að tryggja kaupmáttaraukningu, líka að ná stórum hópi að samningaborðinu. Útspil ríkisstjórnarinnar skipti máli, sérstaklega hvað varðar skattabreytingar. Við tryggðum lágmarkslaunin með þessum hætti.“ Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á kynningarfundum næstu daga og vikur til samþykktar. Þorsteinn Víglundsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir töluverðan kostnað felast í nýgerðum kjarasamningum en að á sama tíma sé ákveðinn léttir að hafa komist að niðurstöðu. „Það er ákveðinn léttir að það hafi náðst að landa þessum samningum með farsælum hætti. Það er ljóst að það er töluverður kostnaður sem í þeim felst, í þeim eru miklar launahækkanir sem geta reynt á þol fyrirtækja. Við bindum vonir við það að vegna þess að það er samið til langs tíma ráði fyrirtæki betur við kostnaðaraukann. Það er annars engin leið að meta með hvaða hætti fyrirtæki bregðast við þeim kostnaðarauka sem felst í kjarasamningum. Hér er verið að hækka lægstu laun um liðlega 30% en ýtrustu kröfur voru 50%-70% hækkun allra launa, verðbólguáhrifin verða því minni en ella.“ Hann segir útspil ríkisstjórnar skipta miklu máli og lofar sérstaklega aukið framboð félagslegs húsnæðis. „Það þurfti að bregðast við því að fjöldi fólks á við verulega erfiðleika að etja á húsnæðismarkaði. Þá finnst mér vera góður samhljómur með skattabreytingum ríkisstjórnar og þeim áherslum sem eru í þessum samningum. Við vonum að þegar upp er staðið þá leiði þeir til kaupmáttaraukningar fyrir launafólk og að okkur auðnist að halda þeim stöðugleika sem hefur náðst. Ef við höldum vel á spilunum þá getur þetta orðið farsælt,“ segir Þorsteinn sem segir deiluna hafa verið þá alhörðustu síðustu áratugi. Deila ríkis og BHM er hins vegar enn í hnút. Félagið hafnaði tilboði ríkisins í gær og taldi mikið bera á milli.
Verkfall 2016 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira