Innlent

Segir ákærðu í Al-Thani málinu saklausa

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar sem nýlega var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Al-Thani málinu, segir dóminn rangan.  Mennirnir hafi verið dæmdir þrátt fyrir að sekt þeirra hafi aldrei verið sönnuð. Þetta kemur fram í viðtali við hana sem birtist á Pressunni. Þar vekur hún meðal annars athygli á grein Brynjars Níelssonar, hæstaréttalögmanns og alþingismanns um málið.

Í þeirri grein rökstyður Brynjar þá skoðun að dómurinn sé rangur og að ekki hafi verið farið ekki eftir lögum. Hann segir að dómarar sitji undir óeðlilegum þrýsting frá samfélaginu, þeir þurfi að forðast byltingu og nefnir þar dæmi um að bankamenn verði að sæta ábyrgð, annars verði ekki friður. Hann segir þróunina slæma ef krafan um að dómstólar slaki á sönnunarbyrði í sakamálum að undirlagi pólitískra ákafamanna og götudómstóla.

Ingibjörg segir þöggunina í samfélaginu hættulega og biðlar til fólks að kynna sér málið, bróta niður þessa þöggun og opna fyrir gagnrýna umræðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×