Segir Hæstarétt hafa ruglað saman Ólum í Al Thani-dómi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. apríl 2015 07:00 Ingibjörg Kristjánsdóttir. „Við einfaldlega getum ekki sætt okkur við að Hæstiréttur Íslands dæmi menn í margra ára fangelsi á grundvelli misskilnings,“ segir Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar, í grein í Fréttablaðinu í dag. Ólafur Ólafsson, afplánar fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm sem hann fékk í Hæstarétti vegna Al Thani-málsins. „Í upphafsforsendum dómsins vísar Hæstiréttur til símtals í gögnum málsins, þar sem fram kemur að ítrekað hafi verið rætt við „Óla“ um nákvæma útfærslu viðskiptanna. Hæstiréttur fer mannavillt í rökstuðningi sínum og ályktar að hér sé átt við eiginmann minn, Ólaf Ólafsson, en hið rétta er að um er að ræða lögfræðing með sama fornafni sem er sérfræðingur í lögum um kauphallarviðskipti,“ fullyrðir Ingibjörg í grein sinni. Ingibjörg segir bæði ákæruvaldið og héraðsdóm hafa áttað sig á að umrætt samtal hafi ekki verið við eiginmann hennar.Ólafur Ólafsson„Þessi misskilningur er grafalvarlegur, enda dregur Hæstiréttur mjög víðtækar ályktanir af þessu samtali strax í upphafi,“ skrifar Ingibjörg. Þá ræðir Ingibjörg hlut Al Thani-frændanna. „Ef við gefum okkur að ákæran sé sannleikanum samkvæm, þá hljóta þessir menn að vera jafn sekir og aðrir er tengjast málinu.“ Ingibjörg segir dómara Hæstaréttar hafa klæðst allt í senn fötum rannsakenda, saksóknara og dómara. „Að mínu mati er þöggun um jafnmikilvægt málefni hættuleg samfélaginu, hættuleg leið til að komast upp með ofbeldi af verstu tegund,“ segir hún. „Ég sé ekki annað, miðað við orðalag Hæstaréttar, en að þarna sé einhver misskilningur og það hvarflar að manni að úrslit málsins hefðu getað orðið önnur ef réttur skilningur hefði verið á,“ segir Þórólfur Jónsson, lögmaður Ólafs Ólafssonar. Um sé að ræða grundvallaratriði sem margt í málinu hvíli á. Næstu skref séu til skoðunar. „Eitt af því sem menn eiga rétt á að óska eftir, ef misskilnings gætir um atvik máls, er að það sé endurupptekið,“ bendir lögmaðurinn á. Tengdar fréttir Segir ákærðu í Al-Thani málinu saklausa „Þöggunin hættuleg samfélaginu“ 17. janúar 2014 13:56 Al Thani málið og niðurstaða Hæstaréttar Eiginmaður minn til 30 ára, Ólafur Ólafsson, afplánar nú fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, fyrir hlutdeild í meintri markaðsmisnotkun í Al Thani-málinu. Það er erfitt að horfa upp á maka sinn dæmdan og sviptan frelsi, hvað þá þegar sannfæringin um sakleysi hans er svo yfirþyrmandi sterk, enda niðurstaða Hæstaréttar byggð á misskilningi. 7. apríl 2015 08:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
„Við einfaldlega getum ekki sætt okkur við að Hæstiréttur Íslands dæmi menn í margra ára fangelsi á grundvelli misskilnings,“ segir Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar, í grein í Fréttablaðinu í dag. Ólafur Ólafsson, afplánar fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm sem hann fékk í Hæstarétti vegna Al Thani-málsins. „Í upphafsforsendum dómsins vísar Hæstiréttur til símtals í gögnum málsins, þar sem fram kemur að ítrekað hafi verið rætt við „Óla“ um nákvæma útfærslu viðskiptanna. Hæstiréttur fer mannavillt í rökstuðningi sínum og ályktar að hér sé átt við eiginmann minn, Ólaf Ólafsson, en hið rétta er að um er að ræða lögfræðing með sama fornafni sem er sérfræðingur í lögum um kauphallarviðskipti,“ fullyrðir Ingibjörg í grein sinni. Ingibjörg segir bæði ákæruvaldið og héraðsdóm hafa áttað sig á að umrætt samtal hafi ekki verið við eiginmann hennar.Ólafur Ólafsson„Þessi misskilningur er grafalvarlegur, enda dregur Hæstiréttur mjög víðtækar ályktanir af þessu samtali strax í upphafi,“ skrifar Ingibjörg. Þá ræðir Ingibjörg hlut Al Thani-frændanna. „Ef við gefum okkur að ákæran sé sannleikanum samkvæm, þá hljóta þessir menn að vera jafn sekir og aðrir er tengjast málinu.“ Ingibjörg segir dómara Hæstaréttar hafa klæðst allt í senn fötum rannsakenda, saksóknara og dómara. „Að mínu mati er þöggun um jafnmikilvægt málefni hættuleg samfélaginu, hættuleg leið til að komast upp með ofbeldi af verstu tegund,“ segir hún. „Ég sé ekki annað, miðað við orðalag Hæstaréttar, en að þarna sé einhver misskilningur og það hvarflar að manni að úrslit málsins hefðu getað orðið önnur ef réttur skilningur hefði verið á,“ segir Þórólfur Jónsson, lögmaður Ólafs Ólafssonar. Um sé að ræða grundvallaratriði sem margt í málinu hvíli á. Næstu skref séu til skoðunar. „Eitt af því sem menn eiga rétt á að óska eftir, ef misskilnings gætir um atvik máls, er að það sé endurupptekið,“ bendir lögmaðurinn á.
Tengdar fréttir Segir ákærðu í Al-Thani málinu saklausa „Þöggunin hættuleg samfélaginu“ 17. janúar 2014 13:56 Al Thani málið og niðurstaða Hæstaréttar Eiginmaður minn til 30 ára, Ólafur Ólafsson, afplánar nú fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, fyrir hlutdeild í meintri markaðsmisnotkun í Al Thani-málinu. Það er erfitt að horfa upp á maka sinn dæmdan og sviptan frelsi, hvað þá þegar sannfæringin um sakleysi hans er svo yfirþyrmandi sterk, enda niðurstaða Hæstaréttar byggð á misskilningi. 7. apríl 2015 08:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Al Thani málið og niðurstaða Hæstaréttar Eiginmaður minn til 30 ára, Ólafur Ólafsson, afplánar nú fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, fyrir hlutdeild í meintri markaðsmisnotkun í Al Thani-málinu. Það er erfitt að horfa upp á maka sinn dæmdan og sviptan frelsi, hvað þá þegar sannfæringin um sakleysi hans er svo yfirþyrmandi sterk, enda niðurstaða Hæstaréttar byggð á misskilningi. 7. apríl 2015 08:00