Heiðraður á stærstu hátíð kvikmyndahúsaeigenda í heiminum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. mars 2015 08:30 Baltasar Kormákur hefur fjölmörg járn í eldinum. mynd/universal Leikstjórinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur verður heiðraður á CinemaCon-hátíðinni. Verðlaunin sem falla honum í skaut eru fyrir alþjóðlegan kvikmyndagerðarmann ársins. Þetta er í fimmta skipti sem hátíðin er haldin en hún fer fram í Las Vegas 20.-23. apríl næstkomandi. „Ég vissi af þessu fyrir fáeinum dögum,“ segir Baltasar Kormákur. „Þetta er mikil viðurkenning. Hátíðin er sú stærsta af þessari gerð í heiminum en eigendur allra stærstu kvikmyndahúsa Bandaríkjanna verða á staðnum auk þess sem flestar stjörnurnar mæta og sýna sig.“ Baltasar vinnur nú hörðum höndum við að ljúka gerð nýjustu myndar sinnar, Everest, og var að vinna að upptökum tónlistar myndarinnar þegar blaðamaður náði tali af honum. Sú mynd verður frumsýnd síðari hluta septembermánaðar. Sýnishorn úr Everest verður frumsýnt á CinemaCon. „Everest er miklu stærri en allt annað sem ég hef gert,“ segir Baltasar og bætir við að strax í kjölfar hátíðarinnar muni fara fram blaðamannafundir í Los Angeles og New York vegna frumsýningar sýnishornsins. „Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður.“ „Ég hugsa að ég taki mér einhvern tíma eftir Everest til að hvíla mig og forgangsraða aðeins öðruvísi,“ segir Baltasar. Vinnslu myndarinnar hafa fylgt heilmörg ferðalög og aðrir hlutir hafa örlítið setið á hakanum. Það breytir því ekki að Baltasar er með mörg járn í eldinum. Hér heima er hann að framleiða þættina Ófærð og leikstýrir einnig tveimur þáttum í þáttaröðinni. Hann er framleiðandi myndar Dags Kára, Fúsa, sem frumsýnd verður hér á landi í lok vikunnar. Að auki vinnur hann að spennutryllinum The Oath, langar að gera víkingamynd og mynd hér á landi. „Eitt það ánægjulegasta við velgengni mína úti er að hún gerir mér kleift að gera svo margt heima á Íslandi,“ segir Baltasar. Aðspurður um hvort hann haldi að verðlaunin komi til með að skila sér í fleiri tilboðum svarar hann að nú þegar fái hann fleiri tilboð en hann geti komist yfir. „Ég get ekkert nefnt hvaða myndir það eru en einhverjar þeirra eru hundraða milljóna dollara myndir,“ segir hann að lokum. Tengdar fréttir Baltasar vinnur að nýrri mynd Leikstjórinn lýsir henni sem raunverulegri útgáfu af Taken. 8. febrúar 2015 11:23 Ný mynd úr Everest Kvikmyndaverið Universal hefur nú birt glænýja ljósmynd úr kvikmyndinni Everest sem er í leikstjórn Baltasars Kormáks. 21. desember 2014 19:44 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Leikstjórinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur verður heiðraður á CinemaCon-hátíðinni. Verðlaunin sem falla honum í skaut eru fyrir alþjóðlegan kvikmyndagerðarmann ársins. Þetta er í fimmta skipti sem hátíðin er haldin en hún fer fram í Las Vegas 20.-23. apríl næstkomandi. „Ég vissi af þessu fyrir fáeinum dögum,“ segir Baltasar Kormákur. „Þetta er mikil viðurkenning. Hátíðin er sú stærsta af þessari gerð í heiminum en eigendur allra stærstu kvikmyndahúsa Bandaríkjanna verða á staðnum auk þess sem flestar stjörnurnar mæta og sýna sig.“ Baltasar vinnur nú hörðum höndum við að ljúka gerð nýjustu myndar sinnar, Everest, og var að vinna að upptökum tónlistar myndarinnar þegar blaðamaður náði tali af honum. Sú mynd verður frumsýnd síðari hluta septembermánaðar. Sýnishorn úr Everest verður frumsýnt á CinemaCon. „Everest er miklu stærri en allt annað sem ég hef gert,“ segir Baltasar og bætir við að strax í kjölfar hátíðarinnar muni fara fram blaðamannafundir í Los Angeles og New York vegna frumsýningar sýnishornsins. „Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður.“ „Ég hugsa að ég taki mér einhvern tíma eftir Everest til að hvíla mig og forgangsraða aðeins öðruvísi,“ segir Baltasar. Vinnslu myndarinnar hafa fylgt heilmörg ferðalög og aðrir hlutir hafa örlítið setið á hakanum. Það breytir því ekki að Baltasar er með mörg járn í eldinum. Hér heima er hann að framleiða þættina Ófærð og leikstýrir einnig tveimur þáttum í þáttaröðinni. Hann er framleiðandi myndar Dags Kára, Fúsa, sem frumsýnd verður hér á landi í lok vikunnar. Að auki vinnur hann að spennutryllinum The Oath, langar að gera víkingamynd og mynd hér á landi. „Eitt það ánægjulegasta við velgengni mína úti er að hún gerir mér kleift að gera svo margt heima á Íslandi,“ segir Baltasar. Aðspurður um hvort hann haldi að verðlaunin komi til með að skila sér í fleiri tilboðum svarar hann að nú þegar fái hann fleiri tilboð en hann geti komist yfir. „Ég get ekkert nefnt hvaða myndir það eru en einhverjar þeirra eru hundraða milljóna dollara myndir,“ segir hann að lokum.
Tengdar fréttir Baltasar vinnur að nýrri mynd Leikstjórinn lýsir henni sem raunverulegri útgáfu af Taken. 8. febrúar 2015 11:23 Ný mynd úr Everest Kvikmyndaverið Universal hefur nú birt glænýja ljósmynd úr kvikmyndinni Everest sem er í leikstjórn Baltasars Kormáks. 21. desember 2014 19:44 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Baltasar vinnur að nýrri mynd Leikstjórinn lýsir henni sem raunverulegri útgáfu af Taken. 8. febrúar 2015 11:23
Ný mynd úr Everest Kvikmyndaverið Universal hefur nú birt glænýja ljósmynd úr kvikmyndinni Everest sem er í leikstjórn Baltasars Kormáks. 21. desember 2014 19:44