Baltasar Kormákur: „Kominn tími til að huga betur að konunni og börnunum” Guðrún Ansnes skrifar 22. apríl 2015 08:00 Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir samhent í Vegas. „Það er alltaf gott að fá klapp á bakið, hvort sem það er svona eða þegar mamma klappar,“ segir Baltasar Kormákur, glaðbeittur og nýkrýndur kvikmyndagerðarmaður ársins. Um ræðir alþjóðlega uppskeruhátíð kvikmyndahúsa,CinemaCon, sem fram fór í Las Vegas. Segist Baltasar hafa orðið verulega hissa þegar í ljós kom að hann var tilnefndur og ekki dró úr því þegar hann svo fékk skilaboð þess efnis að hann hefði sigrað og honum flogið út. Aðspurður um hvaða þýðingu svona verðlaun hafi fyrir leikstjóra líkt og hann, segir hann þau fyrst og fremst mikinn heiður, „enda um stórt alþjóðlegt batterí að ræða.“ „Ég hef lítið verið að lenda í að einhverjar standi mér ekki opnar, án þess að ætla að grobba mig. En það er alltaf erfitt að segja til um hvað gerist í kjölfar verðlauna á borð við þessi,“ útskýrir Baltasar og tekur dæmi um sigurvegara Óskarsverðlaunanna; „stundum verður bara ekkert meira úr því neitt, en ég er samt ekki að bera þetta saman,“ skýtur hann að og skellir uppúr. Aðspurður um hvernig tilfinning það hafi verið að halda ræðu fyrir framan allan þann hóp fagmanna af því kaliberi sem raun bar vitni um í kjölfar verðlaunaafhendingarinnar, segist Baltasar ekki hafa verið ýkja stressaður. „Ég verð ekki oft stressaður, og þá kannski síst í þeim aðstæðum sem ég ætti að vera stressaður. Best finnst mér að undirbúa til dæmis ekki ræðurnar mínar fyrirfram, heldur koma orðin í takt við stemninguna í þeim hópi sem við á,“ útskýrir Baltasar og bætir við að hann sé iðulega síst stressaður þegar raunverulegt tilefni er til. „Í leikstjórastólnum er ég sem dæmi pollslakur, en það þykir oft stressandi staður til að vera á. En annarsstaðar á ég mínar stundir og verð lítill í mér eins og aðrir.“Aldrei lognmolla Hefur Baltasar í svo miklu að snúast að ekki er rými fyrir mikið meira, en allt er á blússandi gangi varðandi kvikmyndina Everest, sem frumsýnd verður í september „Þau viðrbögð sem ég hef fengið hingað til hafa verið verulega góð, en svo sjáum við hvað setur þegar hún fer í sýningu,“ bætir hann auðmjúkur við. „Nú er ég að vinna að myndinni Cascade, þar sem Cate Blanchette, einhver besta leikkona í heimi, fer í broddi fylkingar. Þáttaröðin Ófær er vinnslu og heilmikið fleira,“ útlistar Baltasar. Aðspurður um hvort hann eigi fleiri klukkustundir í sínum sólarhring heldur en annað fólk, segir hann svo ekki vera „Fyrir mér er vinnan mín passion og þá horfir þetta öðruvísi við,“ bætir svo við „en ég þarf að eyða meiri tíma í konuna og börnin. Það er kannski hægt að gera það þegar maður er kominn á ákveðinn stað.“ Mun Baltasar dvelja í Bandaríkunum fram á fimmtudag,enda hefur hann í nægu að snúast svo gott er að nýta ferðirnar vel. Tengdar fréttir Stjörnurnar lofa Baltasar Kormák Sjáðu myndbandið sem sýnt var þegar Baltasar fékk verðlaunin kvikmyndagerðarmaður ársins á verðlaunahátíðinni CinemaCon. 21. apríl 2015 19:19 Baltasar verðlaunaður í Vegas Baltasar Kormákur hlaut í gær viðurkenninguna kvikmyndagerðarmaður ársins frá CinemaCon. 21. apríl 2015 12:14 Heiðraður á stærstu hátíð kvikmyndahúsaeigenda í heiminum Hann leggur nú lokahönd á kvikmynd sína Everest og ætlar að endurskoða forgangsröðun sína í kjölfar útgáfu hennar. 24. mars 2015 08:30 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Eru geimverur meðal okkar? Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Sjá meira
