Litlar krónutöluhækkanir en miklar prósentuhækkanir í kröfum SGS fanney birna jónsdóttir skrifar 28. apríl 2015 07:00 Björn Snæbjörnsson Launakröfur Starfsgreinasambandsins (SGS) eru um launahækkanir á bilinu 50 til 52 prósent á þremur árum samkvæmt gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Krónutöluhækkunin er á bilinu 98 til 127 þúsund krónur. Fréttablaðið hefur einnig undir höndum tölur um meðallaun ýmissa starfsstétta Starfsgreinasambandsins. Sem dæmi má nefna að meðalgrunnlaun bensínafgreiðslufólks eru 225.715 krónur á mánuði. Heildarlaun starfsmannsins með yfirvinnu og öðru eru 341.408 krónur. SGS leggur sérstaka áherslu á að dagvinnulaun hækki þannig að hægt sé að lifa á þeim einum. Samkvæmt síðustu kjarasamningum eru lágmarksmánaðarlaun bensínafgreiðslumanns 209.500 krónur. Miðað við kröfur SGS myndu laun þessa starfsmanns hækka upp í 315.000 krónur á þremur árum eða rúmlega 35.000 krónur á ári fram til ársins 2017. Hækkunin nemur 50,4%. „Við erum að tala um lága krónutölu þótt það megi finna háar prósentur,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Mikið hefur verið rætt um mögulegar efnahagslegar afleiðingar þess að samið verði um of miklar launahækkanir. Björn segir fólkið sem sé á lægstu töxtunum ekki geta tekið ábyrgð á stöðugleikanum. „Það verða fleiri að taka ábyrgð. Við erum að horfa á þriggja ára plan, sem þýðir í kringum 16 til 17% hækkun á ári. Við teljum að þjóðfélagið geti alveg þolað þessar hækkanir.“ Aðspurður um ábyrgð sambandsins á launaskriði sem færi af stað ef allir fengju samninga sambærilega þeim sem SGS biður um segir Björn ríkið hafa hleypt boltanum af stað með ýmsum samningum, meðal annars við kennara. „Af hverju stoppuðu þeir það ekki ef slíkar hækkanir eru óraunhæfar? Þeir samningar hafa ekki ruggað neinu,“ segir Björn. Hann bætir því við að kröfugerðin sé í samræmi við það sem aðrir hafa fengið að undanförnu.„Við erum að semja fyrir okkar hóp, við erum ekki að horfa á aðra.“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ómögulegt að horfa á krónutöluhækkanir í þessu samhengi, hjá SGS séu 10 þúsund manns að biðja um 50% launahækkun. „Þetta er hækkun á taxtakerfi sem í dag er 260 þúsund að meðaltali en skilar 430 þúsund króna tekjum á mánuði. Ef þú hækkar 430 þúsund um 50% ertu kominn með 640 þúsund krónur á mánuði fyrir þennan 10 þúsund manna hóp. Til samanburðar eru meðallaun iðnaðarmanna 600 þúsund krónur og meðallaun BHM í kringum 550 þúsund. Svo getur maður bara haldið áfram að telja. Þetta eru kröfurnar og það er enginn hópur að fara að sætta sig við að hækka eitthvað minna heldur en aðrir.“ Þorsteinn segir samninga við SGS alltaf mundu verða fordæmi. „SGS grundvallar sína kröfugerð meðal annars með vísan í samninga við lækna og kennara. Með sama hætti eru allir hópar á vinnumarkaði núna að grundvalla sína kröfugerð með vísan til einhverra samninga sem aðrir aðilar hafa verið að gera. Þannig að ef við myndum semja um 50% launahækkun við SGS til þriggja ára þá yrði það bara lágmarksviðmið allra annarra samninga sem á eftir kæmu.“ Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Sjá meira
Launakröfur Starfsgreinasambandsins (SGS) eru um launahækkanir á bilinu 50 til 52 prósent á þremur árum samkvæmt gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Krónutöluhækkunin er á bilinu 98 til 127 þúsund krónur. Fréttablaðið hefur einnig undir höndum tölur um meðallaun ýmissa starfsstétta Starfsgreinasambandsins. Sem dæmi má nefna að meðalgrunnlaun bensínafgreiðslufólks eru 225.715 krónur á mánuði. Heildarlaun starfsmannsins með yfirvinnu og öðru eru 341.408 krónur. SGS leggur sérstaka áherslu á að dagvinnulaun hækki þannig að hægt sé að lifa á þeim einum. Samkvæmt síðustu kjarasamningum eru lágmarksmánaðarlaun bensínafgreiðslumanns 209.500 krónur. Miðað við kröfur SGS myndu laun þessa starfsmanns hækka upp í 315.000 krónur á þremur árum eða rúmlega 35.000 krónur á ári fram til ársins 2017. Hækkunin nemur 50,4%. „Við erum að tala um lága krónutölu þótt það megi finna háar prósentur,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Mikið hefur verið rætt um mögulegar efnahagslegar afleiðingar þess að samið verði um of miklar launahækkanir. Björn segir fólkið sem sé á lægstu töxtunum ekki geta tekið ábyrgð á stöðugleikanum. „Það verða fleiri að taka ábyrgð. Við erum að horfa á þriggja ára plan, sem þýðir í kringum 16 til 17% hækkun á ári. Við teljum að þjóðfélagið geti alveg þolað þessar hækkanir.“ Aðspurður um ábyrgð sambandsins á launaskriði sem færi af stað ef allir fengju samninga sambærilega þeim sem SGS biður um segir Björn ríkið hafa hleypt boltanum af stað með ýmsum samningum, meðal annars við kennara. „Af hverju stoppuðu þeir það ekki ef slíkar hækkanir eru óraunhæfar? Þeir samningar hafa ekki ruggað neinu,“ segir Björn. Hann bætir því við að kröfugerðin sé í samræmi við það sem aðrir hafa fengið að undanförnu.„Við erum að semja fyrir okkar hóp, við erum ekki að horfa á aðra.“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ómögulegt að horfa á krónutöluhækkanir í þessu samhengi, hjá SGS séu 10 þúsund manns að biðja um 50% launahækkun. „Þetta er hækkun á taxtakerfi sem í dag er 260 þúsund að meðaltali en skilar 430 þúsund króna tekjum á mánuði. Ef þú hækkar 430 þúsund um 50% ertu kominn með 640 þúsund krónur á mánuði fyrir þennan 10 þúsund manna hóp. Til samanburðar eru meðallaun iðnaðarmanna 600 þúsund krónur og meðallaun BHM í kringum 550 þúsund. Svo getur maður bara haldið áfram að telja. Þetta eru kröfurnar og það er enginn hópur að fara að sætta sig við að hækka eitthvað minna heldur en aðrir.“ Þorsteinn segir samninga við SGS alltaf mundu verða fordæmi. „SGS grundvallar sína kröfugerð meðal annars með vísan í samninga við lækna og kennara. Með sama hætti eru allir hópar á vinnumarkaði núna að grundvalla sína kröfugerð með vísan til einhverra samninga sem aðrir aðilar hafa verið að gera. Þannig að ef við myndum semja um 50% launahækkun við SGS til þriggja ára þá yrði það bara lágmarksviðmið allra annarra samninga sem á eftir kæmu.“
Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Sjá meira