Bíó og sjónvarp

Baltasar verðlaunaður í Vegas

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Baltasar ásamt eiginkonu sinni, Lilju Pálmadóttur, með verðlaunin í hendi.
Baltasar ásamt eiginkonu sinni, Lilju Pálmadóttur, með verðlaunin í hendi. Vísir/Getty
Baltasar Kormákur hlaut í gær viðurkenninguna kvikmyndagerðarmaður ársins frá CinemaCon. Um árlega hátíð alþjóðlegra kvikmyndahúsaeigenda er að ræða en hátíðin hófst í Las Vegas í gær.

„Frá því hann kom fyrst fram á sjónarsviðið hefur Baltasar Kormákur skemmt áhorfendum um heim allan með hæfileikum sínum til að gera spennandi og átakamiklar myndir,“ segir Mitch Neuhauser hjá CinemaCon.

Hann bætir við að myndir Baltasars haldi áhorfendum spenntum og kvikmyndin Everest verði engin undantekning. Þeir séu afar ánægðir að fá að heiðra Baltasar.

Meðal leikara í Everest eru Josh Brolin, Jason Clarke, John Hawke, Jake Gyllenhaal, Robin Wright og Keira Knightley. Myndin verður frumsýnd þann 18. september.

Baltasar flytur þakkarræðu við afhendinguna í gær.Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Saga sem snertir við manni

Degi Kára tekst að skapa hjartnæma sögu sem virðist vera látlaus á yfirborðinu en þegar nánar er að gætt má sjá hvernig tekið er á málefnum á borð við hleypidóma, mörkin milli bernsku og fullorðinsára, vinskap og gæsku.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.