Innlent

Útiloka ekki að fleiri tengist málinu

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Mæðgurnar voru handteknar við komuna til landsins.
Mæðgurnar voru handteknar við komuna til landsins. Fréttablaðið/Pjetur
Hollenska móðirin sem handtekin var á föstudaginn langa ásamt 17 ára dóttur sinni, hafði komið hingað til lands tvisvar áður á síðustu mánuðum. Þetta staðfestir Guðmundur Baldursson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Eftir að mæðgurnar voru teknar með fíkniefnin í farangri sínum var sett í gang stór og umfangsmikil tálbeituaðgerð sem leiddi til þess að íslenskur karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn, grunaður um aðild að málinu.

Maðurinn hefur komið við sögu hjá lögreglu áður, en þá vegna smærri mála. Rannsókn málsins er í fullum gangi, mæðgurnar og maðurinn sitja í gæsluvarðhaldi. Ekki er útilokað að fleiri tengist málinu. „Þetta er mikið magn fíkniefna og það segir sig sjálft að svona mikið magn kallar á mikið af peningum. Þannig að við útilokum ekki að fleiri tengist málinu,“ segir Guðmundur.


Tengdar fréttir

Sautján ára stúlka í gæsluvarðhaldi

Mæðgur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir tilraun til stórfellds smygls. Stúlkan er barn samkvæmt lögum en vegna náinna tengsla sakborninga þykir ekki rétt að senda hana í sérstakt úrræði á vegum barnaverndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×