Samviskufrelsi presta verði afnumið hjá Þjóðkirkjunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. maí 2015 10:30 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur ekki viljað tjá sig um afnám reglu um samviskufrelsi. Vísir/GVA Kirkjuþing unga fólksins sendi frá sér ályktun á laugardaginn sem sneri að afnámi samviskufrelsis presta sem heimilar prestum þjóðkirkjunnar að neita samkynja pörum um hjónavígslu á grundvelli eigin samvisku. Ályktunin verður lögð fyrir kirkjuráð þjóðkirkjunnar og líklega tekin fyrir á fundi í júní. Í kirkjuráði situr Agnes M. Sigurðardóttir biskup auk fjögurra annarra. Sjálf tjáði Agnes sig um málið í viðtali við DV árið 2012 þegar hún var nýkjörin biskup. Þá sagði hún niðurstöðu komna í málið. „Það eru örfáir prestar sem ekki treysta sér til að gifta fólk af sama kyni og þá hafa þeir fullt leyfi til þess að hafa þá skoðun,“ sagði Agnes og bætti því við að hún teldi þetta ekki lengur vandamál, það væri búið að afgreiða málið að hennar dómi. Kirkjuþing unga fólksins er ekki á sama máli. „Í dag gæti samkynhneigt par farið í kirkju, í þeirri sanngjörnu von um að láta gifta sig eins og hvert annað gagnkynhneigt par. Parið er þó í þeirri hættu á að vera hafnað af prestinum því hann viðurkenni ekki ást þeirra sem tveir sjálfstæðir einstaklingar,“ segir í greinargerð sem þingið sendi frá sér um ályktunina. Varðandi fjölda presta sem hafa nýtt sér eða gætu hugsað sér að nýta samviskufrelsið segir Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri Biskupsstofu, þær tölur ekki liggja fyrir. Samkvæmt könnun sem 24 stundir lét gera árið 2008, þegar ný lög um staðfesta samvist voru samþykkt, kemur fram að níu prestar á landinu voru á móti því að staðfesta samvist samkynja pars í kirkju.Geta ekki farið hálfa leið Í greinargerðinni segir að kirkjan hafi tekið stór skref á síðustu árum í átt að jafnrétti en að það sé ekki tilefni til að hætta núna. „Við getum ekki farið hálfa leið og svo hrósað okkur og sagt þetta vera gott.“ Sigurvin Lárus Jónsson, æskulýðsprestur í Neskirkju og formaður Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar, sem heldur utan um Kirkjuþing unga fólksins, tekur í sama streng. Hann segir stöðuna í dag ekki góða. „Eins og staðan er núna er hinsegin fólk sett í þá stöðu að þurfa að þekkja kirkjupólitískt landslag þegar það leitar að presti til hjónavígslu,“ segir Sigurvin. „Agnes M. Sigurðardóttir biskup hefur lýst yfir því að hún vilji standa vörð um þetta samviskufrelsi en það er mjög hæpið að það standist lög að opinber starfsmaður eins og prestur hafi heimild til að mismuna á grundvelli kynhneigðar,“ bætir Sigurvin við. Í greinargerð Kirkjuþings unga fólksins segir aukinheldur: „Prestar þjóðkirkjunnar eru opinberir starfsmenn. Ekki á neinum öðrum opinberum starfsvettvangi geta opinberir starfsmenn hafnað fólki þjónustu út af kynhneigð sinni.“ Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Kirkjuþing unga fólksins sendi frá sér ályktun á laugardaginn sem sneri að afnámi samviskufrelsis presta sem heimilar prestum þjóðkirkjunnar að neita samkynja pörum um hjónavígslu á grundvelli eigin samvisku. Ályktunin verður lögð fyrir kirkjuráð þjóðkirkjunnar og líklega tekin fyrir á fundi í júní. Í kirkjuráði situr Agnes M. Sigurðardóttir biskup auk fjögurra annarra. Sjálf tjáði Agnes sig um málið í viðtali við DV árið 2012 þegar hún var nýkjörin biskup. Þá sagði hún niðurstöðu komna í málið. „Það eru örfáir prestar sem ekki treysta sér til að gifta fólk af sama kyni og þá hafa þeir fullt leyfi til þess að hafa þá skoðun,“ sagði Agnes og bætti því við að hún teldi þetta ekki lengur vandamál, það væri búið að afgreiða málið að hennar dómi. Kirkjuþing unga fólksins er ekki á sama máli. „Í dag gæti samkynhneigt par farið í kirkju, í þeirri sanngjörnu von um að láta gifta sig eins og hvert annað gagnkynhneigt par. Parið er þó í þeirri hættu á að vera hafnað af prestinum því hann viðurkenni ekki ást þeirra sem tveir sjálfstæðir einstaklingar,“ segir í greinargerð sem þingið sendi frá sér um ályktunina. Varðandi fjölda presta sem hafa nýtt sér eða gætu hugsað sér að nýta samviskufrelsið segir Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri Biskupsstofu, þær tölur ekki liggja fyrir. Samkvæmt könnun sem 24 stundir lét gera árið 2008, þegar ný lög um staðfesta samvist voru samþykkt, kemur fram að níu prestar á landinu voru á móti því að staðfesta samvist samkynja pars í kirkju.Geta ekki farið hálfa leið Í greinargerðinni segir að kirkjan hafi tekið stór skref á síðustu árum í átt að jafnrétti en að það sé ekki tilefni til að hætta núna. „Við getum ekki farið hálfa leið og svo hrósað okkur og sagt þetta vera gott.“ Sigurvin Lárus Jónsson, æskulýðsprestur í Neskirkju og formaður Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar, sem heldur utan um Kirkjuþing unga fólksins, tekur í sama streng. Hann segir stöðuna í dag ekki góða. „Eins og staðan er núna er hinsegin fólk sett í þá stöðu að þurfa að þekkja kirkjupólitískt landslag þegar það leitar að presti til hjónavígslu,“ segir Sigurvin. „Agnes M. Sigurðardóttir biskup hefur lýst yfir því að hún vilji standa vörð um þetta samviskufrelsi en það er mjög hæpið að það standist lög að opinber starfsmaður eins og prestur hafi heimild til að mismuna á grundvelli kynhneigðar,“ bætir Sigurvin við. Í greinargerð Kirkjuþings unga fólksins segir aukinheldur: „Prestar þjóðkirkjunnar eru opinberir starfsmenn. Ekki á neinum öðrum opinberum starfsvettvangi geta opinberir starfsmenn hafnað fólki þjónustu út af kynhneigð sinni.“
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira