Litlar krónutöluhækkanir en miklar prósentuhækkanir í kröfum SGS fanney birna jónsdóttir skrifar 28. apríl 2015 07:00 Björn Snæbjörnsson Launakröfur Starfsgreinasambandsins (SGS) eru um launahækkanir á bilinu 50 til 52 prósent á þremur árum samkvæmt gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Krónutöluhækkunin er á bilinu 98 til 127 þúsund krónur. Fréttablaðið hefur einnig undir höndum tölur um meðallaun ýmissa starfsstétta Starfsgreinasambandsins. Sem dæmi má nefna að meðalgrunnlaun bensínafgreiðslufólks eru 225.715 krónur á mánuði. Heildarlaun starfsmannsins með yfirvinnu og öðru eru 341.408 krónur. SGS leggur sérstaka áherslu á að dagvinnulaun hækki þannig að hægt sé að lifa á þeim einum. Samkvæmt síðustu kjarasamningum eru lágmarksmánaðarlaun bensínafgreiðslumanns 209.500 krónur. Miðað við kröfur SGS myndu laun þessa starfsmanns hækka upp í 315.000 krónur á þremur árum eða rúmlega 35.000 krónur á ári fram til ársins 2017. Hækkunin nemur 50,4%. „Við erum að tala um lága krónutölu þótt það megi finna háar prósentur,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Mikið hefur verið rætt um mögulegar efnahagslegar afleiðingar þess að samið verði um of miklar launahækkanir. Björn segir fólkið sem sé á lægstu töxtunum ekki geta tekið ábyrgð á stöðugleikanum. „Það verða fleiri að taka ábyrgð. Við erum að horfa á þriggja ára plan, sem þýðir í kringum 16 til 17% hækkun á ári. Við teljum að þjóðfélagið geti alveg þolað þessar hækkanir.“ Aðspurður um ábyrgð sambandsins á launaskriði sem færi af stað ef allir fengju samninga sambærilega þeim sem SGS biður um segir Björn ríkið hafa hleypt boltanum af stað með ýmsum samningum, meðal annars við kennara. „Af hverju stoppuðu þeir það ekki ef slíkar hækkanir eru óraunhæfar? Þeir samningar hafa ekki ruggað neinu,“ segir Björn. Hann bætir því við að kröfugerðin sé í samræmi við það sem aðrir hafa fengið að undanförnu.„Við erum að semja fyrir okkar hóp, við erum ekki að horfa á aðra.“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ómögulegt að horfa á krónutöluhækkanir í þessu samhengi, hjá SGS séu 10 þúsund manns að biðja um 50% launahækkun. „Þetta er hækkun á taxtakerfi sem í dag er 260 þúsund að meðaltali en skilar 430 þúsund króna tekjum á mánuði. Ef þú hækkar 430 þúsund um 50% ertu kominn með 640 þúsund krónur á mánuði fyrir þennan 10 þúsund manna hóp. Til samanburðar eru meðallaun iðnaðarmanna 600 þúsund krónur og meðallaun BHM í kringum 550 þúsund. Svo getur maður bara haldið áfram að telja. Þetta eru kröfurnar og það er enginn hópur að fara að sætta sig við að hækka eitthvað minna heldur en aðrir.“ Þorsteinn segir samninga við SGS alltaf mundu verða fordæmi. „SGS grundvallar sína kröfugerð meðal annars með vísan í samninga við lækna og kennara. Með sama hætti eru allir hópar á vinnumarkaði núna að grundvalla sína kröfugerð með vísan til einhverra samninga sem aðrir aðilar hafa verið að gera. Þannig að ef við myndum semja um 50% launahækkun við SGS til þriggja ára þá yrði það bara lágmarksviðmið allra annarra samninga sem á eftir kæmu.“ Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
Launakröfur Starfsgreinasambandsins (SGS) eru um launahækkanir á bilinu 50 til 52 prósent á þremur árum samkvæmt gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Krónutöluhækkunin er á bilinu 98 til 127 þúsund krónur. Fréttablaðið hefur einnig undir höndum tölur um meðallaun ýmissa starfsstétta Starfsgreinasambandsins. Sem dæmi má nefna að meðalgrunnlaun bensínafgreiðslufólks eru 225.715 krónur á mánuði. Heildarlaun starfsmannsins með yfirvinnu og öðru eru 341.408 krónur. SGS leggur sérstaka áherslu á að dagvinnulaun hækki þannig að hægt sé að lifa á þeim einum. Samkvæmt síðustu kjarasamningum eru lágmarksmánaðarlaun bensínafgreiðslumanns 209.500 krónur. Miðað við kröfur SGS myndu laun þessa starfsmanns hækka upp í 315.000 krónur á þremur árum eða rúmlega 35.000 krónur á ári fram til ársins 2017. Hækkunin nemur 50,4%. „Við erum að tala um lága krónutölu þótt það megi finna háar prósentur,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Mikið hefur verið rætt um mögulegar efnahagslegar afleiðingar þess að samið verði um of miklar launahækkanir. Björn segir fólkið sem sé á lægstu töxtunum ekki geta tekið ábyrgð á stöðugleikanum. „Það verða fleiri að taka ábyrgð. Við erum að horfa á þriggja ára plan, sem þýðir í kringum 16 til 17% hækkun á ári. Við teljum að þjóðfélagið geti alveg þolað þessar hækkanir.“ Aðspurður um ábyrgð sambandsins á launaskriði sem færi af stað ef allir fengju samninga sambærilega þeim sem SGS biður um segir Björn ríkið hafa hleypt boltanum af stað með ýmsum samningum, meðal annars við kennara. „Af hverju stoppuðu þeir það ekki ef slíkar hækkanir eru óraunhæfar? Þeir samningar hafa ekki ruggað neinu,“ segir Björn. Hann bætir því við að kröfugerðin sé í samræmi við það sem aðrir hafa fengið að undanförnu.„Við erum að semja fyrir okkar hóp, við erum ekki að horfa á aðra.“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ómögulegt að horfa á krónutöluhækkanir í þessu samhengi, hjá SGS séu 10 þúsund manns að biðja um 50% launahækkun. „Þetta er hækkun á taxtakerfi sem í dag er 260 þúsund að meðaltali en skilar 430 þúsund króna tekjum á mánuði. Ef þú hækkar 430 þúsund um 50% ertu kominn með 640 þúsund krónur á mánuði fyrir þennan 10 þúsund manna hóp. Til samanburðar eru meðallaun iðnaðarmanna 600 þúsund krónur og meðallaun BHM í kringum 550 þúsund. Svo getur maður bara haldið áfram að telja. Þetta eru kröfurnar og það er enginn hópur að fara að sætta sig við að hækka eitthvað minna heldur en aðrir.“ Þorsteinn segir samninga við SGS alltaf mundu verða fordæmi. „SGS grundvallar sína kröfugerð meðal annars með vísan í samninga við lækna og kennara. Með sama hætti eru allir hópar á vinnumarkaði núna að grundvalla sína kröfugerð með vísan til einhverra samninga sem aðrir aðilar hafa verið að gera. Þannig að ef við myndum semja um 50% launahækkun við SGS til þriggja ára þá yrði það bara lágmarksviðmið allra annarra samninga sem á eftir kæmu.“
Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira