Innlent

Verð mjólkur sveiflast ytra

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Eftir mikla og stöðuga verðhækkun á alþjóðlegum mjólkurmarkaði framan af ári hefur verð mjólkur nú fallið í tvígang.
Eftir mikla og stöðuga verðhækkun á alþjóðlegum mjólkurmarkaði framan af ári hefur verð mjólkur nú fallið í tvígang. Vísir/Getty
Verð á mjólk hefur fallið í tvígang á heimsmarkaði (GDT, eða Global Dairy Trade) að því er Landssamband kúabænda greinir frá.

Verð lækkaði um 8,8 prósent um miðjan mars og svo 10,8 prósent um mánaðamótin.

Verðfallið er sagt hafa komið í kjölfar hækkana framan af ári, en sú þróun hafi leitt til þess að flest afurðafélög sem vinna á heimsmarkaðinum hafi hækkað afurðastöðvaverð sín.

Næsti markaðsdagur er á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×