Öryrkjar fyrir lífstíð eftir svínabóluefnið Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 28. mars 2015 12:00 Hálf þjóðin fékk bóluefnið Pandremix til að verjast skæðum faraldri svínaflensu árið 2009 og 2010. Fréttablaðið/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir athugun sína ekki hafa leitt í ljós samhengi milli bólusetningar við svínaflensu og drómasýki. Ríkið hefur greitt þremur ungum stúlkum um tíu milljónir króna hverri í bætur vegna þess að þær fengu drómasýki eftir að hafa farið í bólusetningu við svínainflúensu. Stúlkurnar voru fjórtán og fimmtán ára gamlar þegar þær fóru í bólusetningu, voru áður alheilbrigðar en eru nú 75% öryrkjar. Lögmaður stúlknanna, Lára V. Júlíusdóttir, gagnrýnir þá löngu meðferð sem stúlkurnar hafa þurft að sæta en það tók þrjú ár fyrir þær að fá bæturnar greiddar og þar af fór heilt ár í að meta örorku þeirra. „Yfirvöld í nágrannalöndunum gengust strax við tengslunum og voru greiddar tryggingabætur vegna þeirra,“ segir Lára en áður en foreldrar stúlknanna leituðu til hennar höfðu þær fengið synjun um bætur vegna veikindanna.Lögmaður stúlknanna, Lára V. Júlíusdóttur, telur bæturnar lágar í samanburði við þær sem hafa verið greiddar á Norðurlöndum.Fréttablaðið/GvaLágar bætur miðað við afleiðingarnar Þá gagnrýnir hún hversu lágar bæturnar eru miðað við afleiðingarnar. „Bætur sem þeir sem hafa veikst af drómasýki á Norðurlöndum hafa fengið eru mun hærri. Þetta er ólæknanlegur sjúkdómur og viðkomandi einstaklingur þarf að taka lyf alla ævi. Hann er meira og minna háður lyfjum. Alls konar einkenni sem þessum sjúkdómi fylgja hafa veruleg áhrif á lífsgæði fólks.“ Lára minnir á að það hafi verið þrýst á fólk að fara í bólusetningu og ábyrgð ríkisins því mikil. „Það var mikill faraldur og rekinn stífur áróður fyrir því að fólk fengi þessar sprautur, sumir fóru tvisvar sinnum og jafnvel mælt með því,“ segir Lára.Þórólfur Guðnason minnir á að svínaflensan hafi byrjað bratt á Íslandi. Hann telur að bólusetning hafi komið í veg fyrir dauðsfall og innlagnir á gjörgæsludeild. Fréttablaðið/VilhelmSóttvarnalæknir fann ekki samhengi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kallaði eftir upplýsingum frá læknum árið 2010 til þess að kanna hvort samhengi væri á milli bólusetningar við svínaflensu og drómasýki. Svo reyndist ekki vera. „Það voru fimm einstaklingar sem greindust með drómasýki, þar af voru þrír bólusettir og tveir ekki. Út frá þeim tölum var ekki hægt að gefa út að það væru skýr tengsl á milli bólusetningar og drómasýki,“ segir Þórólfur. Alls voru 150 þúsund Íslendingar bólusettir við inflúensunni og Þórólfur minnir á að faraldurinn var skæður á Íslandi og byrjaði bratt. Hann metur það svo að á Íslandi hafi bólusetning með Pandremix komið í veg fyrir a.m.k. 20.000 sýkingar, 70 sjúkrahúsinnlagnir, sjö innlagnir á gjörgæsludeild og eitt dauðsfall.Óstjórnleg syfjaDrómasýki (e. narcolepsy) er taugasjúkdómur sem veldur ýmsum furðulegum svefntruflunum. Eitt helsta einkenni drómasýki er svefnflog. Þegar drómasjúkt fólk fær svefnflog hellist allt í einu yfir það óstjórnleg syfja. Annað einkenni drómasýki er slekjukast Í slíku kasti dettur fólk niður og getur sig hvergi hreyft. Það er aftur á móti með fullri meðvitund. Þriðja einkennið sem algengt er að fylgi drómasýki er svefnlömun, sem felst í því að geta sig hvergi hreyft rétt áður en maður festir svefn eða skömmu eftir að maður vaknar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir athugun sína ekki hafa leitt í ljós samhengi milli bólusetningar við svínaflensu og drómasýki. Ríkið hefur greitt þremur ungum stúlkum um tíu milljónir króna hverri í bætur vegna þess að þær fengu drómasýki eftir að hafa farið í bólusetningu við svínainflúensu. Stúlkurnar voru fjórtán og fimmtán ára gamlar þegar þær fóru í bólusetningu, voru áður alheilbrigðar en eru nú 75% öryrkjar. Lögmaður stúlknanna, Lára V. Júlíusdóttir, gagnrýnir þá löngu meðferð sem stúlkurnar hafa þurft að sæta en það tók þrjú ár fyrir þær að fá bæturnar greiddar og þar af fór heilt ár í að meta örorku þeirra. „Yfirvöld í nágrannalöndunum gengust strax við tengslunum og voru greiddar tryggingabætur vegna þeirra,“ segir Lára en áður en foreldrar stúlknanna leituðu til hennar höfðu þær fengið synjun um bætur vegna veikindanna.Lögmaður stúlknanna, Lára V. Júlíusdóttur, telur bæturnar lágar í samanburði við þær sem hafa verið greiddar á Norðurlöndum.Fréttablaðið/GvaLágar bætur miðað við afleiðingarnar Þá gagnrýnir hún hversu lágar bæturnar eru miðað við afleiðingarnar. „Bætur sem þeir sem hafa veikst af drómasýki á Norðurlöndum hafa fengið eru mun hærri. Þetta er ólæknanlegur sjúkdómur og viðkomandi einstaklingur þarf að taka lyf alla ævi. Hann er meira og minna háður lyfjum. Alls konar einkenni sem þessum sjúkdómi fylgja hafa veruleg áhrif á lífsgæði fólks.“ Lára minnir á að það hafi verið þrýst á fólk að fara í bólusetningu og ábyrgð ríkisins því mikil. „Það var mikill faraldur og rekinn stífur áróður fyrir því að fólk fengi þessar sprautur, sumir fóru tvisvar sinnum og jafnvel mælt með því,“ segir Lára.Þórólfur Guðnason minnir á að svínaflensan hafi byrjað bratt á Íslandi. Hann telur að bólusetning hafi komið í veg fyrir dauðsfall og innlagnir á gjörgæsludeild. Fréttablaðið/VilhelmSóttvarnalæknir fann ekki samhengi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kallaði eftir upplýsingum frá læknum árið 2010 til þess að kanna hvort samhengi væri á milli bólusetningar við svínaflensu og drómasýki. Svo reyndist ekki vera. „Það voru fimm einstaklingar sem greindust með drómasýki, þar af voru þrír bólusettir og tveir ekki. Út frá þeim tölum var ekki hægt að gefa út að það væru skýr tengsl á milli bólusetningar og drómasýki,“ segir Þórólfur. Alls voru 150 þúsund Íslendingar bólusettir við inflúensunni og Þórólfur minnir á að faraldurinn var skæður á Íslandi og byrjaði bratt. Hann metur það svo að á Íslandi hafi bólusetning með Pandremix komið í veg fyrir a.m.k. 20.000 sýkingar, 70 sjúkrahúsinnlagnir, sjö innlagnir á gjörgæsludeild og eitt dauðsfall.Óstjórnleg syfjaDrómasýki (e. narcolepsy) er taugasjúkdómur sem veldur ýmsum furðulegum svefntruflunum. Eitt helsta einkenni drómasýki er svefnflog. Þegar drómasjúkt fólk fær svefnflog hellist allt í einu yfir það óstjórnleg syfja. Annað einkenni drómasýki er slekjukast Í slíku kasti dettur fólk niður og getur sig hvergi hreyft. Það er aftur á móti með fullri meðvitund. Þriðja einkennið sem algengt er að fylgi drómasýki er svefnlömun, sem felst í því að geta sig hvergi hreyft rétt áður en maður festir svefn eða skömmu eftir að maður vaknar
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira