Litlar krónutöluhækkanir en miklar prósentuhækkanir í kröfum SGS fanney birna jónsdóttir skrifar 28. apríl 2015 07:00 Björn Snæbjörnsson Launakröfur Starfsgreinasambandsins (SGS) eru um launahækkanir á bilinu 50 til 52 prósent á þremur árum samkvæmt gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Krónutöluhækkunin er á bilinu 98 til 127 þúsund krónur. Fréttablaðið hefur einnig undir höndum tölur um meðallaun ýmissa starfsstétta Starfsgreinasambandsins. Sem dæmi má nefna að meðalgrunnlaun bensínafgreiðslufólks eru 225.715 krónur á mánuði. Heildarlaun starfsmannsins með yfirvinnu og öðru eru 341.408 krónur. SGS leggur sérstaka áherslu á að dagvinnulaun hækki þannig að hægt sé að lifa á þeim einum. Samkvæmt síðustu kjarasamningum eru lágmarksmánaðarlaun bensínafgreiðslumanns 209.500 krónur. Miðað við kröfur SGS myndu laun þessa starfsmanns hækka upp í 315.000 krónur á þremur árum eða rúmlega 35.000 krónur á ári fram til ársins 2017. Hækkunin nemur 50,4%. „Við erum að tala um lága krónutölu þótt það megi finna háar prósentur,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Mikið hefur verið rætt um mögulegar efnahagslegar afleiðingar þess að samið verði um of miklar launahækkanir. Björn segir fólkið sem sé á lægstu töxtunum ekki geta tekið ábyrgð á stöðugleikanum. „Það verða fleiri að taka ábyrgð. Við erum að horfa á þriggja ára plan, sem þýðir í kringum 16 til 17% hækkun á ári. Við teljum að þjóðfélagið geti alveg þolað þessar hækkanir.“ Aðspurður um ábyrgð sambandsins á launaskriði sem færi af stað ef allir fengju samninga sambærilega þeim sem SGS biður um segir Björn ríkið hafa hleypt boltanum af stað með ýmsum samningum, meðal annars við kennara. „Af hverju stoppuðu þeir það ekki ef slíkar hækkanir eru óraunhæfar? Þeir samningar hafa ekki ruggað neinu,“ segir Björn. Hann bætir því við að kröfugerðin sé í samræmi við það sem aðrir hafa fengið að undanförnu.„Við erum að semja fyrir okkar hóp, við erum ekki að horfa á aðra.“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ómögulegt að horfa á krónutöluhækkanir í þessu samhengi, hjá SGS séu 10 þúsund manns að biðja um 50% launahækkun. „Þetta er hækkun á taxtakerfi sem í dag er 260 þúsund að meðaltali en skilar 430 þúsund króna tekjum á mánuði. Ef þú hækkar 430 þúsund um 50% ertu kominn með 640 þúsund krónur á mánuði fyrir þennan 10 þúsund manna hóp. Til samanburðar eru meðallaun iðnaðarmanna 600 þúsund krónur og meðallaun BHM í kringum 550 þúsund. Svo getur maður bara haldið áfram að telja. Þetta eru kröfurnar og það er enginn hópur að fara að sætta sig við að hækka eitthvað minna heldur en aðrir.“ Þorsteinn segir samninga við SGS alltaf mundu verða fordæmi. „SGS grundvallar sína kröfugerð meðal annars með vísan í samninga við lækna og kennara. Með sama hætti eru allir hópar á vinnumarkaði núna að grundvalla sína kröfugerð með vísan til einhverra samninga sem aðrir aðilar hafa verið að gera. Þannig að ef við myndum semja um 50% launahækkun við SGS til þriggja ára þá yrði það bara lágmarksviðmið allra annarra samninga sem á eftir kæmu.“ Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Launakröfur Starfsgreinasambandsins (SGS) eru um launahækkanir á bilinu 50 til 52 prósent á þremur árum samkvæmt gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Krónutöluhækkunin er á bilinu 98 til 127 þúsund krónur. Fréttablaðið hefur einnig undir höndum tölur um meðallaun ýmissa starfsstétta Starfsgreinasambandsins. Sem dæmi má nefna að meðalgrunnlaun bensínafgreiðslufólks eru 225.715 krónur á mánuði. Heildarlaun starfsmannsins með yfirvinnu og öðru eru 341.408 krónur. SGS leggur sérstaka áherslu á að dagvinnulaun hækki þannig að hægt sé að lifa á þeim einum. Samkvæmt síðustu kjarasamningum eru lágmarksmánaðarlaun bensínafgreiðslumanns 209.500 krónur. Miðað við kröfur SGS myndu laun þessa starfsmanns hækka upp í 315.000 krónur á þremur árum eða rúmlega 35.000 krónur á ári fram til ársins 2017. Hækkunin nemur 50,4%. „Við erum að tala um lága krónutölu þótt það megi finna háar prósentur,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Mikið hefur verið rætt um mögulegar efnahagslegar afleiðingar þess að samið verði um of miklar launahækkanir. Björn segir fólkið sem sé á lægstu töxtunum ekki geta tekið ábyrgð á stöðugleikanum. „Það verða fleiri að taka ábyrgð. Við erum að horfa á þriggja ára plan, sem þýðir í kringum 16 til 17% hækkun á ári. Við teljum að þjóðfélagið geti alveg þolað þessar hækkanir.“ Aðspurður um ábyrgð sambandsins á launaskriði sem færi af stað ef allir fengju samninga sambærilega þeim sem SGS biður um segir Björn ríkið hafa hleypt boltanum af stað með ýmsum samningum, meðal annars við kennara. „Af hverju stoppuðu þeir það ekki ef slíkar hækkanir eru óraunhæfar? Þeir samningar hafa ekki ruggað neinu,“ segir Björn. Hann bætir því við að kröfugerðin sé í samræmi við það sem aðrir hafa fengið að undanförnu.„Við erum að semja fyrir okkar hóp, við erum ekki að horfa á aðra.“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ómögulegt að horfa á krónutöluhækkanir í þessu samhengi, hjá SGS séu 10 þúsund manns að biðja um 50% launahækkun. „Þetta er hækkun á taxtakerfi sem í dag er 260 þúsund að meðaltali en skilar 430 þúsund króna tekjum á mánuði. Ef þú hækkar 430 þúsund um 50% ertu kominn með 640 þúsund krónur á mánuði fyrir þennan 10 þúsund manna hóp. Til samanburðar eru meðallaun iðnaðarmanna 600 þúsund krónur og meðallaun BHM í kringum 550 þúsund. Svo getur maður bara haldið áfram að telja. Þetta eru kröfurnar og það er enginn hópur að fara að sætta sig við að hækka eitthvað minna heldur en aðrir.“ Þorsteinn segir samninga við SGS alltaf mundu verða fordæmi. „SGS grundvallar sína kröfugerð meðal annars með vísan í samninga við lækna og kennara. Með sama hætti eru allir hópar á vinnumarkaði núna að grundvalla sína kröfugerð með vísan til einhverra samninga sem aðrir aðilar hafa verið að gera. Þannig að ef við myndum semja um 50% launahækkun við SGS til þriggja ára þá yrði það bara lágmarksviðmið allra annarra samninga sem á eftir kæmu.“
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira