Heiðraður á stærstu hátíð kvikmyndahúsaeigenda í heiminum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. mars 2015 08:30 Baltasar Kormákur hefur fjölmörg járn í eldinum. mynd/universal Leikstjórinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur verður heiðraður á CinemaCon-hátíðinni. Verðlaunin sem falla honum í skaut eru fyrir alþjóðlegan kvikmyndagerðarmann ársins. Þetta er í fimmta skipti sem hátíðin er haldin en hún fer fram í Las Vegas 20.-23. apríl næstkomandi. „Ég vissi af þessu fyrir fáeinum dögum,“ segir Baltasar Kormákur. „Þetta er mikil viðurkenning. Hátíðin er sú stærsta af þessari gerð í heiminum en eigendur allra stærstu kvikmyndahúsa Bandaríkjanna verða á staðnum auk þess sem flestar stjörnurnar mæta og sýna sig.“ Baltasar vinnur nú hörðum höndum við að ljúka gerð nýjustu myndar sinnar, Everest, og var að vinna að upptökum tónlistar myndarinnar þegar blaðamaður náði tali af honum. Sú mynd verður frumsýnd síðari hluta septembermánaðar. Sýnishorn úr Everest verður frumsýnt á CinemaCon. „Everest er miklu stærri en allt annað sem ég hef gert,“ segir Baltasar og bætir við að strax í kjölfar hátíðarinnar muni fara fram blaðamannafundir í Los Angeles og New York vegna frumsýningar sýnishornsins. „Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður.“ „Ég hugsa að ég taki mér einhvern tíma eftir Everest til að hvíla mig og forgangsraða aðeins öðruvísi,“ segir Baltasar. Vinnslu myndarinnar hafa fylgt heilmörg ferðalög og aðrir hlutir hafa örlítið setið á hakanum. Það breytir því ekki að Baltasar er með mörg járn í eldinum. Hér heima er hann að framleiða þættina Ófærð og leikstýrir einnig tveimur þáttum í þáttaröðinni. Hann er framleiðandi myndar Dags Kára, Fúsa, sem frumsýnd verður hér á landi í lok vikunnar. Að auki vinnur hann að spennutryllinum The Oath, langar að gera víkingamynd og mynd hér á landi. „Eitt það ánægjulegasta við velgengni mína úti er að hún gerir mér kleift að gera svo margt heima á Íslandi,“ segir Baltasar. Aðspurður um hvort hann haldi að verðlaunin komi til með að skila sér í fleiri tilboðum svarar hann að nú þegar fái hann fleiri tilboð en hann geti komist yfir. „Ég get ekkert nefnt hvaða myndir það eru en einhverjar þeirra eru hundraða milljóna dollara myndir,“ segir hann að lokum. Tengdar fréttir Baltasar vinnur að nýrri mynd Leikstjórinn lýsir henni sem raunverulegri útgáfu af Taken. 8. febrúar 2015 11:23 Ný mynd úr Everest Kvikmyndaverið Universal hefur nú birt glænýja ljósmynd úr kvikmyndinni Everest sem er í leikstjórn Baltasars Kormáks. 21. desember 2014 19:44 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Staða inn á fótboltavelli sem heiti það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Sjá meira
Leikstjórinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur verður heiðraður á CinemaCon-hátíðinni. Verðlaunin sem falla honum í skaut eru fyrir alþjóðlegan kvikmyndagerðarmann ársins. Þetta er í fimmta skipti sem hátíðin er haldin en hún fer fram í Las Vegas 20.-23. apríl næstkomandi. „Ég vissi af þessu fyrir fáeinum dögum,“ segir Baltasar Kormákur. „Þetta er mikil viðurkenning. Hátíðin er sú stærsta af þessari gerð í heiminum en eigendur allra stærstu kvikmyndahúsa Bandaríkjanna verða á staðnum auk þess sem flestar stjörnurnar mæta og sýna sig.“ Baltasar vinnur nú hörðum höndum við að ljúka gerð nýjustu myndar sinnar, Everest, og var að vinna að upptökum tónlistar myndarinnar þegar blaðamaður náði tali af honum. Sú mynd verður frumsýnd síðari hluta septembermánaðar. Sýnishorn úr Everest verður frumsýnt á CinemaCon. „Everest er miklu stærri en allt annað sem ég hef gert,“ segir Baltasar og bætir við að strax í kjölfar hátíðarinnar muni fara fram blaðamannafundir í Los Angeles og New York vegna frumsýningar sýnishornsins. „Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður.“ „Ég hugsa að ég taki mér einhvern tíma eftir Everest til að hvíla mig og forgangsraða aðeins öðruvísi,“ segir Baltasar. Vinnslu myndarinnar hafa fylgt heilmörg ferðalög og aðrir hlutir hafa örlítið setið á hakanum. Það breytir því ekki að Baltasar er með mörg járn í eldinum. Hér heima er hann að framleiða þættina Ófærð og leikstýrir einnig tveimur þáttum í þáttaröðinni. Hann er framleiðandi myndar Dags Kára, Fúsa, sem frumsýnd verður hér á landi í lok vikunnar. Að auki vinnur hann að spennutryllinum The Oath, langar að gera víkingamynd og mynd hér á landi. „Eitt það ánægjulegasta við velgengni mína úti er að hún gerir mér kleift að gera svo margt heima á Íslandi,“ segir Baltasar. Aðspurður um hvort hann haldi að verðlaunin komi til með að skila sér í fleiri tilboðum svarar hann að nú þegar fái hann fleiri tilboð en hann geti komist yfir. „Ég get ekkert nefnt hvaða myndir það eru en einhverjar þeirra eru hundraða milljóna dollara myndir,“ segir hann að lokum.
Tengdar fréttir Baltasar vinnur að nýrri mynd Leikstjórinn lýsir henni sem raunverulegri útgáfu af Taken. 8. febrúar 2015 11:23 Ný mynd úr Everest Kvikmyndaverið Universal hefur nú birt glænýja ljósmynd úr kvikmyndinni Everest sem er í leikstjórn Baltasars Kormáks. 21. desember 2014 19:44 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Staða inn á fótboltavelli sem heiti það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Sjá meira
Baltasar vinnur að nýrri mynd Leikstjórinn lýsir henni sem raunverulegri útgáfu af Taken. 8. febrúar 2015 11:23
Ný mynd úr Everest Kvikmyndaverið Universal hefur nú birt glænýja ljósmynd úr kvikmyndinni Everest sem er í leikstjórn Baltasars Kormáks. 21. desember 2014 19:44