Baltasar Kormákur: „Kominn tími til að huga betur að konunni og börnunum” Guðrún Ansnes skrifar 22. apríl 2015 08:00 Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir samhent í Vegas. „Það er alltaf gott að fá klapp á bakið, hvort sem það er svona eða þegar mamma klappar,“ segir Baltasar Kormákur, glaðbeittur og nýkrýndur kvikmyndagerðarmaður ársins. Um ræðir alþjóðlega uppskeruhátíð kvikmyndahúsa,CinemaCon, sem fram fór í Las Vegas. Segist Baltasar hafa orðið verulega hissa þegar í ljós kom að hann var tilnefndur og ekki dró úr því þegar hann svo fékk skilaboð þess efnis að hann hefði sigrað og honum flogið út. Aðspurður um hvaða þýðingu svona verðlaun hafi fyrir leikstjóra líkt og hann, segir hann þau fyrst og fremst mikinn heiður, „enda um stórt alþjóðlegt batterí að ræða.“ „Ég hef lítið verið að lenda í að einhverjar standi mér ekki opnar, án þess að ætla að grobba mig. En það er alltaf erfitt að segja til um hvað gerist í kjölfar verðlauna á borð við þessi,“ útskýrir Baltasar og tekur dæmi um sigurvegara Óskarsverðlaunanna; „stundum verður bara ekkert meira úr því neitt, en ég er samt ekki að bera þetta saman,“ skýtur hann að og skellir uppúr. Aðspurður um hvernig tilfinning það hafi verið að halda ræðu fyrir framan allan þann hóp fagmanna af því kaliberi sem raun bar vitni um í kjölfar verðlaunaafhendingarinnar, segist Baltasar ekki hafa verið ýkja stressaður. „Ég verð ekki oft stressaður, og þá kannski síst í þeim aðstæðum sem ég ætti að vera stressaður. Best finnst mér að undirbúa til dæmis ekki ræðurnar mínar fyrirfram, heldur koma orðin í takt við stemninguna í þeim hópi sem við á,“ útskýrir Baltasar og bætir við að hann sé iðulega síst stressaður þegar raunverulegt tilefni er til. „Í leikstjórastólnum er ég sem dæmi pollslakur, en það þykir oft stressandi staður til að vera á. En annarsstaðar á ég mínar stundir og verð lítill í mér eins og aðrir.“Aldrei lognmolla Hefur Baltasar í svo miklu að snúast að ekki er rými fyrir mikið meira, en allt er á blússandi gangi varðandi kvikmyndina Everest, sem frumsýnd verður í september „Þau viðrbögð sem ég hef fengið hingað til hafa verið verulega góð, en svo sjáum við hvað setur þegar hún fer í sýningu,“ bætir hann auðmjúkur við. „Nú er ég að vinna að myndinni Cascade, þar sem Cate Blanchette, einhver besta leikkona í heimi, fer í broddi fylkingar. Þáttaröðin Ófær er vinnslu og heilmikið fleira,“ útlistar Baltasar. Aðspurður um hvort hann eigi fleiri klukkustundir í sínum sólarhring heldur en annað fólk, segir hann svo ekki vera „Fyrir mér er vinnan mín passion og þá horfir þetta öðruvísi við,“ bætir svo við „en ég þarf að eyða meiri tíma í konuna og börnin. Það er kannski hægt að gera það þegar maður er kominn á ákveðinn stað.“ Mun Baltasar dvelja í Bandaríkunum fram á fimmtudag,enda hefur hann í nægu að snúast svo gott er að nýta ferðirnar vel. Tengdar fréttir Stjörnurnar lofa Baltasar Kormák Sjáðu myndbandið sem sýnt var þegar Baltasar fékk verðlaunin kvikmyndagerðarmaður ársins á verðlaunahátíðinni CinemaCon. 21. apríl 2015 19:19 Baltasar verðlaunaður í Vegas Baltasar Kormákur hlaut í gær viðurkenninguna kvikmyndagerðarmaður ársins frá CinemaCon. 21. apríl 2015 12:14 Heiðraður á stærstu hátíð kvikmyndahúsaeigenda í heiminum Hann leggur nú lokahönd á kvikmynd sína Everest og ætlar að endurskoða forgangsröðun sína í kjölfar útgáfu hennar. 24. mars 2015 08:30 Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
