Baltasar Kormákur: „Kominn tími til að huga betur að konunni og börnunum” Guðrún Ansnes skrifar 22. apríl 2015 08:00 Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir samhent í Vegas. „Það er alltaf gott að fá klapp á bakið, hvort sem það er svona eða þegar mamma klappar,“ segir Baltasar Kormákur, glaðbeittur og nýkrýndur kvikmyndagerðarmaður ársins. Um ræðir alþjóðlega uppskeruhátíð kvikmyndahúsa,CinemaCon, sem fram fór í Las Vegas. Segist Baltasar hafa orðið verulega hissa þegar í ljós kom að hann var tilnefndur og ekki dró úr því þegar hann svo fékk skilaboð þess efnis að hann hefði sigrað og honum flogið út. Aðspurður um hvaða þýðingu svona verðlaun hafi fyrir leikstjóra líkt og hann, segir hann þau fyrst og fremst mikinn heiður, „enda um stórt alþjóðlegt batterí að ræða.“ „Ég hef lítið verið að lenda í að einhverjar standi mér ekki opnar, án þess að ætla að grobba mig. En það er alltaf erfitt að segja til um hvað gerist í kjölfar verðlauna á borð við þessi,“ útskýrir Baltasar og tekur dæmi um sigurvegara Óskarsverðlaunanna; „stundum verður bara ekkert meira úr því neitt, en ég er samt ekki að bera þetta saman,“ skýtur hann að og skellir uppúr. Aðspurður um hvernig tilfinning það hafi verið að halda ræðu fyrir framan allan þann hóp fagmanna af því kaliberi sem raun bar vitni um í kjölfar verðlaunaafhendingarinnar, segist Baltasar ekki hafa verið ýkja stressaður. „Ég verð ekki oft stressaður, og þá kannski síst í þeim aðstæðum sem ég ætti að vera stressaður. Best finnst mér að undirbúa til dæmis ekki ræðurnar mínar fyrirfram, heldur koma orðin í takt við stemninguna í þeim hópi sem við á,“ útskýrir Baltasar og bætir við að hann sé iðulega síst stressaður þegar raunverulegt tilefni er til. „Í leikstjórastólnum er ég sem dæmi pollslakur, en það þykir oft stressandi staður til að vera á. En annarsstaðar á ég mínar stundir og verð lítill í mér eins og aðrir.“Aldrei lognmolla Hefur Baltasar í svo miklu að snúast að ekki er rými fyrir mikið meira, en allt er á blússandi gangi varðandi kvikmyndina Everest, sem frumsýnd verður í september „Þau viðrbögð sem ég hef fengið hingað til hafa verið verulega góð, en svo sjáum við hvað setur þegar hún fer í sýningu,“ bætir hann auðmjúkur við. „Nú er ég að vinna að myndinni Cascade, þar sem Cate Blanchette, einhver besta leikkona í heimi, fer í broddi fylkingar. Þáttaröðin Ófær er vinnslu og heilmikið fleira,“ útlistar Baltasar. Aðspurður um hvort hann eigi fleiri klukkustundir í sínum sólarhring heldur en annað fólk, segir hann svo ekki vera „Fyrir mér er vinnan mín passion og þá horfir þetta öðruvísi við,“ bætir svo við „en ég þarf að eyða meiri tíma í konuna og börnin. Það er kannski hægt að gera það þegar maður er kominn á ákveðinn stað.“ Mun Baltasar dvelja í Bandaríkunum fram á fimmtudag,enda hefur hann í nægu að snúast svo gott er að nýta ferðirnar vel. Tengdar fréttir Stjörnurnar lofa Baltasar Kormák Sjáðu myndbandið sem sýnt var þegar Baltasar fékk verðlaunin kvikmyndagerðarmaður ársins á verðlaunahátíðinni CinemaCon. 21. apríl 2015 19:19 Baltasar verðlaunaður í Vegas Baltasar Kormákur hlaut í gær viðurkenninguna kvikmyndagerðarmaður ársins frá CinemaCon. 21. apríl 2015 12:14 Heiðraður á stærstu hátíð kvikmyndahúsaeigenda í heiminum Hann leggur nú lokahönd á kvikmynd sína Everest og ætlar að endurskoða forgangsröðun sína í kjölfar útgáfu hennar. 24. mars 2015 08:30 Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
