Baltasar Kormákur: „Kominn tími til að huga betur að konunni og börnunum” Guðrún Ansnes skrifar 22. apríl 2015 08:00 Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir samhent í Vegas. „Það er alltaf gott að fá klapp á bakið, hvort sem það er svona eða þegar mamma klappar,“ segir Baltasar Kormákur, glaðbeittur og nýkrýndur kvikmyndagerðarmaður ársins. Um ræðir alþjóðlega uppskeruhátíð kvikmyndahúsa,CinemaCon, sem fram fór í Las Vegas. Segist Baltasar hafa orðið verulega hissa þegar í ljós kom að hann var tilnefndur og ekki dró úr því þegar hann svo fékk skilaboð þess efnis að hann hefði sigrað og honum flogið út. Aðspurður um hvaða þýðingu svona verðlaun hafi fyrir leikstjóra líkt og hann, segir hann þau fyrst og fremst mikinn heiður, „enda um stórt alþjóðlegt batterí að ræða.“ „Ég hef lítið verið að lenda í að einhverjar standi mér ekki opnar, án þess að ætla að grobba mig. En það er alltaf erfitt að segja til um hvað gerist í kjölfar verðlauna á borð við þessi,“ útskýrir Baltasar og tekur dæmi um sigurvegara Óskarsverðlaunanna; „stundum verður bara ekkert meira úr því neitt, en ég er samt ekki að bera þetta saman,“ skýtur hann að og skellir uppúr. Aðspurður um hvernig tilfinning það hafi verið að halda ræðu fyrir framan allan þann hóp fagmanna af því kaliberi sem raun bar vitni um í kjölfar verðlaunaafhendingarinnar, segist Baltasar ekki hafa verið ýkja stressaður. „Ég verð ekki oft stressaður, og þá kannski síst í þeim aðstæðum sem ég ætti að vera stressaður. Best finnst mér að undirbúa til dæmis ekki ræðurnar mínar fyrirfram, heldur koma orðin í takt við stemninguna í þeim hópi sem við á,“ útskýrir Baltasar og bætir við að hann sé iðulega síst stressaður þegar raunverulegt tilefni er til. „Í leikstjórastólnum er ég sem dæmi pollslakur, en það þykir oft stressandi staður til að vera á. En annarsstaðar á ég mínar stundir og verð lítill í mér eins og aðrir.“Aldrei lognmolla Hefur Baltasar í svo miklu að snúast að ekki er rými fyrir mikið meira, en allt er á blússandi gangi varðandi kvikmyndina Everest, sem frumsýnd verður í september „Þau viðrbögð sem ég hef fengið hingað til hafa verið verulega góð, en svo sjáum við hvað setur þegar hún fer í sýningu,“ bætir hann auðmjúkur við. „Nú er ég að vinna að myndinni Cascade, þar sem Cate Blanchette, einhver besta leikkona í heimi, fer í broddi fylkingar. Þáttaröðin Ófær er vinnslu og heilmikið fleira,“ útlistar Baltasar. Aðspurður um hvort hann eigi fleiri klukkustundir í sínum sólarhring heldur en annað fólk, segir hann svo ekki vera „Fyrir mér er vinnan mín passion og þá horfir þetta öðruvísi við,“ bætir svo við „en ég þarf að eyða meiri tíma í konuna og börnin. Það er kannski hægt að gera það þegar maður er kominn á ákveðinn stað.“ Mun Baltasar dvelja í Bandaríkunum fram á fimmtudag,enda hefur hann í nægu að snúast svo gott er að nýta ferðirnar vel. Tengdar fréttir Stjörnurnar lofa Baltasar Kormák Sjáðu myndbandið sem sýnt var þegar Baltasar fékk verðlaunin kvikmyndagerðarmaður ársins á verðlaunahátíðinni CinemaCon. 21. apríl 2015 19:19 Baltasar verðlaunaður í Vegas Baltasar Kormákur hlaut í gær viðurkenninguna kvikmyndagerðarmaður ársins frá CinemaCon. 21. apríl 2015 12:14 Heiðraður á stærstu hátíð kvikmyndahúsaeigenda í heiminum Hann leggur nú lokahönd á kvikmynd sína Everest og ætlar að endurskoða forgangsröðun sína í kjölfar útgáfu hennar. 24. mars 2015 08:30 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Sjá meira
„Það er alltaf gott að fá klapp á bakið, hvort sem það er svona eða þegar mamma klappar,“ segir Baltasar Kormákur, glaðbeittur og nýkrýndur kvikmyndagerðarmaður ársins. Um ræðir alþjóðlega uppskeruhátíð kvikmyndahúsa,CinemaCon, sem fram fór í Las Vegas. Segist Baltasar hafa orðið verulega hissa þegar í ljós kom að hann var tilnefndur og ekki dró úr því þegar hann svo fékk skilaboð þess efnis að hann hefði sigrað og honum flogið út. Aðspurður um hvaða þýðingu svona verðlaun hafi fyrir leikstjóra líkt og hann, segir hann þau fyrst og fremst mikinn heiður, „enda um stórt alþjóðlegt batterí að ræða.“ „Ég hef lítið verið að lenda í að einhverjar standi mér ekki opnar, án þess að ætla að grobba mig. En það er alltaf erfitt að segja til um hvað gerist í kjölfar verðlauna á borð við þessi,“ útskýrir Baltasar og tekur dæmi um sigurvegara Óskarsverðlaunanna; „stundum verður bara ekkert meira úr því neitt, en ég er samt ekki að bera þetta saman,“ skýtur hann að og skellir uppúr. Aðspurður um hvernig tilfinning það hafi verið að halda ræðu fyrir framan allan þann hóp fagmanna af því kaliberi sem raun bar vitni um í kjölfar verðlaunaafhendingarinnar, segist Baltasar ekki hafa verið ýkja stressaður. „Ég verð ekki oft stressaður, og þá kannski síst í þeim aðstæðum sem ég ætti að vera stressaður. Best finnst mér að undirbúa til dæmis ekki ræðurnar mínar fyrirfram, heldur koma orðin í takt við stemninguna í þeim hópi sem við á,“ útskýrir Baltasar og bætir við að hann sé iðulega síst stressaður þegar raunverulegt tilefni er til. „Í leikstjórastólnum er ég sem dæmi pollslakur, en það þykir oft stressandi staður til að vera á. En annarsstaðar á ég mínar stundir og verð lítill í mér eins og aðrir.“Aldrei lognmolla Hefur Baltasar í svo miklu að snúast að ekki er rými fyrir mikið meira, en allt er á blússandi gangi varðandi kvikmyndina Everest, sem frumsýnd verður í september „Þau viðrbögð sem ég hef fengið hingað til hafa verið verulega góð, en svo sjáum við hvað setur þegar hún fer í sýningu,“ bætir hann auðmjúkur við. „Nú er ég að vinna að myndinni Cascade, þar sem Cate Blanchette, einhver besta leikkona í heimi, fer í broddi fylkingar. Þáttaröðin Ófær er vinnslu og heilmikið fleira,“ útlistar Baltasar. Aðspurður um hvort hann eigi fleiri klukkustundir í sínum sólarhring heldur en annað fólk, segir hann svo ekki vera „Fyrir mér er vinnan mín passion og þá horfir þetta öðruvísi við,“ bætir svo við „en ég þarf að eyða meiri tíma í konuna og börnin. Það er kannski hægt að gera það þegar maður er kominn á ákveðinn stað.“ Mun Baltasar dvelja í Bandaríkunum fram á fimmtudag,enda hefur hann í nægu að snúast svo gott er að nýta ferðirnar vel.
Tengdar fréttir Stjörnurnar lofa Baltasar Kormák Sjáðu myndbandið sem sýnt var þegar Baltasar fékk verðlaunin kvikmyndagerðarmaður ársins á verðlaunahátíðinni CinemaCon. 21. apríl 2015 19:19 Baltasar verðlaunaður í Vegas Baltasar Kormákur hlaut í gær viðurkenninguna kvikmyndagerðarmaður ársins frá CinemaCon. 21. apríl 2015 12:14 Heiðraður á stærstu hátíð kvikmyndahúsaeigenda í heiminum Hann leggur nú lokahönd á kvikmynd sína Everest og ætlar að endurskoða forgangsröðun sína í kjölfar útgáfu hennar. 24. mars 2015 08:30 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Sjá meira
Stjörnurnar lofa Baltasar Kormák Sjáðu myndbandið sem sýnt var þegar Baltasar fékk verðlaunin kvikmyndagerðarmaður ársins á verðlaunahátíðinni CinemaCon. 21. apríl 2015 19:19
Baltasar verðlaunaður í Vegas Baltasar Kormákur hlaut í gær viðurkenninguna kvikmyndagerðarmaður ársins frá CinemaCon. 21. apríl 2015 12:14
Heiðraður á stærstu hátíð kvikmyndahúsaeigenda í heiminum Hann leggur nú lokahönd á kvikmynd sína Everest og ætlar að endurskoða forgangsröðun sína í kjölfar útgáfu hennar. 24. mars 2015 08:30