„Það er alltaf gott að fá klapp á bakið, hvort sem það er svona eða þegar mamma klappar,“ segir Baltasar Kormákur, glaðbeittur og nýkrýndur kvikmyndagerðarmaður ársins. Um ræðir alþjóðlega uppskeruhátíð kvikmyndahúsa,CinemaCon, sem fram fór í Las Vegas. Segist Baltasar hafa orðið verulega hissa þegar í ljós kom að hann var tilnefndur og ekki dró úr því þegar hann svo fékk skilaboð þess efnis að hann hefði sigrað og honum flogið út. Aðspurður um hvaða þýðingu svona verðlaun hafi fyrir leikstjóra líkt og hann, segir hann þau fyrst og fremst mikinn heiður, „enda um stórt alþjóðlegt batterí að ræða.“ „Ég hef lítið verið að lenda í að einhverjar standi mér ekki opnar, án þess að ætla að grobba mig. En það er alltaf erfitt að segja til um hvað gerist í kjölfar verðlauna á borð við þessi,“ útskýrir Baltasar og tekur dæmi um sigurvegara Óskarsverðlaunanna; „stundum verður bara ekkert meira úr því neitt, en ég er samt ekki að bera þetta saman,“ skýtur hann að og skellir uppúr. Aðspurður um hvernig tilfinning það hafi verið að halda ræðu fyrir framan allan þann hóp fagmanna af því kaliberi sem raun bar vitni um í kjölfar verðlaunaafhendingarinnar, segist Baltasar ekki hafa verið ýkja stressaður. „Ég verð ekki oft stressaður, og þá kannski síst í þeim aðstæðum sem ég ætti að vera stressaður. Best finnst mér að undirbúa til dæmis ekki ræðurnar mínar fyrirfram, heldur koma orðin í takt við stemninguna í þeim hópi sem við á,“ útskýrir Baltasar og bætir við að hann sé iðulega síst stressaður þegar raunverulegt tilefni er til. „Í leikstjórastólnum er ég sem dæmi pollslakur, en það þykir oft stressandi staður til að vera á. En annarsstaðar á ég mínar stundir og verð lítill í mér eins og aðrir.“Aldrei lognmolla Hefur Baltasar í svo miklu að snúast að ekki er rými fyrir mikið meira, en allt er á blússandi gangi varðandi kvikmyndina Everest, sem frumsýnd verður í september „Þau viðrbögð sem ég hef fengið hingað til hafa verið verulega góð, en svo sjáum við hvað setur þegar hún fer í sýningu,“ bætir hann auðmjúkur við. „Nú er ég að vinna að myndinni Cascade, þar sem Cate Blanchette, einhver besta leikkona í heimi, fer í broddi fylkingar. Þáttaröðin Ófær er vinnslu og heilmikið fleira,“ útlistar Baltasar. Aðspurður um hvort hann eigi fleiri klukkustundir í sínum sólarhring heldur en annað fólk, segir hann svo ekki vera „Fyrir mér er vinnan mín passion og þá horfir þetta öðruvísi við,“ bætir svo við „en ég þarf að eyða meiri tíma í konuna og börnin. Það er kannski hægt að gera það þegar maður er kominn á ákveðinn stað.“ Mun Baltasar dvelja í Bandaríkunum fram á fimmtudag,enda hefur hann í nægu að snúast svo gott er að nýta ferðirnar vel.
Tengdar fréttir Stjörnurnar lofa Baltasar Kormák Sjáðu myndbandið sem sýnt var þegar Baltasar fékk verðlaunin kvikmyndagerðarmaður ársins á verðlaunahátíðinni CinemaCon. 21. apríl 2015 19:19 Baltasar verðlaunaður í Vegas Baltasar Kormákur hlaut í gær viðurkenninguna kvikmyndagerðarmaður ársins frá CinemaCon. 21. apríl 2015 12:14 Heiðraður á stærstu hátíð kvikmyndahúsaeigenda í heiminum Hann leggur nú lokahönd á kvikmynd sína Everest og ætlar að endurskoða forgangsröðun sína í kjölfar útgáfu hennar. 24. mars 2015 08:30 Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Stjörnurnar lofa Baltasar Kormák Sjáðu myndbandið sem sýnt var þegar Baltasar fékk verðlaunin kvikmyndagerðarmaður ársins á verðlaunahátíðinni CinemaCon. 21. apríl 2015 19:19
Baltasar verðlaunaður í Vegas Baltasar Kormákur hlaut í gær viðurkenninguna kvikmyndagerðarmaður ársins frá CinemaCon. 21. apríl 2015 12:14
Heiðraður á stærstu hátíð kvikmyndahúsaeigenda í heiminum Hann leggur nú lokahönd á kvikmynd sína Everest og ætlar að endurskoða forgangsröðun sína í kjölfar útgáfu hennar. 24. mars 2015 08:30
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein