Innlent

Aurum-málið: Dómarar ekki til skýrslutöku

Guðjón St. Marteinsson.
Guðjón St. Marteinsson.
Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að verjendur í Aurum-málinu svokallaða fái ekki að kalla dómara málsins í héraði, þá Guðjón St. Marteinsson og Sverri Ólafsson, til skýrslutöku.

Ástæðan fyrir kröfu verjendanna er meint vanhæfi Sverris Ólafssonar en á meðal málsgagna er tölvupóstur sem inniheldur óbirta grein Guðjóns St. Marteinssonar sem fjallar um málið. Greinina birti hann ekki eftir að hafa rætt efni hennar við ríkissaksóknara og sérstakan saksóknara. Í greininni er fullyrt að Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hafi hringt í Guðjón og greint honum frá tengslum Sverris Ólafssonar og Ólafs Ólafssonar.

Hvorki Guðjón né sérstakur saksóknari gerðu athugasemdir við hæfi Sverris sem dómara í málinu og gerði sérstakur saksóknari ekki athugasemd við hæfi hans við meðferð málsins í héraðsdómi. Guðjón telur því sérstakan saksóknara fara með rangt mál þegar hann hafi neitað að hafa vitað af tengslum Sverris Ólafssonar og Ólafs Ólafssonar þegar aðalmeðferð hófst. - srs

fréttablaðið/Daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×