„Það er alltaf gott að fá klapp á bakið, hvort sem það er svona eða þegar mamma klappar,“ segir Baltasar Kormákur, glaðbeittur og nýkrýndur kvikmyndagerðarmaður ársins. Um ræðir alþjóðlega uppskeruhátíð kvikmyndahúsa,CinemaCon, sem fram fór í Las Vegas. Segist Baltasar hafa orðið verulega hissa þegar í ljós kom að hann var tilnefndur og ekki dró úr því þegar hann svo fékk skilaboð þess efnis að hann hefði sigrað og honum flogið út. Aðspurður um hvaða þýðingu svona verðlaun hafi fyrir leikstjóra líkt og hann, segir hann þau fyrst og fremst mikinn heiður, „enda um stórt alþjóðlegt batterí að ræða.“ „Ég hef lítið verið að lenda í að einhverjar standi mér ekki opnar, án þess að ætla að grobba mig. En það er alltaf erfitt að segja til um hvað gerist í kjölfar verðlauna á borð við þessi,“ útskýrir Baltasar og tekur dæmi um sigurvegara Óskarsverðlaunanna; „stundum verður bara ekkert meira úr því neitt, en ég er samt ekki að bera þetta saman,“ skýtur hann að og skellir uppúr. Aðspurður um hvernig tilfinning það hafi verið að halda ræðu fyrir framan allan þann hóp fagmanna af því kaliberi sem raun bar vitni um í kjölfar verðlaunaafhendingarinnar, segist Baltasar ekki hafa verið ýkja stressaður. „Ég verð ekki oft stressaður, og þá kannski síst í þeim aðstæðum sem ég ætti að vera stressaður. Best finnst mér að undirbúa til dæmis ekki ræðurnar mínar fyrirfram, heldur koma orðin í takt við stemninguna í þeim hópi sem við á,“ útskýrir Baltasar og bætir við að hann sé iðulega síst stressaður þegar raunverulegt tilefni er til. „Í leikstjórastólnum er ég sem dæmi pollslakur, en það þykir oft stressandi staður til að vera á. En annarsstaðar á ég mínar stundir og verð lítill í mér eins og aðrir.“Aldrei lognmolla Hefur Baltasar í svo miklu að snúast að ekki er rými fyrir mikið meira, en allt er á blússandi gangi varðandi kvikmyndina Everest, sem frumsýnd verður í september „Þau viðrbögð sem ég hef fengið hingað til hafa verið verulega góð, en svo sjáum við hvað setur þegar hún fer í sýningu,“ bætir hann auðmjúkur við. „Nú er ég að vinna að myndinni Cascade, þar sem Cate Blanchette, einhver besta leikkona í heimi, fer í broddi fylkingar. Þáttaröðin Ófær er vinnslu og heilmikið fleira,“ útlistar Baltasar. Aðspurður um hvort hann eigi fleiri klukkustundir í sínum sólarhring heldur en annað fólk, segir hann svo ekki vera „Fyrir mér er vinnan mín passion og þá horfir þetta öðruvísi við,“ bætir svo við „en ég þarf að eyða meiri tíma í konuna og börnin. Það er kannski hægt að gera það þegar maður er kominn á ákveðinn stað.“ Mun Baltasar dvelja í Bandaríkunum fram á fimmtudag,enda hefur hann í nægu að snúast svo gott er að nýta ferðirnar vel.
Tengdar fréttir Stjörnurnar lofa Baltasar Kormák Sjáðu myndbandið sem sýnt var þegar Baltasar fékk verðlaunin kvikmyndagerðarmaður ársins á verðlaunahátíðinni CinemaCon. 21. apríl 2015 19:19 Baltasar verðlaunaður í Vegas Baltasar Kormákur hlaut í gær viðurkenninguna kvikmyndagerðarmaður ársins frá CinemaCon. 21. apríl 2015 12:14 Heiðraður á stærstu hátíð kvikmyndahúsaeigenda í heiminum Hann leggur nú lokahönd á kvikmynd sína Everest og ætlar að endurskoða forgangsröðun sína í kjölfar útgáfu hennar. 24. mars 2015 08:30 Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Stjörnurnar lofa Baltasar Kormák Sjáðu myndbandið sem sýnt var þegar Baltasar fékk verðlaunin kvikmyndagerðarmaður ársins á verðlaunahátíðinni CinemaCon. 21. apríl 2015 19:19
Baltasar verðlaunaður í Vegas Baltasar Kormákur hlaut í gær viðurkenninguna kvikmyndagerðarmaður ársins frá CinemaCon. 21. apríl 2015 12:14
Heiðraður á stærstu hátíð kvikmyndahúsaeigenda í heiminum Hann leggur nú lokahönd á kvikmynd sína Everest og ætlar að endurskoða forgangsröðun sína í kjölfar útgáfu hennar. 24. mars 2015 08:30