„Það er alltaf gott að fá klapp á bakið, hvort sem það er svona eða þegar mamma klappar,“ segir Baltasar Kormákur, glaðbeittur og nýkrýndur kvikmyndagerðarmaður ársins. Um ræðir alþjóðlega uppskeruhátíð kvikmyndahúsa,CinemaCon, sem fram fór í Las Vegas. Segist Baltasar hafa orðið verulega hissa þegar í ljós kom að hann var tilnefndur og ekki dró úr því þegar hann svo fékk skilaboð þess efnis að hann hefði sigrað og honum flogið út. Aðspurður um hvaða þýðingu svona verðlaun hafi fyrir leikstjóra líkt og hann, segir hann þau fyrst og fremst mikinn heiður, „enda um stórt alþjóðlegt batterí að ræða.“ „Ég hef lítið verið að lenda í að einhverjar standi mér ekki opnar, án þess að ætla að grobba mig. En það er alltaf erfitt að segja til um hvað gerist í kjölfar verðlauna á borð við þessi,“ útskýrir Baltasar og tekur dæmi um sigurvegara Óskarsverðlaunanna; „stundum verður bara ekkert meira úr því neitt, en ég er samt ekki að bera þetta saman,“ skýtur hann að og skellir uppúr. Aðspurður um hvernig tilfinning það hafi verið að halda ræðu fyrir framan allan þann hóp fagmanna af því kaliberi sem raun bar vitni um í kjölfar verðlaunaafhendingarinnar, segist Baltasar ekki hafa verið ýkja stressaður. „Ég verð ekki oft stressaður, og þá kannski síst í þeim aðstæðum sem ég ætti að vera stressaður. Best finnst mér að undirbúa til dæmis ekki ræðurnar mínar fyrirfram, heldur koma orðin í takt við stemninguna í þeim hópi sem við á,“ útskýrir Baltasar og bætir við að hann sé iðulega síst stressaður þegar raunverulegt tilefni er til. „Í leikstjórastólnum er ég sem dæmi pollslakur, en það þykir oft stressandi staður til að vera á. En annarsstaðar á ég mínar stundir og verð lítill í mér eins og aðrir.“Aldrei lognmolla Hefur Baltasar í svo miklu að snúast að ekki er rými fyrir mikið meira, en allt er á blússandi gangi varðandi kvikmyndina Everest, sem frumsýnd verður í september „Þau viðrbögð sem ég hef fengið hingað til hafa verið verulega góð, en svo sjáum við hvað setur þegar hún fer í sýningu,“ bætir hann auðmjúkur við. „Nú er ég að vinna að myndinni Cascade, þar sem Cate Blanchette, einhver besta leikkona í heimi, fer í broddi fylkingar. Þáttaröðin Ófær er vinnslu og heilmikið fleira,“ útlistar Baltasar. Aðspurður um hvort hann eigi fleiri klukkustundir í sínum sólarhring heldur en annað fólk, segir hann svo ekki vera „Fyrir mér er vinnan mín passion og þá horfir þetta öðruvísi við,“ bætir svo við „en ég þarf að eyða meiri tíma í konuna og börnin. Það er kannski hægt að gera það þegar maður er kominn á ákveðinn stað.“ Mun Baltasar dvelja í Bandaríkunum fram á fimmtudag,enda hefur hann í nægu að snúast svo gott er að nýta ferðirnar vel.
Tengdar fréttir Stjörnurnar lofa Baltasar Kormák Sjáðu myndbandið sem sýnt var þegar Baltasar fékk verðlaunin kvikmyndagerðarmaður ársins á verðlaunahátíðinni CinemaCon. 21. apríl 2015 19:19 Baltasar verðlaunaður í Vegas Baltasar Kormákur hlaut í gær viðurkenninguna kvikmyndagerðarmaður ársins frá CinemaCon. 21. apríl 2015 12:14 Heiðraður á stærstu hátíð kvikmyndahúsaeigenda í heiminum Hann leggur nú lokahönd á kvikmynd sína Everest og ætlar að endurskoða forgangsröðun sína í kjölfar útgáfu hennar. 24. mars 2015 08:30 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Eru geimverur meðal okkar? Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Sjá meira
Stjörnurnar lofa Baltasar Kormák Sjáðu myndbandið sem sýnt var þegar Baltasar fékk verðlaunin kvikmyndagerðarmaður ársins á verðlaunahátíðinni CinemaCon. 21. apríl 2015 19:19
Baltasar verðlaunaður í Vegas Baltasar Kormákur hlaut í gær viðurkenninguna kvikmyndagerðarmaður ársins frá CinemaCon. 21. apríl 2015 12:14
Heiðraður á stærstu hátíð kvikmyndahúsaeigenda í heiminum Hann leggur nú lokahönd á kvikmynd sína Everest og ætlar að endurskoða forgangsröðun sína í kjölfar útgáfu hennar. 24. mars 2015 08:30