Útlendingapössun á börum borgarinnar Guðrún Ansnes skrifar 1. maí 2015 07:30 Unnar lagar þjónustu sína að þörfum viðskiptavina, með skrautlegum afleiðingum. Vísir/Ernir „Ég var með hóp ekki alls fyrir löngu sem eyddi rúmlega tveimur og hálfri milljón, á þremur klukkustundum, á skemmtistað hérna í miðborginni, á sunnudagskvöldi,“ segir Unnar Helgi Daníelsson, eigandi Reykjavík Rocks. Gefur fyrirtækið sig meðal annars út fyrir að taka á móti erlendum ferðamönnum sem vilja kynna sér næturlífið á Íslandi gaumgæfilega. „Við tölum stundum um að við sérhæfum okkur í útlendingapössun,“ segir Unnar og bætir við að kúnnahópurinn samanstandi aðallega af bandarískum karlmönnum sem vinna í tölvubransanum, svo sem Facebook og Foursquare. Auk þess séu ríkir Rússar að sækja í sig veðrið, en þeir tali lítið og eyði miklu í vín. Unnar segir týpurnar sem nýti sér þjónustuna þó eins ólíkar og þær eru margar: „Við sníðum þetta bara eftir þeim sem koma hverju sinni, en ég tek vissulega eftir mynstri þar sem hingað koma margir ríkustu menn heims eða lið sem hafa náð langt í sínum greinum.“Vinsælustu staðirnir Aðspurður um hvaða staðir séu vinsælastir meðal ferðamannanna, stendur ekki á svörum og segir hann B5 og Loftið laða að, en séu tónlistarmenn meðal viðskiptavina sé Kaffibarinn iðulega vænlegur til vinnings. „Þeir sem við höfum fengið til okkar fara héðan elskandi íslenska næturlífið, og menninguna hérna almennt. Ísland trónir á toppi eftirsóttustu landa í Evrópu í augum þeirra sem ætla að halda almennileg steggjapartí og ég finn mikið fyrir því í þessu fagi.“Klikkað lið Unnar segir Reykjavík Rocks leggja allt í sölurnar til að uppfylla kröfur viðskiptavina sinna, sem oftar en ekki séu villtari en gengur og gerist. „Þegar finnski ökuþórinn Kimi Raikkonen vildi komast sem næst tunglinu valdi hann að ferðast til Íslands,“ segir Unnar og undirstrikar þannig ákveðna stemningu í hópnum. „En ætli það fáránlegasta hafi ekki verið þegar við urðum að sjá til að einn kúnni okkar gæti riðið, á nærbuxunum einum fata, um leið og hann lenti á skerinu og beinustu leið ofan í Bláa lónið,“ segir hann og skellir upp úr. Unnar segist lengi hafa verið talsmaður þess að markaðssetja næturlífið á Íslandi markvisst í tengslum við ferðaþjónustuna. „Mér sýnist samt á öllu að það hafi nánast markaðssett sig sjálft undanfarin ár, svona miðað við hvaða fólk er að heimsækja landið,“ skýtur hann að í lokin og bendir áhugasömum á að kíkja á www.reykjavik.rocks Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látin Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Sjá meira
„Ég var með hóp ekki alls fyrir löngu sem eyddi rúmlega tveimur og hálfri milljón, á þremur klukkustundum, á skemmtistað hérna í miðborginni, á sunnudagskvöldi,“ segir Unnar Helgi Daníelsson, eigandi Reykjavík Rocks. Gefur fyrirtækið sig meðal annars út fyrir að taka á móti erlendum ferðamönnum sem vilja kynna sér næturlífið á Íslandi gaumgæfilega. „Við tölum stundum um að við sérhæfum okkur í útlendingapössun,“ segir Unnar og bætir við að kúnnahópurinn samanstandi aðallega af bandarískum karlmönnum sem vinna í tölvubransanum, svo sem Facebook og Foursquare. Auk þess séu ríkir Rússar að sækja í sig veðrið, en þeir tali lítið og eyði miklu í vín. Unnar segir týpurnar sem nýti sér þjónustuna þó eins ólíkar og þær eru margar: „Við sníðum þetta bara eftir þeim sem koma hverju sinni, en ég tek vissulega eftir mynstri þar sem hingað koma margir ríkustu menn heims eða lið sem hafa náð langt í sínum greinum.“Vinsælustu staðirnir Aðspurður um hvaða staðir séu vinsælastir meðal ferðamannanna, stendur ekki á svörum og segir hann B5 og Loftið laða að, en séu tónlistarmenn meðal viðskiptavina sé Kaffibarinn iðulega vænlegur til vinnings. „Þeir sem við höfum fengið til okkar fara héðan elskandi íslenska næturlífið, og menninguna hérna almennt. Ísland trónir á toppi eftirsóttustu landa í Evrópu í augum þeirra sem ætla að halda almennileg steggjapartí og ég finn mikið fyrir því í þessu fagi.“Klikkað lið Unnar segir Reykjavík Rocks leggja allt í sölurnar til að uppfylla kröfur viðskiptavina sinna, sem oftar en ekki séu villtari en gengur og gerist. „Þegar finnski ökuþórinn Kimi Raikkonen vildi komast sem næst tunglinu valdi hann að ferðast til Íslands,“ segir Unnar og undirstrikar þannig ákveðna stemningu í hópnum. „En ætli það fáránlegasta hafi ekki verið þegar við urðum að sjá til að einn kúnni okkar gæti riðið, á nærbuxunum einum fata, um leið og hann lenti á skerinu og beinustu leið ofan í Bláa lónið,“ segir hann og skellir upp úr. Unnar segist lengi hafa verið talsmaður þess að markaðssetja næturlífið á Íslandi markvisst í tengslum við ferðaþjónustuna. „Mér sýnist samt á öllu að það hafi nánast markaðssett sig sjálft undanfarin ár, svona miðað við hvaða fólk er að heimsækja landið,“ skýtur hann að í lokin og bendir áhugasömum á að kíkja á www.reykjavik.rocks
Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látin Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Sjá meira