Bestur á móti þeim bestu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2015 06:00 Fimmta markið. Gylfi Þór Sigurðsson fagnar markinu á móti Man. City um síðustu helgi. Fréttablaðið/EPA Mark Gylfa Þórs Sigurðssonar á móti Manchester City um síðustu helgi dugði ekki til stiga á móti fráfarandi Englandsmeisturum en sá til þess að íslenski landsliðsmaðurinn hjá Swansea City komst í fámennan hóp. Fréttablaðið skoðaði markaskor leikmanna í ensku úrvalsdeildinni og einkum það á móti hvaða liðum þeir hafa skorað. Niðurstöðurnar ýta enn frekar undir það hversu flott tímabil Gylfi hefur átt með Swansea í vetur. Gylfi hefur sýnt það og sannað að Tottenham var að missa frábæran leikmann frá White Hart Lane síðasta sumar. Það sem stendur þó líklega upp úr eru samt mörkin hans Gylfa á móti bestu liðum deildarinnar því hann skoraði sitt fimmta mark á móti topp sex liði í City-leiknum. Argentínumaðurinn Sergio Agüero er reyndar í sérflokki bæði á þessum lista sem og á sjálfum markalistanum. Agüero hefur skoraði 11 af 25 mörkum sínum í ensku úrvalsdeildinni í tíu leikjum sínum á móti sex efstu liðunum. Hann skoraði þó fimm mörk í tveimur leikjum við Tottenham og var því „bara“ með tveimur mörkum meira en Gylfi á móti liðunum í fimm efstu sætunum.Deilir öðru sætinu með Kane Gylfi deilir öðru sætinu með spútnikstjörnunni Harry Kane hjá Tottenham en báðir hafa þeir skorað fimm mörk gegn bestu liðum deildarinnar. Kane þakkað Gylfa reyndar fyrir framfarastökkið sitt því Gylfi var með honum á ótal aukaæfingum þegar þeir voru saman hjá Spurs. Þeim sem þekkja vel til Gylfa kemur ekki mikið á óvart að hann hafi verið tilbúinn að fínpússa spyrnutækni sína utan venjulegra æfinga. Saido Berahino hjá West Bromwich Albion nálgaðist Gylfa reyndar með því að skora tvö mörk í 3-0 sigri á toppliði Chelsea á mánudagskvöldið en hann hafði „bara“ skoraði tvö mörk í hinum tíu leikjum sínum á móti efstu liðunum og fékk því ekki inngöngu í hóp þeirra Agüeros, Gylfa og Kane.Skoraði á móti öllum nema Chelsea Gylfi hefur skoraði á móti öllum liðunum á topp sex nema Englandsmeisturum Chelsea. Gylfi spilaði í 180 mínútur í leikjunum við lærisveina Jose Mourinho en Swansea tapaði þeim báðum stórt, fyrst 4-2 á Stamford Bridge og svo 5-0 á heimavelli sínum. Gylfi gaf tóninn strax í fyrsta leik með því að leggja upp fyrsta mark ensku úrvalsdeildarinnar og skora síðan sigurmarkið í leik Swansea á móti Manchester United á Old Trafford í fyrstu umferðinni. Gylfi skoraði síðan stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í heimasigri á Arsenal og skoraði bæði á móti sínum gamla knattspyrnustjóra (Brendan Rodgers hjá Liverpool) og sínum gömlu félögum í Tottenham en bæði mörkin komu í tapleikjum á útivelli. Fimmta markið kom síðan á móti City um síðustu helgi og það var klassískt Gylfamark þar sem hann fékk að leggja boltann fyrir sig fyrir framan vítateiginn og þá er ekki að sökum að spyrja.Leggur meira upp á móti hinum Gylfi spilaði alla tólf leikina á móti sex efstu liðunum í vetur og var með fimm mörk og eina stoðsendingu í þeim. Hann var síðan með tvö mörk og níu stoðsendingar í 20 leikjum á móti liðunum í sjöunda til tuttugasta sæti. Gylfi er í hópi markahæstu manna Swansea-liðsins á tímabilinu en aðeins þeir Wilfried Bony (9 mörk, fór til Manchester City í janúar) og Sung-Yong Ki (8 mörk) hafa skorað fleiri. Lokaleikur liðsins er á móti Crystal Palace á útivelli á sunnudaginn en Gylfi lagði upp mark fyrir umræddan Bony í 1-1 jafntefli í fyrri leiknum. Crystal Palace er í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og það er því ljóst að Gylfi skorar ekki fleiri mörk á móti efstu liðunum á þessu tímabili. Þá eiga leikmenn með fjögur slík mörk líka mögulega á að bæta við í síðustu umferðinni á sunnudaginn en þeir Saido Berahino (leikur við Arsenal í lokaumferðinni) og Steven Naismith (Tottenham) þurfa báðir bara eitt mark til að komast í hópinn. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Mark Gylfa Þórs Sigurðssonar á móti Manchester City um síðustu helgi dugði ekki til stiga á móti fráfarandi Englandsmeisturum en sá til þess að íslenski landsliðsmaðurinn hjá Swansea City komst í fámennan hóp. Fréttablaðið skoðaði markaskor leikmanna í ensku úrvalsdeildinni og einkum það á móti hvaða liðum þeir hafa skorað. Niðurstöðurnar ýta enn frekar undir það hversu flott tímabil Gylfi hefur átt með Swansea í vetur. Gylfi hefur sýnt það og sannað að Tottenham var að missa frábæran leikmann frá White Hart Lane síðasta sumar. Það sem stendur þó líklega upp úr eru samt mörkin hans Gylfa á móti bestu liðum deildarinnar því hann skoraði sitt fimmta mark á móti topp sex liði í City-leiknum. Argentínumaðurinn Sergio Agüero er reyndar í sérflokki bæði á þessum lista sem og á sjálfum markalistanum. Agüero hefur skoraði 11 af 25 mörkum sínum í ensku úrvalsdeildinni í tíu leikjum sínum á móti sex efstu liðunum. Hann skoraði þó fimm mörk í tveimur leikjum við Tottenham og var því „bara“ með tveimur mörkum meira en Gylfi á móti liðunum í fimm efstu sætunum.Deilir öðru sætinu með Kane Gylfi deilir öðru sætinu með spútnikstjörnunni Harry Kane hjá Tottenham en báðir hafa þeir skorað fimm mörk gegn bestu liðum deildarinnar. Kane þakkað Gylfa reyndar fyrir framfarastökkið sitt því Gylfi var með honum á ótal aukaæfingum þegar þeir voru saman hjá Spurs. Þeim sem þekkja vel til Gylfa kemur ekki mikið á óvart að hann hafi verið tilbúinn að fínpússa spyrnutækni sína utan venjulegra æfinga. Saido Berahino hjá West Bromwich Albion nálgaðist Gylfa reyndar með því að skora tvö mörk í 3-0 sigri á toppliði Chelsea á mánudagskvöldið en hann hafði „bara“ skoraði tvö mörk í hinum tíu leikjum sínum á móti efstu liðunum og fékk því ekki inngöngu í hóp þeirra Agüeros, Gylfa og Kane.Skoraði á móti öllum nema Chelsea Gylfi hefur skoraði á móti öllum liðunum á topp sex nema Englandsmeisturum Chelsea. Gylfi spilaði í 180 mínútur í leikjunum við lærisveina Jose Mourinho en Swansea tapaði þeim báðum stórt, fyrst 4-2 á Stamford Bridge og svo 5-0 á heimavelli sínum. Gylfi gaf tóninn strax í fyrsta leik með því að leggja upp fyrsta mark ensku úrvalsdeildarinnar og skora síðan sigurmarkið í leik Swansea á móti Manchester United á Old Trafford í fyrstu umferðinni. Gylfi skoraði síðan stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í heimasigri á Arsenal og skoraði bæði á móti sínum gamla knattspyrnustjóra (Brendan Rodgers hjá Liverpool) og sínum gömlu félögum í Tottenham en bæði mörkin komu í tapleikjum á útivelli. Fimmta markið kom síðan á móti City um síðustu helgi og það var klassískt Gylfamark þar sem hann fékk að leggja boltann fyrir sig fyrir framan vítateiginn og þá er ekki að sökum að spyrja.Leggur meira upp á móti hinum Gylfi spilaði alla tólf leikina á móti sex efstu liðunum í vetur og var með fimm mörk og eina stoðsendingu í þeim. Hann var síðan með tvö mörk og níu stoðsendingar í 20 leikjum á móti liðunum í sjöunda til tuttugasta sæti. Gylfi er í hópi markahæstu manna Swansea-liðsins á tímabilinu en aðeins þeir Wilfried Bony (9 mörk, fór til Manchester City í janúar) og Sung-Yong Ki (8 mörk) hafa skorað fleiri. Lokaleikur liðsins er á móti Crystal Palace á útivelli á sunnudaginn en Gylfi lagði upp mark fyrir umræddan Bony í 1-1 jafntefli í fyrri leiknum. Crystal Palace er í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og það er því ljóst að Gylfi skorar ekki fleiri mörk á móti efstu liðunum á þessu tímabili. Þá eiga leikmenn með fjögur slík mörk líka mögulega á að bæta við í síðustu umferðinni á sunnudaginn en þeir Saido Berahino (leikur við Arsenal í lokaumferðinni) og Steven Naismith (Tottenham) þurfa báðir bara eitt mark til að komast í hópinn.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira