Öryrkjar fyrir lífstíð eftir svínabóluefnið Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 28. mars 2015 12:00 Hálf þjóðin fékk bóluefnið Pandremix til að verjast skæðum faraldri svínaflensu árið 2009 og 2010. Fréttablaðið/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir athugun sína ekki hafa leitt í ljós samhengi milli bólusetningar við svínaflensu og drómasýki. Ríkið hefur greitt þremur ungum stúlkum um tíu milljónir króna hverri í bætur vegna þess að þær fengu drómasýki eftir að hafa farið í bólusetningu við svínainflúensu. Stúlkurnar voru fjórtán og fimmtán ára gamlar þegar þær fóru í bólusetningu, voru áður alheilbrigðar en eru nú 75% öryrkjar. Lögmaður stúlknanna, Lára V. Júlíusdóttir, gagnrýnir þá löngu meðferð sem stúlkurnar hafa þurft að sæta en það tók þrjú ár fyrir þær að fá bæturnar greiddar og þar af fór heilt ár í að meta örorku þeirra. „Yfirvöld í nágrannalöndunum gengust strax við tengslunum og voru greiddar tryggingabætur vegna þeirra,“ segir Lára en áður en foreldrar stúlknanna leituðu til hennar höfðu þær fengið synjun um bætur vegna veikindanna.Lögmaður stúlknanna, Lára V. Júlíusdóttur, telur bæturnar lágar í samanburði við þær sem hafa verið greiddar á Norðurlöndum.Fréttablaðið/GvaLágar bætur miðað við afleiðingarnar Þá gagnrýnir hún hversu lágar bæturnar eru miðað við afleiðingarnar. „Bætur sem þeir sem hafa veikst af drómasýki á Norðurlöndum hafa fengið eru mun hærri. Þetta er ólæknanlegur sjúkdómur og viðkomandi einstaklingur þarf að taka lyf alla ævi. Hann er meira og minna háður lyfjum. Alls konar einkenni sem þessum sjúkdómi fylgja hafa veruleg áhrif á lífsgæði fólks.“ Lára minnir á að það hafi verið þrýst á fólk að fara í bólusetningu og ábyrgð ríkisins því mikil. „Það var mikill faraldur og rekinn stífur áróður fyrir því að fólk fengi þessar sprautur, sumir fóru tvisvar sinnum og jafnvel mælt með því,“ segir Lára.Þórólfur Guðnason minnir á að svínaflensan hafi byrjað bratt á Íslandi. Hann telur að bólusetning hafi komið í veg fyrir dauðsfall og innlagnir á gjörgæsludeild. Fréttablaðið/VilhelmSóttvarnalæknir fann ekki samhengi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kallaði eftir upplýsingum frá læknum árið 2010 til þess að kanna hvort samhengi væri á milli bólusetningar við svínaflensu og drómasýki. Svo reyndist ekki vera. „Það voru fimm einstaklingar sem greindust með drómasýki, þar af voru þrír bólusettir og tveir ekki. Út frá þeim tölum var ekki hægt að gefa út að það væru skýr tengsl á milli bólusetningar og drómasýki,“ segir Þórólfur. Alls voru 150 þúsund Íslendingar bólusettir við inflúensunni og Þórólfur minnir á að faraldurinn var skæður á Íslandi og byrjaði bratt. Hann metur það svo að á Íslandi hafi bólusetning með Pandremix komið í veg fyrir a.m.k. 20.000 sýkingar, 70 sjúkrahúsinnlagnir, sjö innlagnir á gjörgæsludeild og eitt dauðsfall.Óstjórnleg syfjaDrómasýki (e. narcolepsy) er taugasjúkdómur sem veldur ýmsum furðulegum svefntruflunum. Eitt helsta einkenni drómasýki er svefnflog. Þegar drómasjúkt fólk fær svefnflog hellist allt í einu yfir það óstjórnleg syfja. Annað einkenni drómasýki er slekjukast Í slíku kasti dettur fólk niður og getur sig hvergi hreyft. Það er aftur á móti með fullri meðvitund. Þriðja einkennið sem algengt er að fylgi drómasýki er svefnlömun, sem felst í því að geta sig hvergi hreyft rétt áður en maður festir svefn eða skömmu eftir að maður vaknar Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir athugun sína ekki hafa leitt í ljós samhengi milli bólusetningar við svínaflensu og drómasýki. Ríkið hefur greitt þremur ungum stúlkum um tíu milljónir króna hverri í bætur vegna þess að þær fengu drómasýki eftir að hafa farið í bólusetningu við svínainflúensu. Stúlkurnar voru fjórtán og fimmtán ára gamlar þegar þær fóru í bólusetningu, voru áður alheilbrigðar en eru nú 75% öryrkjar. Lögmaður stúlknanna, Lára V. Júlíusdóttir, gagnrýnir þá löngu meðferð sem stúlkurnar hafa þurft að sæta en það tók þrjú ár fyrir þær að fá bæturnar greiddar og þar af fór heilt ár í að meta örorku þeirra. „Yfirvöld í nágrannalöndunum gengust strax við tengslunum og voru greiddar tryggingabætur vegna þeirra,“ segir Lára en áður en foreldrar stúlknanna leituðu til hennar höfðu þær fengið synjun um bætur vegna veikindanna.Lögmaður stúlknanna, Lára V. Júlíusdóttur, telur bæturnar lágar í samanburði við þær sem hafa verið greiddar á Norðurlöndum.Fréttablaðið/GvaLágar bætur miðað við afleiðingarnar Þá gagnrýnir hún hversu lágar bæturnar eru miðað við afleiðingarnar. „Bætur sem þeir sem hafa veikst af drómasýki á Norðurlöndum hafa fengið eru mun hærri. Þetta er ólæknanlegur sjúkdómur og viðkomandi einstaklingur þarf að taka lyf alla ævi. Hann er meira og minna háður lyfjum. Alls konar einkenni sem þessum sjúkdómi fylgja hafa veruleg áhrif á lífsgæði fólks.“ Lára minnir á að það hafi verið þrýst á fólk að fara í bólusetningu og ábyrgð ríkisins því mikil. „Það var mikill faraldur og rekinn stífur áróður fyrir því að fólk fengi þessar sprautur, sumir fóru tvisvar sinnum og jafnvel mælt með því,“ segir Lára.Þórólfur Guðnason minnir á að svínaflensan hafi byrjað bratt á Íslandi. Hann telur að bólusetning hafi komið í veg fyrir dauðsfall og innlagnir á gjörgæsludeild. Fréttablaðið/VilhelmSóttvarnalæknir fann ekki samhengi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kallaði eftir upplýsingum frá læknum árið 2010 til þess að kanna hvort samhengi væri á milli bólusetningar við svínaflensu og drómasýki. Svo reyndist ekki vera. „Það voru fimm einstaklingar sem greindust með drómasýki, þar af voru þrír bólusettir og tveir ekki. Út frá þeim tölum var ekki hægt að gefa út að það væru skýr tengsl á milli bólusetningar og drómasýki,“ segir Þórólfur. Alls voru 150 þúsund Íslendingar bólusettir við inflúensunni og Þórólfur minnir á að faraldurinn var skæður á Íslandi og byrjaði bratt. Hann metur það svo að á Íslandi hafi bólusetning með Pandremix komið í veg fyrir a.m.k. 20.000 sýkingar, 70 sjúkrahúsinnlagnir, sjö innlagnir á gjörgæsludeild og eitt dauðsfall.Óstjórnleg syfjaDrómasýki (e. narcolepsy) er taugasjúkdómur sem veldur ýmsum furðulegum svefntruflunum. Eitt helsta einkenni drómasýki er svefnflog. Þegar drómasjúkt fólk fær svefnflog hellist allt í einu yfir það óstjórnleg syfja. Annað einkenni drómasýki er slekjukast Í slíku kasti dettur fólk niður og getur sig hvergi hreyft. Það er aftur á móti með fullri meðvitund. Þriðja einkennið sem algengt er að fylgi drómasýki er svefnlömun, sem felst í því að geta sig hvergi hreyft rétt áður en maður festir svefn eða skömmu eftir að maður vaknar
Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira