„Hélt að Saga myndi hafa þetta" 13. apríl 2015 12:00 Keppnin var haldin í tuttugasta og fimmta skipti í ár og margur tónlistarmaðurinn hefur stigið sín fyrstu skref þar. Vísir/Einkaeiga „Þetta var frekar klikkað, ég hélt nefnilega að Saga myndi vinna þetta,“ segir nýbakaður sigurvegari Söngkeppni framhaldsskólanna, Karólína Jóhannsdóttir. Karólína er tvítugur nemandi Menntaskólans í Reykjavík, sem stundar nám við nýbálabraut þar á bæ. Hún söng sig rækilega til sigurs ásamt fríðu föruneyti með laginu Go Slow sem hljómsveitin Haim gerði frægt. „Ég vissi að ég ætti möguleika á að vinna þessa keppni en ég taldi ekki ólíklegt að Saga myndi hafa þetta,“ svarar Karólína er hún er spurð hinnar klassísku spurningar hvort hún hafi átt von á sigrinum. „En þegar tilkynnt var að hún væri í þriðja sæti bjó ég mig undir það besta,“ bætir hún glaðlega við og að vonum skýjum ofar. Annað sætið hreppti Aron Hannes Emilsson fyrir hönd Borgarholtsskóla og téð Saga Matthildur Árnadóttir söng fyrir Fjölbrautaskólann í Garðabæ og hafnaði í þriðja eins og áður segir. Karólína segist hafa fagnað sigrinum í faðmi vina og vandamanna að lokinni keppni, syngjandi Abba-lög í miðborginni. Ekki fór hún varhluta af öllum kveðjunum, en henni var drekkt rækilega í hamingjuóskum næturlangt. „Það var rosalega gaman, fólk var að segja svo mikið af fallegum hlutum. Þetta var bara geggjað í alla staði,“ sagði Karólína. Fjölmargir tónlistarmenn hafa komið sér á kortið eftir þátttöku í keppninni, svo sem Emiliana Torrini, Páll Óskar, Sverrir Bergmann svo sárafáir séu nefndir. Um framhaldið segist Karólína alls ekki viss, en hún er einkum og aðallega upptekin við að koma sér aftur niður á jörðina. „Þetta var mögnuð reynsla, við sjáum svo til,“ bætti hún við í blálokin. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira
„Þetta var frekar klikkað, ég hélt nefnilega að Saga myndi vinna þetta,“ segir nýbakaður sigurvegari Söngkeppni framhaldsskólanna, Karólína Jóhannsdóttir. Karólína er tvítugur nemandi Menntaskólans í Reykjavík, sem stundar nám við nýbálabraut þar á bæ. Hún söng sig rækilega til sigurs ásamt fríðu föruneyti með laginu Go Slow sem hljómsveitin Haim gerði frægt. „Ég vissi að ég ætti möguleika á að vinna þessa keppni en ég taldi ekki ólíklegt að Saga myndi hafa þetta,“ svarar Karólína er hún er spurð hinnar klassísku spurningar hvort hún hafi átt von á sigrinum. „En þegar tilkynnt var að hún væri í þriðja sæti bjó ég mig undir það besta,“ bætir hún glaðlega við og að vonum skýjum ofar. Annað sætið hreppti Aron Hannes Emilsson fyrir hönd Borgarholtsskóla og téð Saga Matthildur Árnadóttir söng fyrir Fjölbrautaskólann í Garðabæ og hafnaði í þriðja eins og áður segir. Karólína segist hafa fagnað sigrinum í faðmi vina og vandamanna að lokinni keppni, syngjandi Abba-lög í miðborginni. Ekki fór hún varhluta af öllum kveðjunum, en henni var drekkt rækilega í hamingjuóskum næturlangt. „Það var rosalega gaman, fólk var að segja svo mikið af fallegum hlutum. Þetta var bara geggjað í alla staði,“ sagði Karólína. Fjölmargir tónlistarmenn hafa komið sér á kortið eftir þátttöku í keppninni, svo sem Emiliana Torrini, Páll Óskar, Sverrir Bergmann svo sárafáir séu nefndir. Um framhaldið segist Karólína alls ekki viss, en hún er einkum og aðallega upptekin við að koma sér aftur niður á jörðina. „Þetta var mögnuð reynsla, við sjáum svo til,“ bætti hún við í blálokin.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira