Eftirminnilegustu augnablikin úr American Idol Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2015 12:30 Í fyrstu seríu voru það þau Randy Jackson, Paula Abdul og Simon Cowell sem sinntu hlutverki dómara í þáttunum. Nordicphotos/Getty Í fyrradag var tilkynnt að fimmtánda sería af raunveruleikaþættinum American Idol yrði sú síðasta, en serían verður sýnd á næsta ári. Sjónvarpsþátturinn hóf göngu sína árið 2002 á sjónvarpsstöðinni FOX og er farsælasta sjónvarpssería í bandarísku sjónvarpi. Í þáttunum reyna söngvarar fyrir sér fyrir framan dómnefnd sem dæmir um hvort viðkomandi fái að halda áfram í næsta þátt eða ekki, en sigurvegari er kosinn með símakosningu. Sá sem stendur uppi sem sigurvegari hlýtur að launum plötusamning auk ýmissa annarra fríðinda. Í fyrstu þáttaröðinni voru þau Randy Jackson, Paula Abdul og Simon Cowell dómarar en einnig hafa Ellen DeGeneres, Jennifer Lopez, Mariah Carey, Nicki Minaj og Keith Urban reynt fyrir sér í dómarasætinu. Kynnirinn Ryan Seacrest hefur staðið vaktina frá því í fyrstu seríu. Sigurvegarar American Idol hafa átt misgóðu gengi að fagna. Söngkonan Kelly Clarkson sigraði í fyrstu seríu og hefur gefið út sjö plötur á ferlinum og hlotið meðal annars þrenn Grammy-verðlaun, tvenn People's Choice Awards og fimm Teen Choice Awards. Aðrir vinningshafar sem farnast hefur vel eru meðal annars Jordin Sparks og Carrie Underwood.Hér er prufa Jordin Spark frá árinu 2007: Auk þess eru nokkrir sem tekið hafa þátt og ekki borið sigur úr býtum en engu að síður átt góðu gengi að fagna, sem dæmi má nefna Jennifer Hudson og Adam Lambert, einnig vöktu nokkrir keppendur mikla athygli í þættinum og hlutu sínar fimmtán mínútur af frægð, þótt ekki væri það fyrir sönghæfileika. Þar ber sjálfsagt hæst William Hung sem söng lagið She Bangs en Cowell var ekki par hrifinn af flutningi Hungs og sagði hann hvorki geta sungið né dansað. Þrátt fyrir að hljóta ekki náð fyrir augum dómaranna uppskar Hung plötusamning og kom fram fyrir framan 25.000 manns.Hér má sjá prufu Hung fyrir þáttinn árið 2004: Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Í fyrradag var tilkynnt að fimmtánda sería af raunveruleikaþættinum American Idol yrði sú síðasta, en serían verður sýnd á næsta ári. Sjónvarpsþátturinn hóf göngu sína árið 2002 á sjónvarpsstöðinni FOX og er farsælasta sjónvarpssería í bandarísku sjónvarpi. Í þáttunum reyna söngvarar fyrir sér fyrir framan dómnefnd sem dæmir um hvort viðkomandi fái að halda áfram í næsta þátt eða ekki, en sigurvegari er kosinn með símakosningu. Sá sem stendur uppi sem sigurvegari hlýtur að launum plötusamning auk ýmissa annarra fríðinda. Í fyrstu þáttaröðinni voru þau Randy Jackson, Paula Abdul og Simon Cowell dómarar en einnig hafa Ellen DeGeneres, Jennifer Lopez, Mariah Carey, Nicki Minaj og Keith Urban reynt fyrir sér í dómarasætinu. Kynnirinn Ryan Seacrest hefur staðið vaktina frá því í fyrstu seríu. Sigurvegarar American Idol hafa átt misgóðu gengi að fagna. Söngkonan Kelly Clarkson sigraði í fyrstu seríu og hefur gefið út sjö plötur á ferlinum og hlotið meðal annars þrenn Grammy-verðlaun, tvenn People's Choice Awards og fimm Teen Choice Awards. Aðrir vinningshafar sem farnast hefur vel eru meðal annars Jordin Sparks og Carrie Underwood.Hér er prufa Jordin Spark frá árinu 2007: Auk þess eru nokkrir sem tekið hafa þátt og ekki borið sigur úr býtum en engu að síður átt góðu gengi að fagna, sem dæmi má nefna Jennifer Hudson og Adam Lambert, einnig vöktu nokkrir keppendur mikla athygli í þættinum og hlutu sínar fimmtán mínútur af frægð, þótt ekki væri það fyrir sönghæfileika. Þar ber sjálfsagt hæst William Hung sem söng lagið She Bangs en Cowell var ekki par hrifinn af flutningi Hungs og sagði hann hvorki geta sungið né dansað. Þrátt fyrir að hljóta ekki náð fyrir augum dómaranna uppskar Hung plötusamning og kom fram fyrir framan 25.000 manns.Hér má sjá prufu Hung fyrir þáttinn árið 2004:
Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist