Boða aðgerðir upp á 34 milljarða króna 30. maí 2015 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór fyrir ráðherrum í gær þegar umfangsmiklar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir kjarasamningum voru kynntar. Fréttablaðið/GVA Ríkisstjórnin kynnti í gær umfangsmiklar aðgerðir til að greiða fyrir kjarasamningum. Samtals kosta aðgerðirnar 34 milljarða á næstu fjórum árum, bæði í formi minni skatttekna og beinna útgjalda. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag verður skattþrepum fækkað í tvö og milliþrepið verður því afnumið. Breytingarnar verða í tveimur skrefum en þegar þær eru að fullu komnar fram verða fjárhæðarmörk efra þrepsins 700 þúsund krónur. Tekjuskattur á lægra þrepið verður lækkaður úr 22,86 prósentum í 22,5 prósent, líka í tveimur áföngum. Álagið við efra þrepið nemur síðan 9,3 prósentum þannig að heildartekjuskattsprósentan með þessum breytingum verður sú sama og í dag, að teknu tilliti til útsvars, en meðalprósenta þess er 14,44. Breytingarnar verða í tveimur áföngum, eins og áður segir, og að fullu komnar fram í árslok 2017. „Þetta eru breytingar sem við áætlum að leiði til tekjumissis fyrir ríkið um 9 til 11 milljarða og þegar þar bætist við um það bil 5 milljarða tekjuskattslækkun sem við höfum áður hrundið í framkvæmd, þá má segja að við séum að lækka tekjuskatt á kjörtímabilinu um allt að 16 milljarða,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Farið verður í umfangsmiklar aðgerðir á húsnæðismarkaði og reistar 2.300 nýjar félagslegar íbúðir á næstu fjórum árum. Þá verða húsnæðisbætur hækkaðar og kerfinu umbylt. Árlega munu fara um 2,5 milljarðar úr ríkissjóði til byggingar íbúðanna og aukning í bótakerfið nemur um 2 milljörðum króna. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða það hér að við höfum ekki tekið jafn stór skref sem tengjast uppbyggingu félagslegs húsnæðiskerfis hér á Íslandi í um 50 ár,“ segir Eygló Harðardóttir, ráðherra húsnæðismála. „Við erum að leggja grunninn að nýju félagslegu leiguíbúðakerfi.“ Miðað verður við að leiga fólks með lágar tekjur muni ekki nema hærra hlutfalli en 20 til 25 prósentum af tekjum. Í dag eru dæmi um að hún nemi 50 til 70 prósentum af tekjum. Þá verður reglum breytt og einfaldaðar til að lækka byggingarkostnað. Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir „Viljum ekki að krakkarnir séu hrædd að fara um hverfið sitt“ Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í gær umfangsmiklar aðgerðir til að greiða fyrir kjarasamningum. Samtals kosta aðgerðirnar 34 milljarða á næstu fjórum árum, bæði í formi minni skatttekna og beinna útgjalda. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag verður skattþrepum fækkað í tvö og milliþrepið verður því afnumið. Breytingarnar verða í tveimur skrefum en þegar þær eru að fullu komnar fram verða fjárhæðarmörk efra þrepsins 700 þúsund krónur. Tekjuskattur á lægra þrepið verður lækkaður úr 22,86 prósentum í 22,5 prósent, líka í tveimur áföngum. Álagið við efra þrepið nemur síðan 9,3 prósentum þannig að heildartekjuskattsprósentan með þessum breytingum verður sú sama og í dag, að teknu tilliti til útsvars, en meðalprósenta þess er 14,44. Breytingarnar verða í tveimur áföngum, eins og áður segir, og að fullu komnar fram í árslok 2017. „Þetta eru breytingar sem við áætlum að leiði til tekjumissis fyrir ríkið um 9 til 11 milljarða og þegar þar bætist við um það bil 5 milljarða tekjuskattslækkun sem við höfum áður hrundið í framkvæmd, þá má segja að við séum að lækka tekjuskatt á kjörtímabilinu um allt að 16 milljarða,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Farið verður í umfangsmiklar aðgerðir á húsnæðismarkaði og reistar 2.300 nýjar félagslegar íbúðir á næstu fjórum árum. Þá verða húsnæðisbætur hækkaðar og kerfinu umbylt. Árlega munu fara um 2,5 milljarðar úr ríkissjóði til byggingar íbúðanna og aukning í bótakerfið nemur um 2 milljörðum króna. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða það hér að við höfum ekki tekið jafn stór skref sem tengjast uppbyggingu félagslegs húsnæðiskerfis hér á Íslandi í um 50 ár,“ segir Eygló Harðardóttir, ráðherra húsnæðismála. „Við erum að leggja grunninn að nýju félagslegu leiguíbúðakerfi.“ Miðað verður við að leiga fólks með lágar tekjur muni ekki nema hærra hlutfalli en 20 til 25 prósentum af tekjum. Í dag eru dæmi um að hún nemi 50 til 70 prósentum af tekjum. Þá verður reglum breytt og einfaldaðar til að lækka byggingarkostnað.
Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir „Viljum ekki að krakkarnir séu hrædd að fara um hverfið sitt“ Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Sjá meira