Tillögurnar þarfnast frekari skoðunar Ingólfur Eiríksson skrifar 4. apríl 2015 06:00 Stjórnarandstaðan furðar sig á vinnubrögðum forsætisráðherra við tillögu um byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum, Húss íslenskra fræða og nýrrar viðbyggingar við þinghúsið. „Þetta er farið að minna svolítið á stíl Jónasar frá Hriflu,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, um þingsályktunartillögu forsætisráðherra um nýja viðbyggingu Alþingis eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Bygging hússins er liður í fyrirhuguðum hátíðarhöldum vegna aldarafmælis fullveldis Íslands 2018. Þá er gert ráð fyrir að lokið verði við byggingu Húss íslenskra fræða og nýrrar Valhallar á Þingvöllum sama ár. „Byggingar eiga að vera byggðar eftir þörfum, í samræmi við faglegt ferli og hannaðar af hæfileikaríkum samtímaarkitektum. Ekki til að fagna afmæli,“ segir Guðmundur. „Forgangsröðunin hlýtur að vera húsnæði sem tryggir fyrsta flokks heilbrigðiskerfi,“ segir Jón Þór Ólafsson, fulltrúi Pírata í forsætisnefnd. Þá segir Jón Þór að alvarlega beri að skoða Landssímahúsið eða annan ódýrari kost fyrir skrifstofuhúsnæði þingmanna.Svona kemur þinghúsið til með að vera, verði tillagan samþykkt.Árið 2007 komu fram tillögur um nýtt skrifstofuhúsnæði fyrir alþingismenn, sem unnar voru í samráði við skipulagsráð Reykjavíkur. Núna fá íslenskir arkitektar samtímans hins vegar „tækifæri til að hanna hús með Guðjóni Samúelssyni“, eins og segir í tillögu forsætisráðherra. Í tillögunni segir enn fremur: „Um leið og horft er til framtíðar er fortíðinni sýnd virðing og draumar fyrri kynslóðar uppfylltir í þágu framtíðarkynslóða.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist styðja að lokið verði við byggingu Húss íslenskra fræða. Hinar tillögurnar þarfnist frekari skoðunar. „Nýbygging Alþingis á að heyra undir forsætisnefnd en ekki framkvæmdavaldið,“ segir Katrín. Áætlun um að reisa Hús íslenskra fræða hefur legið fyrir í áratug og var fyrsta skóflustungan tekin í marsmánuði 2013. Til stóð að framkvæmdum lyki á næsta ári. Úr því verður þó ekki, þar sem ný ríkisstjórn veitti ekki fé til framkvæmdanna og hefur holan við Arngrímsgötu 5 verið að mestu ósnert. Nú er hins vegar lagt til að húsið, sem kallað er þjóðargjöf í tillögunni, rísi árið 2018. Þá er lagt til að endurreisa Valhöll á Þingvöllum, en gamla byggingin brann árið 2009. Alþingi Tengdar fréttir Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00 Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. 1. apríl 2015 09:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
„Þetta er farið að minna svolítið á stíl Jónasar frá Hriflu,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, um þingsályktunartillögu forsætisráðherra um nýja viðbyggingu Alþingis eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Bygging hússins er liður í fyrirhuguðum hátíðarhöldum vegna aldarafmælis fullveldis Íslands 2018. Þá er gert ráð fyrir að lokið verði við byggingu Húss íslenskra fræða og nýrrar Valhallar á Þingvöllum sama ár. „Byggingar eiga að vera byggðar eftir þörfum, í samræmi við faglegt ferli og hannaðar af hæfileikaríkum samtímaarkitektum. Ekki til að fagna afmæli,“ segir Guðmundur. „Forgangsröðunin hlýtur að vera húsnæði sem tryggir fyrsta flokks heilbrigðiskerfi,“ segir Jón Þór Ólafsson, fulltrúi Pírata í forsætisnefnd. Þá segir Jón Þór að alvarlega beri að skoða Landssímahúsið eða annan ódýrari kost fyrir skrifstofuhúsnæði þingmanna.Svona kemur þinghúsið til með að vera, verði tillagan samþykkt.Árið 2007 komu fram tillögur um nýtt skrifstofuhúsnæði fyrir alþingismenn, sem unnar voru í samráði við skipulagsráð Reykjavíkur. Núna fá íslenskir arkitektar samtímans hins vegar „tækifæri til að hanna hús með Guðjóni Samúelssyni“, eins og segir í tillögu forsætisráðherra. Í tillögunni segir enn fremur: „Um leið og horft er til framtíðar er fortíðinni sýnd virðing og draumar fyrri kynslóðar uppfylltir í þágu framtíðarkynslóða.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist styðja að lokið verði við byggingu Húss íslenskra fræða. Hinar tillögurnar þarfnist frekari skoðunar. „Nýbygging Alþingis á að heyra undir forsætisnefnd en ekki framkvæmdavaldið,“ segir Katrín. Áætlun um að reisa Hús íslenskra fræða hefur legið fyrir í áratug og var fyrsta skóflustungan tekin í marsmánuði 2013. Til stóð að framkvæmdum lyki á næsta ári. Úr því verður þó ekki, þar sem ný ríkisstjórn veitti ekki fé til framkvæmdanna og hefur holan við Arngrímsgötu 5 verið að mestu ósnert. Nú er hins vegar lagt til að húsið, sem kallað er þjóðargjöf í tillögunni, rísi árið 2018. Þá er lagt til að endurreisa Valhöll á Þingvöllum, en gamla byggingin brann árið 2009.
Alþingi Tengdar fréttir Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00 Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. 1. apríl 2015 09:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00
Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. 1. apríl 2015 09:00